Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 12. júní 2011
Fyrsti túr eftir sjómannadag.
Bada bing bada búmm.
Hausaveiðararnir á Aðalsteini eru núna staddir eins og svo oft áður nálægt frændum okkar Færeyjingum og erum við í þessum töluðu orðum að búa til gæðavöru sem samanstendur af síld og makríl. Bleyðan hefur verið að gefa af sér og fiskast vel í trollið. Aflatölur standa eitthvað nálægt 300 tonnum af frosnum afurðum.
Sjómannadeginum er nýaflokið og létum við að sjálfsögðu okkur ekki vanta í siglinguna þetta árið enda væri þetta varla sigling án flaggskipsins. Skipið kom nýmálað og flott í fjörðinn nokkrum klukkustundum áður en haldið var. Var hann í makeover mánuði á Akureyri og hefur hann aldrei litið betur út.
Talandi um makeover þá skartaði okkar elskulegi skipstjóri svakalegri múnderingu í siglingunni en þetta var forlát leðurskyrta saumuð úr sauðnautaleðri frá Síberíu. Skyrta þessi vakti mikla lukku hjá undirrituðum og fær Daði fjöður í hattinn fyrir hana. :)
Baldur (M) Einarsson gerði gott mót þessa helgi og sett hann heimsmet í baujukasti við gríðarleg fagnaðarlæti áhorfenda. Haraldi Harðar gekk hinsvegar ekki jafnvel og þurfti hann að láta í nammipokann fyrir Reyðarfjarðarrakettunni í þetta skipti.
Að gefnu tilefni þá vil ég láta þá heyra það sem kepptu fyrir hönd áhafnarinnar í kappróðrinum þetta árið og þurfa þeir að taka sig í alvarlega naflaskoðun eftir afhroð síðustu keppni. Töpuðu þeir í enn eitt skiptið fyrir ellilífeyrirsöldungunum frá Jóni Kjartanssyni enn eitt árið en ekkert mannlegt afl virðist geta stöðvað þá. Í fhópíþróttagreinum ganga menn kaupum og sölum og erum við búnir að taka eftir því að það þarf eitthvað að hrista uppí byrjunarliðinu. Erum við þessvegna að undirbúa transfer á þeirra helsta manni Óðni Leifssyni og er hann með okkur núna um borð og er umboðsmaður okkar Sævar hinn Rauði að reyna allt hvað hann getur til að fá hann annaðhvort með okkur í lið næsta ár eða gera sér upp einhversskonar meiðsli svo hann geti ekki tekið þátt á næsta ári.
Árshátið Eskju tókst vel upp heyrði ég og fór Freyr Eyjólfsson víst á kostum sem veislustjóri en senuþjófur kvöldsins var Snorri á mel sem átti góða innkomu og hvatti fólk til dáða í drykkju.
Pappakassi helgarinnar var Pétur Kristinnson sem ákvað það að í stað þess að skella sér á dansleik þá fannst honum það vera betri hugmynd að loka sig inní sumarbúðstað og spila fjögurra manna lúdó. hann heiðraði Eskfirðinga reyndar með nærveru sinni á sunnudeginum og tókst honum að halda andliti með þeirri heimsókn.
Nýr baadermaður er í starfskynningu hjá okkur og er það stáltillinn Einar. Með honum á vakt er annar maður úr stáli betur þekktur sem stálmúsin. Runólfur Ómar kemur mjög ferskur úr fríinu og reytir af sér brandarana svo mikið að Brandara-Baldur er farinn að taka niður punkta.
Talandi um brandara þá veit ég ekki hvort ég hef sagt ykkur frá því að ég hef í hug að gefa út 2 bækur í nánustu framtíð. Önnur er "Brandarabók Baldurs" og hef ég verið að safna í hana frá því ég byrjaði hér um borð. Hin er hin víðfræga "Flækju-bók" sem allir sjómenn hafa heyrt um en enginn lesið. Er ég þessa stundina ú upplýsingasöfnum um hnúta og óhnúta og tek ég gjarnan við ráðum heldri og reyndari manna í þessum málum. Reyndar hefur það komið til tals að það lesi enginn bækur í dag og þá er einnig spurning um að gefa út þessi öndvegisrit á stafrænu formi sem iphone application.
Ársæll Hersteinn skartar nýrri hárgreiðslu þessa dagana og fékk hann innblástur frá Essunum þrem (Sölvi, Stjáni og Sæsi) með útfærslu sína á nýja lubbanum.
Þó svo að sumarið sé ekki komið á Íslandi þá er vor í pungnum á Færeyjum því að menn fara varla útá dekk án þess að koma bruna brúnir og sveittir inn aftur. Þetta er eitthvað sem við Íslendingar ættum að taka til fyrirmyndar hjá frænum okkar og fara að byrja sumarið almennilega áður en að tjald, felli og hjólhýsin fara að ryðga föst í skúrunum.
Maður vaktarinnar so far. Allavegna sá sem ég fæ mestan innblástur að skrifa um þessa dagana er klárlega Baldur. Ég tók eftir nokkru athyglisverðu um þann ágæta mann um daginn. þannig er mál með vexti að Baldur leysir mig af í lestinni á hverri vakt og núna seinast þegar að ég var að klæða mig úr gallanum þá sá ég vettlingana hans. Þetta eru nú ósköp venjulegir vettlingar fyrir utan það vegna stærðar þeirra gætu þeir notast sem júgur hulstur ef þannig lægi við. Baldur merkir vettlingana sína "B.E". Fyrir þá sem ekki vita þá heitir hann hvorki meira né minna en þremur nöfnum og fannst mér þetta einkennilegt að hann skyldi bara nota tvo stafi til að merkja þá enda ritpláss ekki af skornum skammti. Fór ég í smá rannsóknarvinnu og þar sem að ég er ekki bara með eindæmum myndarlegur heldur líka áhugasálfræðingur komst ég að því að hann er haldinn svokallaðri "Nomatophobia" en það er sjúklegur og órrökstuddu hræðsla við nöfn. Ekki nóg með það að hann sé með þessa fóbíu þá er hann líka haldinn svokallaðri "Milli nafna maníu" hef ég gríðarlegar áhyggjur af þessu ástandi og biðla ég núna til allra þeirra sem "vettlingi" geta valdið að hjálpa mér í átaki þessu. Hugmyndin er að hafa átakið nafnlaust enda vil ég ekki fyrir mitt litla líf styggja þennan tveggja metra mann.
Sjoppustjórnin er ekki að gera góða hluti þessa dagana og hef ég verið að fá kvartanir úr öllum áttum vegna lélegs úrvals. Ég er enþá að bíða eftir starfsmannafélags visa kortinu enda er ég nýbúinn að kaupa mér íbúð og vantar hitt og þetta í búið.
Búið er að setja upp tippkeppni fyrir evrópumót U-21 landsliðsins í fótbolta og þykir Daníel Lecki sigurstranglegastur enda sér hann um að fylla inn úrslit og er til alls líklegur í þeim efnum. Daníel sigraði einmitt dorgveiðikeppni sjómannadagsins með yfirburðum þriðja árið í röð enda veiðimaður mikill. Hann er einmitt nýlega kominn með skotleyfi og má búast við rýrnun á rjúpna og gæsastofninum á Íslandi.
Ný tækni er að ryðja sér rúm en það er snjallsímatæknin. Ingi er núna búinn að tengja símann sinn við myndavél sem fylgist með hvort að það vanti fisk í tvö kör á neðsta millidekki. Sparar þetta mönnum mörg fótsporin og næsta skref hjá honum er að fá myndavél tengda við Runólf og Einar svo hann geti fylgst með þeim í rauntíma.
Þangað til næst.
Aðalsteinn Jónsson SU 11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. apríl 2011
Gimme sexý
Góðan daginn, kvöldið eða hvaða tími sem er.
Fríðasta áhöfn flotans er núna stödd við Færeyjar að klára seinasta kolmunatúrinn á þessu ári. Eftir að túr líkur munum við svo keyra bátnum í land þar sem vel valdir iðnaðarmenn og smurapar munu sinna viðhaldi og öðrum ákallandi verkefnum.
Veiði hefur verið góð á miðunum og erum við þessa stundina heim á leið í fjörðinn fagra þar sem draumar rætast á degi hverjum. Helsta skúbbið þessa stundina er það að Sævar hinn rauði er búinn að kaupa miða í forsölu á átrúnaðargoðið sitt Haffa Haff sem mun leika fyrir dansi í Valhöll á Eskifirði næsta föstudag, búast má við að föstudagurinn langi verði sérstaklega langur fyrir hann Sæsa enda er hann þegar farinn að telja niður og má heyra hann raula "Gimme sexy" öllum stundum.
Ný róðrarvél hefur verið tekin í gagnið í sjúkra og líkamsrækarsalnum eða fjósinu eins og það er stundum kallað. Vél þessi á að tryggja okkur góðan árangur í kappróðrarkeppninni um sjómannadagshelgina. Þori ég núna að fullyrða að Aðalsteinn Jónsson mun hrósa sigri og koma með bikarinn um borð. Daníel kokkur er þegar farinn að hliðra til í borðsalnum til að gera ráð fyrir dollunni.
Annar undirbúningur er hafinn fyrir sjómannadaginn og er það ölið sem við höfum pantað árlega fyrir þessa stærstu helgi Eskifjarðar. Undirritaður er í sjoppustjórn og mun ég sjá til þess að "Kalda-klúðrið" muni ekki endurtaka sig. Vill ég minna þá á sem ætla að fá bjór að hafa samband við Heiðar, Daníel eða Ómar og leggja inn pöntun, einnig er blað í borðsalnum ef menn eiga leið hjá.
Menn finna sér nýtt áhugamál í túr hverjum og í þetta sinn er það skákin sem hefur tekið öll völd, tefla menn nú net-skákir innbyrðis. **Ómar þú hefur ekki enn tekið áskorunn minni, hvítur á leik**
Mikill ballspenningur er í mönnum og er partý hjá Davíð (hann býr í skammadal 1, vinstra megin) þar munu Davíð og Kiddi Mellon taka á móti gestum og gangandi :)
Þangað til næst.
Kv. Allinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. mars 2011
Gólandi glæpamenn
Jæja tíkurnar mínar.Skipið er núna að sigla um hafsvæðið sem að guð gleymdi og skrattinn gaf skít í.Rockhall við Írland.Þetta hófst með miklum látum, brælu á útleiðinni og eftir um það bil tveggja sólarhringa siglingu tókum við frábært hol en eftir það hefur ljóti frændi þorsksins kolmuninn eitthvað látið minna á sér kræla.
Við erum að vona að við séum núna búnir að dýfa trollinu í síðasta skipti en það er ekkert víst í þessum bransa.En nóg af veiðivæli og færum okkur yfir í léttara hjal.
Vélstjórarnir voru ræstir á vaktaskiptum um daginn og var þeim skipað að fara í reykköfunargalla eftir að grunur lék að ammoníak myndi leka um íbúðargangana. Þór fór eftir neyðaráætlun og fór í fullum herklæðum á neðstu hæð og bjóst við öllu versta. Kom þá í ljós að Magnús Spíritus hafi verið að raka sig og hafi farið heldur óvarlega með rakspírann.
Enn eitt félagið hefur tekið til starfa en það er tölvuleikjaklúbburinn Lan-lan en þeir Heiðar, Aggi, Davíð, Pétur og Sölvi etja nú kappi hvor við annan í herkænsku og ævintýraleiknum Warcraft. Setja þeir markið hátt og stefna á sigur á Skjálfta 2011 en Skjálfti er íslandsmeistaramót tölvuleikjanörda sem haldið er í Laugardagshöll einu sinni á ári.Reyndar hefur Sölvi dregið sig úr keppni sökum lélegs árangurs enda tapsár með eindæmum.
Nýji Baaderinn Tóti hefur srax fengið nýtt gælunafn og vill hann ekki láta kalla sig neitt annað en Spiderman. Gælunafn þetta er tilkomið eftir að honum tókst að líma sig við veggi og loft í brælunni í byrjun túrs.
Nokkrir af bátsmannsvaktinni eru að undirbúa sig fyrir krabbaveiðivertíð við Alaska næsta sumar ef að svo skyldi fara að makríl veiðar yrðu bannaðar. Þeir Baddi, Dabbi og Kiddi liggja núna yfir krabbaveiðihermi á frívöktunum. Ekki hef ég fréttir af fiskerí en ef ég ætti að giska myndi ég skjóta á að Kiddi væri aflahæstur af þeim félögunum.
Hafsteinn yfirvélstjóri hefur í samstarfi við kokkinn ákveðið nýja matarstefnu fyrir áhöfnina, ekki verður lengur notast við hefðbundna fæðu eins og hefur verið heldur verður allt fóður héðan í frá malað niður og bensínbætt áður en því er tappað í flöskur. Hver áhafnarmeðlimur hefur nú aðgang á 4 flöskum á dag til að halda sér gangandi. Fóðurdrykkur þessi hefur fengið vinnuheitið "Elds-meti" og ku innihalda 9000 kkal og 99 oct.
Ofurmáninn var um daginn í allri sinni dýrð undirritaður missti reyndar af honum sökum tímabundins skýjafars en það stoppaði mig ekki frá því að fara fremst uppá bakka og spangóla. Búist er við meira spangóli fyrir norðan um helgina þar sem að ég mun flytja mig tímabundið á heimili óðalsbóndans Kristinn Helga og vera þar í velllystingum í einhverja daga. Kristinn mun þar taka mig í skoðunarferð um svæðið ásamt fleiri góðum uppákomum.
****Að gefnu tilefni lýsi ég eftir forlátu munntóbakssprautunni minni sem hvarf í þar seinasta túr uppí borðsal og hefur ekki sést síðan. Hef ég haft samband við greiningardeild Interpol og hafa þeir sent mér lista yfir grunaða og er hann svo hljóðandi.
Nr. 1. Daði Þorsteinsson: Daði er annálaður flakkaraþjófur og þótt hann taki ekki í vörina hefur hann lengi dáðst að smíði þessa grips.
Nr. 2. Kristján Örn Kristjánsson: Stjáni er einnig þekktur tóbaksþjófur og þótt hann hafi ekki verið um borð í þessum túr er ekki hægt að afskrifa hann.Nr. 3.
Þórarinn Traustason: Tóti hjálpaði mér að finna hana seinast þegar að ég týndi henni en Interpol telur að það gæti hugsanlega verið til að afvegaleiða mig.Nr. 4.
Heiðar Guðnason: Mögulegt er að hún sé enn í eigu hans og sé þetta eitthvað útspil til að svíkja út nýja sprautu eða einhverskonar sárabætur.
Nr. 5. Sölvi Ómarsson: Besti vinur Heiðars um borð en Sölva finnst líka gott að lumma sig upp og þess vegna er hann á þessum lista.
Nr. 6. Runólfur Ómar: Ómar er frægur fyrir þjófnað á allskonar heimilis og búsáhöldum og þótt aldrei hafi tekist að sanna neitt á þennan ref er hann til alls líklegur.
Að lokum þá erum við á leiðinni í land og ættum að detta í fjörðinn á laugardaginn.Over and OUT!!!!
Bloggar | Breytt 25.3.2011 kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. febrúar 2011
Landleið
Sælir lesendur góðir og slæmir.
Við erum þesa stundina að detta inn fegursta fjörðinn og erum með næstum smekkfullt skip. 550 tonn af frosnum afuðrum og 1200 af ófrosnum.
Við tókum samt eina millilöndun í Keflavík þar sem við skiluðum af okkur 3 farþegum þar fóru frá borði lestarjaxlinn Elfar ásamt 2 frá frá austurlöndum frá þeim Ding og Dong.
Mikil spurningarimma er búinn að vera haldin og hafa þar att kappi þeir Heiðar, Davíð og Pétur á móti þeim Halla, Lolla og Runólfi.
Spyrill var enginn annar en Kiddi og sýndi hann góða takta og myndi hann sóma sér vel í hvaða sjónvarpsþætti sem er.
Liðin komu saman í borðsalnum og var Þór fenginn sem tíma og stigavörður. Eftir mikla baráttu fór það svo að "svindlararnir" með Þórhall í broddi fylkingar höfðu betur með einu stigi.
Það er búin að vera bræla á heimleiðinni en núna er búið að lægja.
þar til næst.
KV. Allinn.
P.s. Hérna er ein mynd sem ætti nú að gleðja marga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 19. febrúar 2011
loðnuvertíð 2011
Gógógóóðan daginnlesendur nær og fjær.
Við erum núna á staddir á faxaflóanum ásamt bróðurpart af uppsjávarflota íslendinga og erum að veiða loðnu í nót. Mjög góð holning er á mannskapnum og gott veður er á miðunum. Þetta verður ekki mikið betra.
Við erum búnir að kasta einu sinni og var það gott kast og tókum við 330 tonn útúr því.
restina gáfum við strákunum á Hákoni EA með Ívar Sören í broddi fylkingar.
Daginn eftir fengum við svo tvisvar gefins eitt skiptið frá Asgrími og Álsey og f´sa þeir prik í hattinn fyrir það.
Ég var nú búinn að skrifa heilann hellingen lenti svo í því að það þurrkaðist allt út. Það hefur nú komið fyrir áður, skemmst er frá því að segja þegar að Helgi Seljan ætlaði að gerast gestabloggari og var búinn að sitja sveittur í klst þegar að hann lenti í svipaðri lífreynslu.
Talandi um Seljaninn þá hafði hann samband við okkur um borð og bauð okkur öllum á Edduna en þar sem miðaframboð var af skornum skammti þurfa sumir að smygla sér inn. Það ætti nú ekki að vera mikið mál fyrir suma.
Daði skartar þessa stundina síðu skeggi og makka í stíl og gæti hann auðveldlega labbað inn sem Baltasar Kormákur. Tóti myndi nú sennilega fara greiða leið enda er fólk ekki vant að vísa Stallone frá. Kiddi sem Ólafur Darri og undirritaður sem Stebbi Hilmars.
Við tókum upp farþega frá Keflavík en það er hann Elfar Daðason en hann er núna á sinni FIMMTU loðnuvertíð þrátt fyrir að hann sé aðeins 12 ára. Búist er við stóraukinni sölu í sjoppunni enda fær hann borgaðan einn ís fyrir hverja 10 kassa sem hann tekur í frystilestinni. Eitthvað hefur verið talað um að minnka hlutinn hans eftir að hann sprengdi skalann í sumar. Þá tók hann 220 kassa á einni klukkustund.
Talandi um farþega þá erum við komnir með allra þjóða kvikindi hérna um borð og þá er ég ekki að tala um kokkinn :) Við erum núna með 1 Japana og einn Tælending sem eru að kaupa frá okkur loðnu sem seld er á Japansmarkað. Ekki kann ég meiri deil á þessum mönnum en annar gengur undir nafninu "litli" en hinn "stóri".
Að þessu sinni er það aflakóngurinn og silfurrefurinn Þorsteinn Kristjánsson sem leiðir hópinn. Halli Fribb hefur þess vegna verið lækkaður í tign (tímabundið)og gengst við nafninu silfurminnkurinn.
Það lengist ekkert í fyrirhugaða Finnlandsferð og er spenningurinn í hámarki.
Halli Öldu er búinn að gera sjálfan sig algerlega ómissandi um borð enda getur hann gengið í hin ýmsu störf. Hann er þessa stundina í 4 störfum þ.e.a.s. hann er Baadermaður, leggjaramaður, stórmaður og túlkur maður!
Hann er búinn að fullkomna tækni sem gerir honum kleyft að gera sig skiljanlegan á japönsku aðeins með andlitshreyfingum. Ég skil þetta ekki enda kann ég lítið í tungum frá austurlöndum fjær en ef efri vörin á honum fer upp þíðir það: "Ekki vera að fikta í flokkaranum eða ég hendi þér ofan í hann".
Nýtt kjörtímabil er hafið í Eðalgroup sjoppini og sjá menn nýtt gullaldarskeið framundan. Daníel kokkur er búinn að hafa samband við Prins-polo verksmiðuna úti og eigum við von á 2 gámum af hinum helmingnum af þjóðarrétti íslendinga.
Þóarinn Traustason er einmitt að byrja með nýjan andlitsmaska sem mun verða til reynslu í sjoppuni en hann er búinn að fibnna það út að loðnusæði gerir kraftaverk fyrir hrukkurnar og sefur hann nú með hvíta slikju yfir sér allar nætur.
Að lokum viljum við strákarnir senda honum Agga góða kveðju með von um öruggan og skjótan bata.
Þangað til næst.
Strákarnir á Aðalsteini SU 11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. janúar 2011
How´s your anus?
Komið þið sælir aðdáendur nær og fjær.
Við erum núna að leggja lokahönd á þennan túr sem varð aðeins styttri en búist var við. Við erum að leggja trollið í síðasta skipti í túrnum og komum með 1200 tonn í bræðslu og 220 tonn af frosnum afurðum.
Það er samt létt yfir mannskapnum sem að er þegar byrjaður að skipuleggja fyrirhugaða Helsinki ferð. Þar mun taka á móti okkur kynlífsmálaráðherra Finna hann "Nartí Tillana". Í Finnlandi munu við svo njóta finnskrar gestrisni með tíðum ferðum í gufuböð. Einnig er á teikniborðinu innlit á dauðarokks karíókíbar þar sem að sjálfur Þórhallur Freyr mun dusta rykið af gamla góða slagaranum "Roots" með Sepultura. En þetta var uppáhaldslag hans í æsku.
Hann er Reyðfirðingur og eins og allir vita þá þyhkir þeim fátt betra en brjálaður bassataktur og sítt hár sem þeir slamma svo í takt.
Ljúflingurinn Daði hefur leikið á alls oddi í túrnum og hefur hann aldrei verið í betra skapi og smitar þessi gleði svo mikið út frá sér að allir ganga nú um með bros á vör, undanskyldum Halla Fribb sem er ein taugahrúga eftir að Danni tilkynnti honum það að hann skyldi vera aðstoðarmaður hans í 50 ára afmælisveislu tengdaföður Daníels og nágranna Haraldar. Afmælisbarnið er einnig tengdur Sölva og má búast við því að þeir muni fá sér í aðra tána um helgina.
Ég undirritaður Heiðar Guðnason vill koma á sérstökum þökkum til Tomma og hrósa ég honum í hástert fyrir nýjasta málm meistarastykkið sem kom úr þessum flinku höndum. En það er forlát munntóbakssprauta gerð úr rústfríu stáli og er hinn baggarinn Tóti Trausta grænn úr öfund.
Túrinn fór frekar rólega af stað eftir þorrablót og sást lítið til þeirra þjáningabræðra Heiðars, Halla, Daníels, Davíðs og Lolla. Þeir voru í glærari kantinum fyrsta sólarhringinn og tók Hafsteinn vélstjóri eftir því að hratt gekk á ferskvatnstankinn fyrstu 24 tímana.
Þá biðjum við heilsa.
KV. Allinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. janúar 2011
Súr Pungur
Lesendur kæru. Jæja.
Við eru staddir á loðnumiðunum þessa stundina umvafðir öðrum skipum. menn koma ferskir undan nýju ári.
Þessa stundina erum við komnir með um það bil 600 tonn af loðnu sem við ætlum að senda á Melkorkasléttubræðslu Eskifjarðar þar sem að vanir menn munu vinna úr henni lýsi og mjöl.
Bóndadagur var haldinn með pompi og prakt og gæddu menn sér á eistum, hófum, hausum og öðrum líkamshlutum sem ég kann ekki að nefna.
Hlaðborð þetta fór einstaklega vel í Sigurð Ágúst Kongóbadda og liggur hann á meltunni næstu 12-14 tíma.
Haraldur hinn hávaxni lét nú sitt ekki eftir liggja og fór ófáar ferðirnar með diskinn sinn.
Sjoppukóngurinn Baldur byrjar nýja árið á svipuðum nótum og það gamla og gaukar sælgætisstöngum að mönnum í tíma og ótíma.
Pirates of the Carabian 4 er í vinnslu þessa dagana og hefur AJ blogg áræðnilegar heimildir fyrir því að Pétur muni fara með eitt aðalhlutverkið í þessari stórmynd. Hann mun leika fúlmenni sem gengur undir nafninu "Skögultönnin".
**Okkur var að berast stórfrétt beint úr brúnni, það loga allir aflanemar og gætum við verið að taka okkar besta hol hingað til.
Við krossleggjum fingur og tær.
Þangað til næst bið ég ykkur vel að lifa.
Hílsen Allinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. janúar 2011
Áfram Ísland.
Komið þið sæl drengir og dömur.
Handboltinn er í algleymingi þennan daginn.
Við erum nýbúnir að slaka trollinu og stefnan er sett á að ná 1.000 tonnum af loðnu og vera komir heim fyrir þorrablót.
Baldur er búinn að gefa það út að hann muni fara á Þorrablót um helgina þó svo að hann þurfi að fara alla leið á Djúpavog.
Gervihnötturinn er að stríða okkur og getum við þess vegna bara horft á Danmörk - Króatíu en ekki Ísland - Noreg.
Við erum hinsvegar búnir að hækka allt í botn í borðsalnum og er þétt sitið.
Áfram Ísland!
Ég kem með eitthvað meira "skúbb" fyrir ykkur á morgun þegar að ég er búinn að finna andann eftir leikinn.
Kveðja Allinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 31. desember 2010
Gleðilegt nýtt ár.
Kæru aðdáendur, ættingjar, elskendur og lesendur.
Áhöfnin á Aðalsteini Jónssyni vill óska ykkur gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það gamla.
Við erum búnir að gera góða hluti á þessu ári og ætlum okkur að gera enn betur í ár.
Takk fyrir.
Hérna koma nokkrar myndir frá okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. nóvember 2010
Hvadda gera?
Jæjæjæja.
Það er góð veiði hérna við Noreg og erum við búnir að massa niður 350 tonnum þegar þessi orð eru skrifuð með þessu áframhaldi ættum við að lenda í firðinum fagra á fimfös leytið.
Þá verða sagðar fréttir.
Þetta er helst. Tóti Trausta er búinn að taka það alltof alvarlega þetta "look-a-like" dæmi með Sly Stallone á næsta stig. Hann lýtur núna alveg eins og Rocky gerði í lok Rocky I. Hann lenti útistöðum við krók og eftir einhver orðaskipti fannst Þórarni þetta verið komið nóg og skallaði krókin með auganu. Afleiðingarnar voru að krókurinn hélt kjafti en Tóti fékk þetta svaka fína glóðarauga sem ég ætla að reyna að mynda þegar að það hefur náð hámarki.
Stefán hinn forvitni er byrjaður að æfa yfirheyrslutækni sem að hann lærði af stálmúsinni Ómari, en orðaspil þetta gengur útá það að spyrja sem flestar spurningar á sem skemmstum tíma. Með þessu fær hann mikið magn upplýsinga sem hann getur svo miðlað til þeirra sem hafa gagn af.
Búið er að stofna aðdáendaklúbb Völu Grand um borð formaður er Ingvar enda er hann sérfræðingur um tælenska kynskiptinga og miðlar af gífurlegri reynslu sinni til hinna tveggja í klúbbnum en það eru hinir einhleypingarnir um borð þeir Heiðar og Grétar.
Hreggviður (ahööm) hefur ekki en farið niður í lest í meira en 10 mín í senn og virðist lánið leika við hann og hefur hann farið frekar létt úr túrnum.
**Hreggviður neitar þessari fullyrðingu algerlega og bendir á að Stefán vinur hans hafi fengið mun betri meðferð.
City - United leikurinn var vonbrigði í heilar 90 mín og datt því stórveðmál Baldurs og Heiðars niður og enginn bjór átti eigandaskipti.
Aggi stýró er loksins búinn með 8 bóka seríu á hljóðbók og er hann að ná andlegum bata hægt og rólega eftir að hafa verið á nálum seinustu túra.
Við fengum heimsókn frá norsku gæslunni og voru þeir ánægðir með okkur og leystu við á út með 2 kössum af flakaðri síld. Mest voru þeir þó hrifnir af vasklegri frammistöðu stálmúsarinnar í þorskastríðinu enda er þátttaka hans talin vera vendipunktur í sigri íslendinga á breska heimsveldinu.
Fleira er ekki í fréttum.
Híslenó
Allinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF