Sunnudagur, 2. mars 2008
Heil og sæl
þá koma smá fréttir af okkur hér á Allanum. Við liggjum núna fyrir utan Þorlákshöfn og erum að frysta á fullu, sem stendur erum við að frysta á rússan og lítur allt út fyrir að við séum hættir að frysta á Japan þar sem þeir eru svo nískir að þeir tíma ekki að borga nóg fyrir þetta gull. Það er búið að vera bræla á miðunum en það lítur betur út með morgundaginn, og vonumst við til að geta kastað í blíðskapar veðri á morgun og geta fyllt á vinnslutankana sem mundi kannski getað dugað til að fylla frystilestina hjá okkur. Við erum komnir með 12 þúsund kassa í lest og með þessu áfram haldi ættum við að geta verið í landi snemma á miðvikudag, ekki slæmt. Það lá vel á kokknum í dag, hann brosti allan hringinn, og ekki að ástæðulausu, jú Liverpool vann í dag, en því miður lá ekki eins vel á matsmanninum okkar honum Halla H. í gær því hans menn í West Ham töpuðu frekar illa og einnig tapaði Fram í bikarnum í handbolta, en þess má geta að Halli var einu sinni í marki í fram. Ómar litli er sífellt tuðandi vegna þess að það er aldrei frysti stopp þegar hann á lest, þetta kemur mönnum mjög á óvart að hann skuli vera að tuða svona þar sem hann er nu einn bjartsýnasti maðurinn her um borð.
svo að öðru, ég vil óska eftir eiganda af hátískufatnaði sem er í lín herbergi skipsins, hann hefur legið það í ansi langan tíma. svo hefur ákveðinn maður tekið sér einræðisvald og kaus nyja menn í stjórn hjá Eðal Group, en það er sjoppan hjá okkur um borð, þeir sem kosnir voru eru, Halli H sem verður stjórnarformaður, Danni sem er starfandi stjórnarmaður, og Sölvi frændi sem verður lagerstjóri. Fyrsta verk hjá nyrri stjórn var að fara ekki að fordæmum glitnis og ákvað á fundi sínum að hækka laun stjórnar manna um helming.
svo viljum við þakka Guðmundi Vals fyrir vel unnin störf hér um borð, en hann ákvað að snúa sér að öðrum málum. látum við her fylgja mynd af gæjanum .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Loðnuveiðar leyfðar á ný.
Við erum byrjaðir í fjórða loðnutúrinn á árinu og erum að frysta á japana, vinnslan gengur alveg eins og í sögu og eru komin einhverjir 3300 kassar niður í lest. við rifum nótina frekar illa og þurftum að taka hana í land í vestmannaeyjum og fórum svo aftur út að frysta. það voru þó einver 150 tonn í hjá okkur og svo var það karl föður okkar hann jón kjartansson sem að gaf okkur 200 rúmmetra í dag. við náðum í nótina okkar um 6 leitið í dag og erum færir í flestan sjó.
kv. strákarnir á allanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Loðnuveiðum slúttað!
Núna liggjum við inn á Reyðarfirði eftir að hafa farið og náð í skammtinn okkar. Við áætlum að verða búnir að fylla á miðvikudagsnótt.
Nú bíðum við bara eftir að Hafro ákveði sig hvort þeir ætli að leifa veiðar aftur, en þeir taka sér sjálfst góðan tíma í það og voru ekkert að flýta sér, tóku sér meira segja helgarfrí á þessu þannig að áhuginn er mikill hjá þeim. En eins og sagt var í fréttum í gær þá sáust mjög stórar torfur á miðunum út af suðurlandinu og var rannsóknarskipið Árni Friðriksson að reina að mæla þær eitthvað
Einnig langar okkur að birta mjög áhugaveðra grein frá Jóni Kristjánssyni fiskifræðing sem birtist á heimasíðu hans http://www.mmedia.is/~jonkr/
Síðan eru nýjar myndir í myndaalbúminu hjá okkur og viljum við minna á nýa skoðanakönnun hér til vinstri.
Greinin í heild sinni:
Stöðvun loðnuveiða - áður en þær hefjast að marki.
Hafró ákvað nú þann 21. febrúar að stöðva loðnuveiðar þar sem ekki einu sinni hafði tekist að mæla það sem væri nauðsynlegur hrygningarstofn. Hver ákvað annars þá tölu? Mig minnir að Hjálmar hafi í bernsku dregið þá tölu fram úr töfrahatti. - Í tilefni þessa hef ég tekið saman skrif sem hafa verið á tvist og bast hér í Fiskikassanum, til að fá tímalegt samhengi í atburðarrásina.
Á að friða loðnu svo þorskurinn hafi meira að éta? - Svarið er nei.
Sífellt er talað um að friða þurfi loðnu til þess að þorskurinn fái meira að éta, en hann er nú með horaðasta móti, þyngd eftir aldri í sögulegu lágmarki að sögn Hafró. Þetta tal, um að friða loðnu í þágu þorsksins, byggist á vanþekkingu og skorti á rökrænni hugsun.
Loðnuát og hagkvæmni
Reynslan úr fiskeldi sýnir að fóðurstuðull loðnu er um 7 í lokaðri kví. Til þess að þyngjast um eitt kg, þarf þorskur í kví að éta 7 kg af loðnu. Í náttúrunni, þar sem þorskurinn þarf að eyða orku í að eltast við bráðina, má reikna með hærri fóðurstuðli, segjum 10.
Reikna verður með að þorskurinn geti ekki nýtt sér alla þá loðnu sem við veiðum ekki. Gefum okkur 60% nýtingu því það eru einnig aðrar fisktegundir að eltast við loðnuna.
Af þyngdaraukningunni sem verður á þorski er leyfilegt að veiða 25% og af því sem veitt er fer 20% í slóg og innvols. Lítur þá dæmið svona út miðað við 1000 kg av loðnu:
1000 kg óveidd loðna x 0.6 (nýting) x 1/10 (fóðurstuðull) x 0.25 (aflaregla) x 0.8 ( slægður fiskur) = 12 kg seljanlegur þorskur Hlutfallið loðna/ þorskur, miðað við þessar forsendur, er um 100, því þarf þorskur að vera 100 sinnum verðmætari en loðna til að aðgerðin beri sig. Víðs fjarri er að svo sé.
Fóðrun og veiðitilraunir í vötnum
Þegar ég var að mæla með því að silungsvötn, sem voru full af smáum og horuðum fiski væru grisjuð, til að auka þrif og vöxt fiskanna, fékk ég gjarnan þá spurningu hvort ekki væri vænlegra að gefa fiskunum meira að éta með aðkeyptu fóðri í stað þess að veiða og fækka þeim.
Svarið við þeirri spurningu að það yrði aðeins til þess að FLEIRI yrðu svangir. Enda verið marg- sýnt fram á það með tilraunum að slík aðferð gengi ekki. Eina ráðið væri að auka veiðar á smáum fiski.
Auk þess hefði verið sýnt með tilraunum að miklu meiri afli fengist úr vatni ef veiðiunum væri stýrt í smáfisk fremur en stóran fisk.
Við nánari skoðun er þetta rökrétt: Stærstu fiskarnir í hverjum stofni eru mjög fáir og með því að veiða aðeins þá fæst nær enginn afli miðað við stofnstærð. Þegar slíkri nýtingu var beitt gerðist einnig annað sem menn áttu ekki von á:
Fiskur í viðkomandi vatni fór almennt smækkandi svo stöðugt þurfti að minnka möskvann til að fá eitthvað. Jafnframt fór nýliðun vaxandi og smáfiski fjölgaði. Þetta endaði svo með því að vatnið varð fullt af horuðum tittum.
Þróunin varð alltaf sú sama í öllum vötnum; ef markvisst var sótt í stóran fisk jókst nýliðun sem leiddi til offjölgunar, vatnið fylltist af smáum horuðum fiski en stofninn minnkaði í þyngd, vegna þess að þessir allt of mörgu munnar gengu of nærri fæðudýrunum. Fæðuframleiðslan minnkaði því fæðudýrin voru ofbeitt.
Fyrst var ofveiði kennt um; afli hafði jú sífellt farið minnkandi, síðar komust menn að því sanna við að leggja smáriðin net, stofninn hafði ekki verið veiddur um of í venjulegum skilningi heldur hafði rangt sóknarmynstur, að stýra sókn í stærsta fiskinn, leitt til smáfisks og hungurástands.
Það sýndi sig að hægt var að laga þetta með því að grisja smáfiskinn. Þá var unnt, ef hægt var að veiða nógu mikið, að snúa þróunninni við.
Erfðafræðin
Eitt sinn héldu menn að erfðafræðinni væri um að kenna, fiskurinn væri orðinn úrkynjaður, en það reyndist ekki rétt því vöxtur lagaðist þegar veiðimynstri og veiðiálagi var breytt. Ættu menn að leggja niður slíkt tal um þorsk á Íslandsmiðum.
Hvaðan kemur loðnan?
Loðnan hrygnir við S- og V- ströndina að vori og seiðin dreifast með straumi kring um land. Ungloðan heldur sig á grunnslóð, landgrunninu, fyrstu tvö sumrin, gengur þá norður í höf og kemur aftur til hrygningar eftir rúmt ár. Það er sú loðna sem nú er veidd, veiðar á ókynþroska ungloðnu heyra nú orðið sögunni til.
Loðnan er mikilvægust þorskinum sem fæða á meðan hún er að alast upp á grunnslóðinni. Stóra hrygningarloðnan, sú sem ber uppi loðnuaflann, nýtist þorskinum hins vegar aðeins þann vetur sem hún gengur til hrygningar og þá aðeins þar sem hún gengur um. Oft étur þorskurinn yfir sig og því hlýtur hún að nýtast fremur illa til vaxtar auk þess sem þetta gerist á kaldasta tíma ársins.
Hver stjórnar loðnunni?
Því er gjarnan haldið fram að þorskur sé horaður vegna þess að það vanti loðnu - Er það ekki fremur svo að hlutfallslega stór þorskstofn sé horaður vegna þess að hann hafi gengið of nærri fæðu sinni, loðnunni, og minnkað þannig stofninn?
Sú staðreynd að þorskurinn nærist á uppvaxandi loðnu gerir það að verkum að það er í raun hann sem stjórnar því með áti sínu hve mikið af loðnu gengur norður í höf til að fita sig og koma síðan aftur til hrygningar við S-land.
Svartfugl lifir líka á loðnu og sandsíli og horaður svartfugl er merki um vöntun þessara tegunda. - Á sama svæði er horaður þorskur! Hver er sökudólgurinn?
Þorskveiðar fyrir N-landi hafa verið í lágmarki í tvo áratugi. Í kvótakerfi með takmörkuðum þorskafla geta menn ekki stundað veiðar á svæðum sem gefa nær eingöngu þorsk. Þorskkvótinn er notaður sem aðgangur að öðrum tegundum og er nú orðinn nánast sem meðafli. Þess vegna hefur þorskurinn óáreittur fengið að éta upp rækjuna, loðnuna og sandsílið e.t.v. líka, en ekki nýst okkur vegna þess hve staðbundinn hann er á uppeldistímanum.
Nú sem aldrei fyrr þarf að ræða vistfræði, samhengið í náttúrunni, og hætta að einblína á ofveiði. Hvernig væri að gefa þorskveiðar frjálsar um tíma á stórum svæðum fyrir N-landi og sjá hvað gerist?
Ég stakk upp á þessu við ráðherra 2001 en því var ekki gefinn gaumur, ekki einu sinni tekið til umræðu. Það má ekki rugga (kvóta) bátnum.
Stór, Stærri, Stæðstur
Beðið meðan verið er að dæla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Vinir Loðnunar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. febrúar 2008
Byrjaðir í túr 3.
jæja, þá er sjálfsagt síðasti loðnutúrinn á þessari vertíð hafinn, og kanski sá síðasti í einhvern tíma, maður veit aldrei. en við vorum mættir hérna um níu leitið í gærkvöldi og köstuðum í góða lóðningu.
Fengum gott kast sem að ætti að duga okkur fram á morgundaginn, einnig gáfum við guðmundi ve einhvern slatta. Erum að frysta á japana eins og er og vonandi verður hægt að halda því áfram. þetta var mestmegnis kerling og hrogna fylling 18%.´
kv.strákarnir á allanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Góðar og slæmar fréttir
Jæja sælt og guð blessað veri fólkið við skulum þá byrja á góðu fréttunum við köstuðum nóta druslunni 3 í morgun og höfðum upp úr því 200 tonn sem að dugar langleiðina til að fylla frystilestina þyrftum smá skaufa í viðbót erum að rembast eins og rjúpa við staurinn við að massa þetta niður. En þá eru það slæmu fréttirnar að það séu ansi miklar líkur á því að loðnuveiðar verði bannaðar á morgun þetta er alveg hreint ÓÓÓÓÓÓÓÓtrúlegt að það skuli geta gerst að loðnuveiðar skuli kannski verða bannaðar og það á miðri vertíð,hvað skildu þessir himpi gimpi með öll sín háskólapróf hjá hafró vera virkilega að meina með þessu, ég meina það hefði einhvern tíman þótt vera Saga til næsta bæjar ef maður segðist hafa farið bara tvo já bara tvo loðnutúra á einni vertíð einn í Janúar og einn í febrúar hvar endar þetta eigilega .Ég bara veit það ekki
Kv frá ALLANUM
Jæja þá eru kallanir klárir Hallih og Tótti trausta
Og þá rennur hún út þessi elska kannski í síðasta sinn á þessari vertíð hver veitt
Kokkurinn alltaf klár við pottana
Og hér er ein mynd af þeim gamla
Halla fribb
Hér eru þeir Halli fribb og Kiddi Mellon eins og tveir ástar pungar
Og svo eru það aðal jaxlarnir Tótti og hallarni tveir Halli H og lási bauju pungur halli fribb
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 18. febrúar 2008
Smá fréttaskot
Smá fréttir þá er búið að massa niður 300 tonn í frystilestina bæði á rússann og mix fyrir Kínverjann á rétt rúmlega tveimur og hálfum sólarhring sem þykir bara allgott hér um borð vorum að enda við að draga litlu nótina við Stokksnesið en litlu var pumpað og loðnan kjaftfull af átu blessunin
En annars bara bestu kv frá Allanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 16. febrúar 2008
Jæja þá eru það Loðnufréttir
Jæja þá eru loksins komin tími á smá loðnufrettir eins og alþjóð veit að þá er enga loðnu að sjá í hafinu að sögn fróðra manna hjá hafró því hlítur, það að skjóta nokkuð sköku við að flestir bátar hér á miðunum eru að fá bara alveg fínustu köst og talsvert mikið að sjá.Af okkur er það annars að frétta að við köstuðum grunnótinni í gærmorgun með frekar litlum árangri en svo tóku kallar sig til og dustuðu rykið af stóra bleðlinum sem ekki hefur verið bleyt í svo lengi sem elstu menn muna,og viti men það var eins og við runna mælt það voru tæp 300tonn í og er verið að hamast við að frysta þessar miklu gersemar sem að eru víst í svo mikilli útrýmingarhættu að sögn þessara lærðu manna hjá Hafró En ANNARS BARA BESTU FRÉTTIR UR MOKINU
Því miður náðust ekki myndir af þaessum sjaldgæfa fisk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Afmæli afmæli landstim
Jæja jæja allt hefur enda, erum komnir á heim stím erum búnir að leita af okkur næstum allan grun um að það sé hægt að fiska meiri kolmunna í þessum túr og er því stefna sett á fjörðinn fagra og er áætlað að verða þar seint í nótt . En þá að aðal máli dagsins afmælisbarninu Agga úlf Guðna stýrimanni vestmanneyja undrið.Aldur hans er eitthvað á reiki en við höldum að hann sé tæplega fimmtugur eða rúmlega fertugur. en allavega innilega til hamingju með daginn Agnar úlfur frá strákunum á stýrivaktinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Frystilestin full
Jæja, Góðir hálsar til sjávar og sveita, frystilestin á Aðalsteini Jónssyni er full!!!
Já, það eru engar ýkjur, bátsmannsvaktin hafði það af að klára að fylla í kvöld og erum við á stýrimannsvaktinni þá byrjaðir að þrífa vinnsluna hátt og lágt, enda ekki vanþörf á.
Okkur vantar ennþá nokkuð hundruð tonn til að fylla grútarlestarnar og vonandi hefst það sem fyrst. Ef allt gengur að óskum þá ættum við að verða komnir til ástkæra Eskifjarðar fljótlega eftir helgi, en það er frekar löng sigling heim um 370 sjómílur (tæpir 700 kílómetrar)
Heyrst hefur að stefnan sé sett á loðnuveiðar, enda komin tími til að fara að veiða þessi kvikindi, engin spurning um að það blossi upp loðnuveiði um leið og Allin mætir á svæðið.
Hér eru nokkrar myndir af þrifum á vinnsludekki
Runólfur Ómar við það að takast á loft
Uppstilling fyrir myndatöku
Baaderinn að þykjast vera að gera eitthvað
Baddi Congo að spúla niðri
Haraldur hinn stóri að þrífa C bufferinn
Runninn í böndunum
Haraldur Friðbergsson að þrífa sorteringarmaskínuna
... Og búinn að flækja sig í böndunum.
Af hverju er þessi í pásu???
Verið að undirbúa sig undir skemmtilegheitin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 9. febrúar 2008
Hann er 17 ára í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 8. febrúar 2008
Já já
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Fréttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Dúllí dúllí dú
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Afmælisbarn dagsins í gær
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Já já
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Jamm og jæja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 2. febrúar 2008
Enn í fuglafyrði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Síðustu fréttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF