Leita í fréttum mbl.is

Þrjú fréttir

Í fréttum er þetta helst Bubbi Mortens hefur boðið Daða skipstjóraWhistling að taka með sér lagið og spila á kassagítar á nýri plötu sinni fuglafjardarblús eftir að hafa séð hann reyna fyrir sér í þættinum bandið hans Bubba alveg sattCool. En þá af fréttum á veiðum og vinnslu við erum komnir með ca.220ton í frystilest og gengur bara vel að frysta

kv frá Allanum  


Afmæli Aðalsteins Jónssonar

 

Alli

Aðalsteinn Jónsson fyrrverandi forstjóri og eigandi Eskju er 86 ára í dag. Óskum við í áhöfn Aðalsteins Jónsonar SU-11 honum hjartanlega til hamingju með daginn og óskum honum alls hins besta.

 

Látum við fylgja með smá ágrip sem fengið var af vef Eskju hf. www.eskja.is 

 

Á seinni hluta 6. áratugarins hafði rekstur Eskju hf. gengið erfiðlega, og leiddi það til þess að tveir aðilar komu með nýtt hlutafé inn í félagið árið 1960, þeir bræður Aðalsteinn og Kristinn Jónssynir, og eignuðust 2/3 hlutafjár í félaginu, og tóku við stjórn þess. Ingólfur Hallgrímsson sem verið hafði framkvæmdastjóri félagsins frá 1949 lét af störfum. Aðalsteinn Jónsson tók þá við starfi forstjóra og Kristinn varð stjórnarformaður. Það er ekki ofsögum sagt að forstjóratíð Aðalsteins hafi verið tími mikillar uppbyggingar hjá fyrirtækinu þar sem kjarkur og áræði eldhugans breyttu nánast gjaldþrota félagi sem aðeins átti frystihús í fjörukambinum á Eskifirði, í eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með fjölbreytta og sterka starfsemi. Aðalsteinn gegndi forstjórastarfinu tiláramóta 2000/2001 eða alls í 40 ár sem án vafa eru mestu uppgangsár í sögu Eskifjarðar og enginn efast um að af öðrum ólöstuðum er þáttur Aðalsteins þar stærstur. Við starfi Aðalsteins sem forstjóri tók Elfar Aðalsteinsson, en hann var áður framkvæmdastjóri Fiskimiða hf.


Loksins, loksins,

Jæja, mikið var segja sjálfsagt sumir. En dömur mínar og herrar örfáar myndir hafa verið settar inn á þetta víðfræga blogg okkar hér á Aðalsteini Jónssyni.

En þá að öðru, þá gengur bara nokkuð vel að frysta og í þessum pikkuðum orðum eru komin um 115 tonn niður, og fréttir herma að það sé bara ágætis fiskirí.

Látum nokkrar myndir fylgja með en hægt er að skoða fleiri í myndaalbúmi hér 

 

Lolli að fylla á kassavélina

Lolli, stjórnandi hinna frábæru stýrimannavaktar.

 

Kvikindin að renna niður

Svona líta gersemarnar út. 

 

Halli

Haraldur matsmaður.

 

 


Stuttar fréttir

Góóóóðan daaaaaaginn eins og einn góður áhafnarmeðlimur hér um borð myndi orða það. En þá að máli málanna,starfsmannasjóðnum nei ég meina  veiðum og vinnslu við létum trollið fara um eitt í nótt og höluðum eftir  ca 5 tíma  140ton  af sæmilegum kolmunna  sem  nú er  unnið  hörðum  höndum  að  frysta  undir  stjórn  hinns goðsagnakenda lolla stýrimanns

kv frá allanum 


Fyrsta hal

Jæja þá er vinnslan komin á fullan sving, köstuðum í morgun um sex leytið og hífðum um tíu leitið 200 ton af þessum líka ágæta kolmunna(mætti þó vera aðeins stærri)  sem við erum að frysta núna

En annars bara allt það besta kv strákarnir á Allanum 


Farnir á miðin

Sælt veri fólkið.

Þá er komið að þveim stórmerkilega atburði að landfestar voru leistar í morgun eftir að menn höfðu farið í messu hjá philadelfíu söfnuðnum.

Landlegan var áfallalaus hjá okkur flestum, enginn í fangageymslum eða neitt þaðan af verra. 

Við stefnum hraðbyr suður á bóginn eða þar sem að við vorum að glamra í síðasta túr. Veður spáin er svona upp og ofan, kaldafýla eða logn til skiptis.

kv.strákarnir á allanum.


Ennþá í fuglafyrði.

Við vorum vaktir í morgun til að færa og hugsanlega að fara út á sjó. Ákveðið var að fara ekki úr höfn eins og staðan er í dag. Ekkert hefur verið ákveðið en veðurspáin er ekki góg næstu daga.

Það er ekki amalegt þar sem að það er víst kántrýball í höllinni í kvöld, með hinum sívinsælu "TWILIGHT" frá færeyjum. það er aldrei að vita nema að skipshljómsveitin mæti og nái sér í einhverja slagara í "gigg" möppuna.

kv.strákarnir á allanum.


Síðustu tonnin

Núna fer að líða á seinni hlutann á þessum túr. erum að dæla úr fullum sekk, veit ekki hversu mikið er í en kem með upplæysingar og hugsanlega myndir í fyrramálið. komin niður einhver 430 tonn og góður slatti í bræðslu. Eigum löndun á miðvikudag í fuglafyrði og svo er það frost á fimmtudaginn í thorshavn city.

kv.strákarnir á allanum.


Loksins!!!!!

Já sæll.....

Eigum við eitthvað að ræða þetta...., við vorum að hala ein 180 tonn af eðal kolmuna, 25+, eftir 10 klst tog. Jón Kjartansson er að hífa einhver 500t+ eftir 22 klst. hann er þá kominn með einhver 1700t.(Það er mjög gott að annað kompanískipið hali eitthvað inn á bókinaWink) Það er eitthvað að sjá af honum og er að dreyfast yfir á stærra svæði, lóðið er ekkert sérstakt en það er að gefa bara mjög gott.

Það má segja það að við höfum ekki verið sólarmeginn í þessum túr en þetta er allt á réttri leið hjá okkur drengjunum. Ef að þetta heldur áfram svona er líklegt að við gætum verið búnir að setja í hann á mánudaginn.

Yfir og út.

kv.strákarnir á aðalsteini. 


Ekkert að frétta.

Sökum andleisis hjá yfir bloggara, er langt síðan að eitthvað var sett niður á bloggið.

Við erum búnir að keyra um og leita alveg heilan hellin með littlum árangri, hífðum í dag einhverja 80 rúmmetra í rósagarðinum, fréttum af jóni kjartansyni syðst í færeyesku lögsögunni, hann var víst að hífa 500 tonn í dag, hún klikkar ekki sú gamla, og erum við á hraðri siglingu suður eftir í alveg spænu vittlausu veðri. við verðum þar eftir +/- sólahring. vonandi verður það okkur til fjár en þessi túr er alveg að detta í það að verða bara nokkuð leiðinlegur.

En við fengum góðar fréttir í dag af dollaranum, en hann er víst að hækka nokkuð þessa dagana, verður sjálfsagt orðinn svimandi hár þegar að við lokksins verðum búnir að fylla skútuna.

já, ég hef ekkert meira að segja, vil minna aðra áhafna meðlimi á það að þeir mættu setja svona eina og eina línu hérna inn, bara svona að stinga uppá tilbreitingu frá kojunniSleeping.

kv.strákarnir á allanum. 


Takið eftir,takið eftir!

Áhöfnin á Aðalsteini Jónssyni auglýsir eftir kolmuna, hann er ljótur og illa lyktandi, 25-30cm á lengd. Sýðast sást til hans í stórum torfum 130 sml. suður af færeyjum á hraðri suður leið. Vitni sáu hann læðast yfir landhelgislínu Írlands og heirði á...

Kolmuni

Já fljótt skipast veður í lofti og langt til barðastrandasýslu...... Eftir að löndun lauk var ákveðið að fara á síld og mæta morguninn eftir til að gera klárt á hana, þegar lagt var í hann var svo ákveðið að fara á kolmuna suður við færeyjar, en frændur...

Á leið til löndunar

Nú erum við lagðir á stað til heimahafnar með aflann, erum að klára að vinna síðan taka við þrif og fínerseríng á tækjum og tólum. það hefur verið fínasti gangur í vinnslunni enda samhentur hópar þar á ferð. höfum verið að læra bendingar að hætti...

400 Tonn

Á miðnætti voru komin 398,9 tonn í fristilestina þannig að við förum að smella í 400 tonnin. erum enn að toga en það á að taka einhverjar pöddur til að landa í mjöl og lýsis verksmiðju eskju. Við eigum löndun á fimmtudagsmorgun, á eskifirði. Jón...

Jólahlaðborð.

Áhöfnin á aðalsteini mætti á laugardaginn var, í jólahlaðborð á hótel kea. Var mæting góð og samdóma álit allra að vel hefði heppnast til. Ástands manna var almennt gott en heilsa manna var ekki uppá marga fiska daginn eftir og eru sumir enn að súpa...

Jólafrí.

Já góðir landsmenn til sjávar og sveita, Aðalsteinn Jónsson su11 lagðist að bryggju rétt fyrir hádegi í gærmorgun og var trollið tekið í land, en við slitum fótreipið í túrnum. löndun hófst um 13:00 og var lokið um miðnætti. Áhöfnin mætti svo í morgun...

Enn eitt metið.

Jæja það var aldeilis handagangur í öskjunni í nótt hjá bátsmannsvaktinni, en þeir mössuðu niður einum 37 tonnum á vaktinni.ið á stýrimannsvaktinni óskum þeim til hamingju með árangurinn. En niður í frystilest eru komin rúm 430 tonn og stittist í að við...

Það eru ekki alltaf jólin

Góðan og blessaðan daginn. Af okkur er það að frétta að við urðum hráefnislausir hérna snemma í morgun, það var gripið til þess ráðs að hífa trollið þó svo að aðeins eitt ljós væri komið. Aflinn var svo eftir því, aðeins 20 tonn. En það eru nú ekki...

Blússandi gangur í vinnslunni

Já góðir lesendur það hefur mikið gengið á í vinnslunni, niður í lest eru kominn ein 333 tonns en við urðum hráefnislausir seinni partinn í dag. Í morgun fóru niður 32,5 tonn með afhrímingu á einu tæki og var alveg svakalegt rennsli eftir hádegi þar til...

Hálfnað verk þá hafið er!

Jæja góðir landsmenn, nú er frystilestin u.þ.b að verða hálf, og gengur bara vel að frysta þennan eðalfisk. Fiskiríið mætti vera betra svo hægt væri að fá eitthvað hráefni fyrir bræðsluna góðu í landi. En svona er þetta, það eru ekki alltaf jólin á þessu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband