Miðvikudagur, 25. ágúst 2010
Kviss bamm búmm
Jæjæjæjæjæjaaaa.
Það er mánudagsmorgunn og við erum að koma nokkuð góðir eftir helgina og erum við búnir að skríða yfir 250 tonnin. Veiðin er búin að vera ekkert sérstakt en vinnslan helst saman.
Af öðrum fréttum er það að nokkrir frímenn eru komnir um borð hressir sem slátur og kátir sem fress.
Þar kemur ferskur frá sumrinu Daníel bátsmaður en hann er setti nýlega hlaupa,et á hringnum. En hringurinn er vegalengd frá kassavélinni yfir að tækjunum framhjá pökkun og aftur að kassavélinni en honum tókst að fara þessa vegalend á undir 10 sec. Fyrra metið átti Kristján Örn en það var 19 sec.
Verslunareigandinn og nýbúi Reyðarfjarðar Baldur M. E. var brosandi allan hringinn þegar hann kom um borð og sá það að sala á ísnum hafði fimmfaldast þegar að guttarnir voru hjá okkur í seinasta túr og hefur hann sett af stað átak sem á sér hliðstæðu í Bandaríkjunum en það kallast "bring your children to work day" en með þessu spili telur hann geta aukið íssöluna um allt að 500%. Þó svo að nammisalan sé uppúr öllu veldi vill hann ekki svara neinu um fyrirhugaða reisu hjá starfsmannafélaginu og bendir ávalt á Badda.
Sævar rauði er búinn að láta flúra Manchester United merki á kálfann á sér og er núna að stofna Man.Utd klúbb um borð og ætlar hann sér að flúra alla sem ganga í klúbbinn með eða án þeirra samþykkis.
Okkur hefur borist liðsstyrkur frá ellilífeyrirþegnabátnum Jóni Kjartans en þaðan er kominn enginn annar en stórjarðeigandinn af Músalæk(næst stærsta einkajörð á Íslandi) Guðni Þór Elísson. Hann og Hafsteinn eru núna sameinaðir eftir langa fjarveru og eru þeir búnir að nota tíman vel en eitt helsta áhugamál þeirra er að hrekkja Halla Friðbergs. Stutt er síðan einhver óprúttin aðili boraði lítið gat á könnuna hans.
Guðni vildi einmitt tileinka stóran hluta þessa pistils honum Haraldi en hann og Guðni hafa þekkst lengi vel og hefur hann náð að stúdera þetta skrýtna fyrirbæri sem gengur undir mörgum nöfnum. Hérna verða talin upp nokkur þeirra.
Halíus: Það er nafn á niðurfallstanknum um borð í Hólmaborginni en hann þurfti að lensa á 20 tíma fresti vegna óhóflegar vatnsnotkunar tengd gufubaði.
Lási Baujupungur: Þetta nafn er ættað að vestan og á hann einmitt frænda sem kallaður er Spotti Snurpurassgat.
Gamli Gráni: Haraldur var eitt sinn með biksvart hár en það hvarf á einni nóttu og í stað kom þetta fallega gráa sem fer honum mun betur. Talið er að slys í ljósabekk hafi valdið þessum hamskiptum.
Framnes Undrið: Þegar að Haraldur var aðeins 3 ára gat hann splæst saman augu og hanafætur og var talið að þarna væri einhverskonar undrabarn að ræða.
Silver Fox: Þetta nafn tók hann sér upp árið 2007 þegar að útrásin stóð sem hæst en þá var hann tíður gestur í Abu Dhabi og er búinn að stofna einskonar sértrúarsöfnuð þar. Í söfnuðinum telja á nokkur þúsund sem biðja daglega við fætur risavaxinnar styttu af Haraldi berum að ofan á skíðum.
Ferðafélagsdramað heldur áfram. Ef við förum yfir þetta á handahlaupum þá er þetta það sem er búið að gerast. Baddi var rekinn sem skemmtanastjóri vegna þess að hann seldi tjaldvagninn sinn. Þórhallur Freyr ráðinn í staðinn. Baddi mótmælir uppsögninni og stofnar annað félag.
Núna var að bætast nýtt tvist inní þetta því að Daníel formaður hefur núna sent yfirlýsingu frá sér.
------------------------------------------------------ Ágætu ferðafélagar, öllu heldu ferðavinir.
Ekki eru allir fullkomnir, þó svo að ég komist mjög nálægt því. Ég játa það að ég hef gert mistök með uppsögn þinni Sigurður Ágúst og biðla ég nú til þín að þú takir afsölunarbeiðni mína gilda og gangir aftur í lið með Spretti. Ég hef líka komist að því að ráðning Þórhalls voru einnig mistök og nota ég nú tækifærið og tilkynni þér Þórhallur að stöðu þinni sem skemmtanastóra hefur verið sagt lausri og þú þarft einnig að skila bjórnum. Baddi það er minn einlægur hugur að þú látir af áformum þínum að stofna önnur samtök undir nafninu Hvellur því það myndi valda klofningi í Sprettunum. Því sundrun er sár en sameinaðir staðfastir.
P.s. Á næsta ári verður ekki Spretts bjór heldur Spretts landi, er það vegna hækkandi áfengisverðs og er líka ætlaðar til að taka kvöldvökurnar á annað stig. ------------------------------------------------------
Ný myndasaga er í vinnslu og verður hún frumflutt fyrir helgi vonandi.
En við segjum þetta gott í bili og þar til næst.
Viva Allinn.
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.