Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Frystilestin sigruð!

Já, fristilestin fylltist í gærkveldi og lágu heil 297.850 kg. búið að þrífa vinnsluna og nú er ekkert annað en að svampa í sig í bræðsluna, en við erum komnir með cr.800 tonn í bræðslu s.s hálfnaðir. fengum ágætis hol í gærkveldi eða rml.300 tonn en ekki vildi sá blettur gefa meira. slitum leisi í vængjunum þegar að verið var að hífa í skíta kalda og voru drengirnir ekki lengi að koma því samn í nótt. Við vorum að kasta trollinu og er útlitið ekkert alltof gott, leiðinda veður er einnig 20 m/s og alveg hauga sjór.

Það er s.s. ekkert að frétta af mannskapnum, þannig að þetta mun ekki verða lengra að sinni.

kv.strákarnir á allanum. 


Blússandi gangur í fabrikkunni.

Jæa góðir hálsar, það gengur vel að frysta aflann eftir að kassavélin komst í gang, en loftkerfið var fullta af vatni og fyllti allar leiðslur í kassavélinni þannig að það þurfti að tæma þ´r og hreynsa, eftir það er búið að ganga mjog vel, það er búyið að frysta einhver 80 tonn á 18 klst meðþessu brasi og vonadi erum við búnir með bilunar skammtinn í þessum túr.

veiðarna ganga hinsvegar ekki alveg nógu vel en við erum ekki enn búnir að hífa frá því að við köstuðum kl. 6 í morgun. einungis tveir nemar og ekki nógu gott útlit.

kv. strákarnir á allanum. 


Vinnslan komin af stað

Núna um miðnætti þá hífðum við fyrsta hol í þessum túr ekki var aflinn mikill, en nóg til að starta vinnslu sem er fyrir öllu að koma í gang og ljúka sem fyrst, þannig að starfsmenn í vinnslu getið slappað af etir að frystilestinn er full, sem áætlað er að verði kl 22:47 á sunnudagskvöld

En annars er allt gott að frétta. Við fréttum að aprílgabbið okkar hafi heppnast með ágætum, allavega hringdu einhverjar eiginkvensur og spurðu út í uppsögnina sem eiginmenn hefðu láðst að nefna við þær. 

 Kveðja af allanum

 

 


1.apríl gabb.

Já góðir lesendur, skipið er ekki á sölu og er ekki á leiðinni þangað og verður vonandi ekki gert í framtíðinni.

við erum loksins lagðir á stað til veiða eftir sannkallaða maraþon löndun, en það tók ekki nema 36 klst að landa í bræðsluna og svo 14 klst til viðbótar í frost, þetta er ekki alveg að gera sig. við þurftum svo a' taka bæði trollin um borð, en þau voru í klössun hjá meistara stefáni og kalla búa.

skipt var um áhöfn eins og hún lagði sig, eða svona næstum því og eru menn þessvegna alveg gífurlega hressir, á leiðinni á miðin ætlar dalvíkur tröllið hann kiddi mellon að bjóða upp á nýjustu hasar myndirnar í littla bíó salnum, verður dagskráin auglíst síðar í dag. Einnig á að halda hagirðingakvöld til að velja vísu á 2008 árgangin af hynum mjúka miði "Eðal bjór", sem að stendur til að verði pantaður fyrir sjómannadaginn þetta árið.

en meira seinna.

kv. strákarnir á allanum. 


Aðalsteinn seldur.

 

Aðalsteinn jónsson su 11 hefur verið seldur til noregs. söluverð er ekki gefið upp.

Áhöfnin fékk uppsagnarbréf í dag þar sem að henni er tilkynnt það að skipið hafi verið selt til noregs og verður afhent nýjum eigendum 1.júní á þessu ári.  Ekki má greina frá kaupendum að svo stöddu og kaupverð er ekki gefið upp. kemur þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir áhafnameðlimi og svartsýni í mörgum.

 

kv.atvinnuleisingjarnir.

 

 


Á leiðinni í land

Jæja ágætu áhugamenn um bloggsíðuna okkar,

Fyrst viljum við biðjast afsökunar á bloggleysi þennan túrinn, en það helgast fyrst og fremst af mjög svo lélegu netsambandi þarna niðurfrá á hinu margrómaða Rockal-svæði. (einnig spilar sjálfst svolítið inn í, leti í áhafnarmeðlimun þar sem ekki er búinn að vera nein vinnsla síðustu daga og menn nenna ekki að vera að þvælast fram í vinnslu eða upp í brú til að blogga.  Þetta stendur samt allt til bóta þar sem búið er (fyrir lifandis löngu) að lofa tölvu í setustofuna hjá okkur og vonandi að menn verði iðnari við bloggskriftir, þegar hún kemur loksins. 

En þá að máli málanna, við erum semsagt á leiðinni í land og áætlum að verða inni á Eskifirði milli 12 og 6 aðfaranótt sunnudags, en nánari tímasetning verður birt þegar nær dregur landi.  Það spáir skítabrælu á okkur á morgun þannig að þetta getur allt breyst.

Við erum með fulla frystilest af eðalsvartkjaft eða rétt tæp 300 tonn, sem við lukum við að fylla á  mánudaginn síðasta og erum síðan búnir að vera að sanka að okkur í grútarlestarnar. Það tókst að lokum að fylla þær (nánast) síðustu nótt og gátum við þá lagt af stað heim í fjörðinn fagra.

og það eru nýar myndir í albúminu Kolmunni 2008

ps. settum inn smá æfingaprógram hér fyrir neðan fyrir Ómar, gott fyrir hann að æfa sig í að bakka í stæði fyrir sumarið...

Loðnu slútt

Jæja þá er loðnuveiðum okkar á allanum að ljúka þetta árið,erum á heimleið í fjörðinn fagra þar sem áætlað er að landa loðnu í bræðslu kl:1700 á staðartíma og svo uppfrá því að klara að frysta þennan blessaða hæng fyrir Pútín og hans félaga í austri . svo verður  stefnan sett í suður á hið óviðjafnanlega hafsvæði hatton rockall þar sem moka skal upp kolmunna í miklu magni. En svona til þess að kveðja þessa blessuðu loðnuvertíð þá settum við inn nokkrar myndir þángað til næst kv frá allanum

 

 

 

 

 

MýrdalsjökullHuginn að gefa okkur loðnuAggi og DaðiHöfðingjarnir á Huginn VEAllt á fulluÍvar og Danni í hringjunumNiðurleggjarinnDaði að plokka hringinga afNótin að renna útÍ kassanum

 


Endir á loðnuvertíð

Jæja, þá er loðnuvertíðin á þessu ári að renna sitt síðasta og erum við hættir á veiðum.  Gekk alveg þokkalega hjá okkur, svona miðað við hvernig þetta leit allt út fyrir nokkrum vikum.  Köstuðum nokkrum sinnum í gær og fengum um 100 tonn gefins frá Huginn VE, og þökkum við þeim kærlega fyrir.  Frystingin er á fullu og vantar okkur um 50 tonn í frystilestina.  Sennilegast löndum við úr henni og skellum okkur síðan út á fjörð aftur að frysta það sem er í tönkunum.

Meira er ekki í fréttum að sinni

 

Huginn að gefa okkur loðnu

 Huginn VE að gefa okkur um 100 tonn

 

Allt á fullu

 Strákarnir í kassanum

 

Vestmannaeyjar í baksýn

 Nótin dregin og Vestmannaeyjar í baksín

 

Daði að plokka hringinga af

 Daði að draga nótina

 

 Sölvi, Ívar og Stjáni

 

Aggi og Baddi

 Aggi og Baddi

 

3 að bíða eftir að flautað verði

 Halli, Þórhallur og Rambó

 

Höfðingjarnir á Huginn VE

Og ein af Kolla og félaugum á Huginn, enda gríðalega "myndarlegi" menn.

 

Fleiri myndir hérna 

 


Afmæliskveðjur frá sólarlandafaranum.

Góðan daginn, í dag er merkilegur dagur, en hann Haraldur Harðarson er 34 ára í dag að ég held. En hann er yfir matsmaður um borð. Hann á líka flottasta touringinn á landinu, sem að hann fékk fyrir spottprís.  Hann mun að öllum líkindum bjóða uppá pylsur í matinn í hádeginu að hætti danna pólska.

kv.úr flugstöðinni.Halli


Á landleið

Já nu erum við lagðir af stað í land. Ættum að vera inná firði í kvöld. Við köstuðum druslunni tvisvar í gær og fengum mjög gott í báðum köstum, svo fengum við gefins frá Sighvati VE og svo gáfum við Hoffellinu ca. 250 tonn, en þeir urðu fyrir því áfalli að sprengja nótina hjá sér og urðum við að koma þeim til hjálpar. Dagurinn í gær var ekki alveg áfallalaus, við lentum í því að tromlan á flokkaranum brotnaði og þurfti að sjóða í hana, var þá yfirvelstjórinn ræstur í verkið til að aðstoða menn í þessu brasi, voru þá menn snöggir til með kaffibollann því hann byrjar ekki daginn án hans. Þeir áttu ekki í vandræðum með þetta og voru snöggir að því. Þegar þegar buið var að kippa þessu í lag þá kom einhver tregða í frystitækin hjá okkur, en menn eru nu að verða pínu sjóaðir í þeim málum og voru ekki lengi að redda því. Nu svo þegar við vorum að byrja dælingu í gær þá fór glussaslanga í dælunni og þurfti  að skipta um hana í hvelli og lögðust allir á eitt með það. En til gamans má geta þess að Lolla var buið að dreyma mjög illa nóttina á undan og talaði mikið um það að það yrði eitthvað bras, en til mikillar lukku svaf hann mjög vel í nótt og hefur ekkert bilað ennþá hehe. Það gengur því vel í vinnslunni nuna og eru komnir 16 þús kassar niður og er Runólfur einkar jákvæður í dag um gott gengi í vinnslunni. Sendum við svo bara bestu kveðju í land til þeirra sem vilja, þeir sem ekki vilja geta bara átt sig Grin

 

 

 

 

runni
Erum aldrei þreyttir að birta myndir af Runna kyntrölli


« Fyrri síða | Næsta síða »

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband