Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
Mánudagur, 18. júní 2012
Nú verða sagðar fréttir.
Formáli
Veiði og Staðsetning
Við erum staddir rétt fyrir utan þjóðhátíðareyju og erum að fiska þann röndótta, veiðin var nú ekki sérstök í byrjun en hefur verið að braggast uppá undanfarið og eru hallast veðbankar að við verðum inni í firðinum fegursta á sunnudag. Líklegt þykir að landsmenn muni fagna komu okkar um allt land. Sennilega verður íslenski fáninn í hávegum hafður og jafnvel skrúðganga okkur til heiðurs.
Sagan af froskunum
Ég lenti í sérstöku atviki í byrjun túrs. Það var þannig að ég var að koma úr löngu fríi eftir að hafa tyllt mér á skólabekk. Allavega vinnslan var farinn af stað og fiskur kominn í hús og allt á góðri siglingu. Ég var hinsvegar var við ammoníakslykt niðri. Ég ákvað að spyrja mér reyndari menn: "Hvað er að frétta af þessari ammoníakslykt?" Svarið sem ég fékk var: "þetta er alveg eðlilegt". Einhverjar bjöllur klingdu í hausnum á mér og datt mér þá í hug dæmisagan af froskunum tveim. Þannig var að einu sinni voru tveir froskar sem komu að tveimur pottum fullum af vatni. Annar potturinn var með heitu vatni en hinn með köldu. Kveikt var undir báðum pottunum. Sá fyrsti hoppar ofaní heita pottinn en finnur strax að heita vatnið er eitthvað sem honum líkar eigi, hoppar uppúr og heldur sinni leið áfram. Sá síðari hoppar ofan í kalda vatnið, þar dólar hann uns loksins hann soðnar og á endanum deyr.
Framvæmdastjóri mánarinns
Þá er komið að valinu á framkvæmdastjóra mánaðarinns en við strákarnir höfum verið iðnir við makrílinn í framkvæmdastjóraleik á netinu í boði fótbolta punkts nets. Daði skipstjóri var sprækur í byrjun en sparkspekingurinn hefur eitthvað verið að gefa eftir að undanförnu. Stjóri mánaðarinns er að þessu sinni Hilmar Benediksson aka Loverlips aka Gullkálfurinn. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna eins og hún stendur. Þetta er hinsvegar ekki spretthlaup enda er tímabilið langt. Þetta er meira svona eins og þrefallt maraþon með hindranabraut. Mikið getur enn gerst á tímabilinu og ómögulegt að spá fyrir um úrslitinn.
Vélstjórahornið
Vélstjórar eru serstakir fýrar. Þeir sinna hinum ýmsu störfum og er ekkert þeim óviðkomandi. Þeir eru stundum notaðir sem stuðpúðar fyrir aðra áhafnarmeðlimi. Þeir fá stundum (óverðskuldað) að heyra það. Setningar eins og: "Afhverju virkar þessi dæla ekki?", "hversvegna er ekkert að fiskast?" og "afhverju er dagskráin í útvarpinu svona leiðinleg" eru meðal þeirra fjölmörgu vandamála sem þessir góðfúslegu starfsmenn fá stundum að heyra. Þessvegna hef ég ákveðið í samráði við Egil Guðmundsson skólastjóra vélskólanns (nú tækniskólinn) tekið til nýja kennsluáætlun í kennslu og undirbúning tilkomandi vélstjóra. Félagsráðgjöf og áfallahjálp verða núna skyldu kúrsar í námi þeirra til að tryggja það að tilvonandi smurapar séu í stakk búnir við að taka við þeim sleggjum sem sveiflað er til þeirra.
Húsbandið
Húsbandið er tekið til starfa. Tónlist er flestum sjómönnum í blóð borinn, allt frá því að víkingarnir sungu drykkjusöngva undir sterkum áhrifum berserkjasveppa á ferðum sínum um atlantshafið hafa sjómenn verið að taka lagið. Stífar æfingar eru núna haldnar annað hvern dag og vopnaðir tveimur gíturum ásamt tónlistarforritinu Garage-band á ipad sem leikur eftir nánast hvaða hljóðfæri sem er hefur hver stórsmellurinn á eftir öðrum litið dagsins ljós. Stefnan er sett útgáfu plötu sem mun innihalda smelli eins og "Trollið er farið", "Brælu-blús" og "Rock-hall" ásamt fullt af öðru "gúddsjitti". Opnar prufur fyrir vali á söngvara verða haldnar uppí brú sunnudaginn 17 júni. Fá keppendur í Aðalsteinns Idol 3 mínútur hver til að heilla dómnefnd. Lagaval er frjálst en skilyrði er að keppendur syngi á íslensku á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga. â« "Hæ hó og jibbí jei það er kominn... â«
Klefamafían
Flestir kannast við áhöfnina á Kleifa-berginu. Færri hafa hitt áhönfina á Klefa-berginu, það er nefnilega maðkur i sauðagæru hér um borð, jafnvel úlfur í mysunni. Er ekki best að ég brytji þetta aðeins niður. Það eru 24 kojur um borð, meðtöldu sjúkrakojunni sem er ekki notuð nema í neyðartilvikum. Af þessum 23 kojum eru 3 tveggjamanna klefar. Venjan er sú að eðeins er einn í hverjum klefa nema þegar að aukafarþegar koma um borð, svo sem sölu og eftirlitsmenn, börn, makar o.s.frv. Þannig að það það þarf engan stærðfræðing til að sjá það að undir öllum eðlilegum kringumstæðum ættu allir að finna stað til að halla lúnu höfði eftir vinnu. Við erum 20 hér um borð klefarnir eru 20. Þetta er nú ekki flókið, einn klefi á mann. Sumir eru þeim forrréttinum hafðir að þeir eru með sinn eigin klefa. Þetta hafa þeir áunnið sér með annaðhvort með menntun, starfsheiti, reynslu eða öðrum fyrirliggjandi ásæðum. Hversvegna er ég að lista þessar upplýsingar. Það kom nefnilega upp sérstök uppákoma í byrjun túr. Einn háseti var kominn á götuna (ganginn). Það virtist sem allir klefar væru fullir. Þá kem ég aftur að úlfnum í maðknum. Sumir hér um borð eru búnir að vera að spila þann leik að láta ,,taka frá fyrir sig" klefa. Til þess að geta tekið eignarhald á klefa í upphafi hverjar veiðiferðar nægir einfaldlega að opna hurðina á klefanum og setja töskuna sína inn og klefinn er þinn. Sumir telja sig vera búnir að snúa á kerfið og hefur klefamafían verið að setja töskur annarra í bitastæðustu svefnplássinn. Háseti einn fékk að finna fyrir þessu þegar að hann taldi að allir klefar væru fullir og var hann búinn að búa um sig í borðsalnum. Er þetta eitthvað sem við viljum?
Aðalsteinn Jónsson og Unicef
Þá að jákvæðum og uppbyggjandi fréttum. Bátsmannsvaktin með Sölva í broddi fylkingar hefur ákveðið að fara frá villu sinna vegar, átak til þess að betrumbæta áhöfnina og samfélagið í heild hefur verið hrundið af stað. Styrktarsöfnun Góðhjartaða Munnsafnaðarinns er byrjuð. Þetta gengur þannig fyrir sig búið er að stofna sérstakan sektarsjóð, sem fellst í því að í hvert skipti sem einhver verður uppvís af því að blóta er 200 krónu sekt sem verða dregin af launum viðkomandi í næsta mánuði og mun ágóðinn renna til Unicef. Eftirfarandi orð eru á bannlista: Andskotinn, djöfullinn,helvítis, fjandinn, fjandakornið, fokk, skrattakollur, mella og önnur niðrandi orð um konur. Sjóðurinn stendur núna í rúmum 30.000 krónum og reglulega tikkar inn, þótt hægst hafi reglulega á honum seinustu vaktir eftir mikla uppsveiflu í byrjun. :) Vonumst við til að geta fjármagnað vatnsdælu. ,,Með því að gefa einhverjum sem þér þykir vænt um vatnsdælu getur þú hjálpað til við að útvega heilu samfélagi heilnæmt og öruggt drykkjarvatn". Skorum við hér með á áhöfnina á Huginn VE-55 að láta gott af sér leiða. http://huginnve.123.is/
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Unicef á Íslandi. http://unicef.is/sannargjafir
Heiðar Högni þakkar fyir sig að sinni fyri hönd Aðalsteinns Jónsonar SU 11.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF