Fimmtudagur, 8. júlí 2010
Makar krókinn á makríl.
Eins og svo oft áður þá er komið að jæjanu.
Við erum byrjaðir á gulli hafsins þ.e.a.s makrílum. Það er ekkert ýkja langt síðan að þessi fallegi og tignarlegi fiskur byrjaði að láta sjá sig við strendur Íslands.
Talandi um eitthvað fallegt og tignarlegt þá virðist sem að Kongó Ingi hafi tekist að opna ormaholu hér um borð.
Nú eru kannski margir sem að klóra sér í hausnum og spyrja sig hvað í er ormahola.
Bíðið við, ég skal útskýra það. Ormahola er fræðilegt hugtak í eðlisfræði sem gæti útskýrst sem hjáleið í gegnum tíma og rúm. Ef að við ímyndum okkur að tími og rúm sé bein lína td. A4 blað og síðan brjótum við það saman þá ættum við að geta stytt okkur leið í gegnum tíma og rúm. sjá
Þetta afrekaði Ingi því að á miðnætti setti hann bylgjuna á og fannst það alveg furðulegt að hádegisfréttirnar væru ekki enn byrjaðar. talið er að upptök ormaholunar séu inná klósetti hjá Halla Stóra en það hefur ekki enn fengið staðfest.
Svo virðist sem að klofningur sé komin í Ferðafélagið Sprett en eftir að Sigurður Ágúst aka Baddi seldi hjólhýsið sitt þá hefur honum verið sagt upp með skömm. Hér fyrir neðan er afrit af uppsagnarbréfi badda sem kom frá stjórn Spretts.
Hér með tilkynnist þér Sigurður Ágúst Jónsson að stöðu þinni sem Skemmtannastjóri í ferðafélaginu Spretti hefur
nú verið sagt lausri vegna vanrækslu í starfi. Þér hafa verið gefnar ótal munnlegar viðvaranir en núna er mælirinn fullur.
Ekki hefur enn verið ráðið í stöðuna en viðtöl standa yf...ir.
Eins og þú veist manna best Sigurður þá hefur þú verið tjaldvagnslaus síðan í apríl og er þetta ástand óviðunnadi.
Þú hefur núna 7 daga til að koma þínum málum á hreint og festa eitthvað aftaní kúluna ellegar verður þessi uppsögn
varanleg.
Kær Kveðja Stjórn Spretts.
P.s Þú þarft líka að skila bjórnum.
Talandi um ferðalög þá er kominn mikill útileigu fílingur í mannskapinn með Runólf Ómar í broddi fylkingar og eru menn að pússa hjólkoppana til að vera klárir í slagin þegar að þeir renna úr hlaðinu. Þeir Þórhallur, Ingi og Danni verða allir á faraldsfæti á næstu dögum enda allir á leiðinn í frí.
Ný myndasaga er á leiðinni og er stefnan sett á að frumflytja hana sunnudaginn 11. júlí ef að allt gengur upp.
Núna eru fleiri sem að taka í vörina heldur en reykja hér um um borð og er ekkert nema gott um það að segja. Þorgrímur Þráinns hefur sent okkur viðurkenningarskjal sem að hengt hefur í borðsalnum enda hefur Þorgrímur verið mikill aðdándi píku-púðursins í langan tíma og finnst fátt betra en að troða í trantinn á sér.
Mikil fótboltaæði hefur gripið um sig útaf HM í fótbolta og vorum við með tippkeppni hér um borð þar sem að sigurvegarinn hlaut 70.000 krónur í sigurlaun. Sigurvegarinn var Ingvar Skæró og óskum við honum til hamingju með sigurinn. Ágóðan notaði hann til að fara til Tælands þar sem að hann er í legkökunuddi vegna meiðsla sem hann hlaut á læri. Honum tókst að stinga sjálfan sig í fótinn á dekkinu. Upp hafa sprottið ýmsar samsæriskenningar vegna þessara meiðsla og telja sumir að hann hafi gert þetta viljandi þegar að hann frétti að neyðarlögunum í Tælandi hafi verið aflétt.
Samlokugrillið á kaffistofunni hefur aldeilis fengið að finna fyrir því og er það núna hálf laskað sökum ofnotkunar.Samlokugrillið hefur reyndar aðeins bitið frá sér líka og hefur Þórhallur Freyr núna hlotið nokkur 2. stigs brunasár á sínum löngu fingrum eftir að hann gerði sig líklegan til að fjarlægja samlokur úr grillinu.
Talandi um samlokur þá hefur Aubbi kokkur sett ný miðvið með sínum frægu skínkeróni samlokum sem að menn virðast ekki getað fengið nóg af. Skínkeróní samlokan er í rauninni 2 samlokur. Ein er með skinku og hin er með pepperóní. Séu þessar tvær lokur sameinaðar í eina er útkoman hans víðfrægu skínkeróní. Uppskriftina má sjá hér fyrir neðan.
Skínkeróní samloka:
Innihald:
4 krónubrauðsneiðar.
2 sneiðar pepperóni
1 skinkusneið.
lítið af osti.
blandið saman og setjið í ónýtt samlokugrill.
Borðið.
Borðið svo aftur.
og aftur.........
Fleiri uppskrifir má nálgast á www.skínkerónisamlokuraubbaslökkviliðlöggumálarakokks.is
Að veiðifréttum er það að frétta að við erum skriðnir yfir 250 tonnin af þessum fína makríl.
þar til næst...
Hílsen....
Allinn.
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.