Leita í fréttum mbl.is

Á leiðinni í land

Jæja ágætu áhugamenn um bloggsíðuna okkar,

Fyrst viljum við biðjast afsökunar á bloggleysi þennan túrinn, en það helgast fyrst og fremst af mjög svo lélegu netsambandi þarna niðurfrá á hinu margrómaða Rockal-svæði. (einnig spilar sjálfst svolítið inn í, leti í áhafnarmeðlimun þar sem ekki er búinn að vera nein vinnsla síðustu daga og menn nenna ekki að vera að þvælast fram í vinnslu eða upp í brú til að blogga.  Þetta stendur samt allt til bóta þar sem búið er (fyrir lifandis löngu) að lofa tölvu í setustofuna hjá okkur og vonandi að menn verði iðnari við bloggskriftir, þegar hún kemur loksins. 

En þá að máli málanna, við erum semsagt á leiðinni í land og áætlum að verða inni á Eskifirði milli 12 og 6 aðfaranótt sunnudags, en nánari tímasetning verður birt þegar nær dregur landi.  Það spáir skítabrælu á okkur á morgun þannig að þetta getur allt breyst.

Við erum með fulla frystilest af eðalsvartkjaft eða rétt tæp 300 tonn, sem við lukum við að fylla á  mánudaginn síðasta og erum síðan búnir að vera að sanka að okkur í grútarlestarnar. Það tókst að lokum að fylla þær (nánast) síðustu nótt og gátum við þá lagt af stað heim í fjörðinn fagra.

og það eru nýar myndir í albúminu Kolmunni 2008

ps. settum inn smá æfingaprógram hér fyrir neðan fyrir Ómar, gott fyrir hann að æfa sig í að bakka í stæði fyrir sumarið...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er mikill áhugamaður um bloggið, allavega þennan túrinn

Ég óska ykkur bara góðrar ferðar heim og bíð spennt eftir að sjá veðurbarna sanníslenska karlmenn stíga í land vúhú!

Kveðja af héraði og sérstök kveðja til Halla afa ,

Sigrún og Hilmir

Sigrún Hólm (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 22:03

2 identicon

já strákar það er gott að þetta hafðist hjá ykkur gangi ykkur allt í haginn kveðja Gummi

Gummi Vals (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband