Leita í fréttum mbl.is

Módel vantar

Einhver seinkun verður á næstu myndasögu en menn eru eitthvað feimnir hérna sem er reyndar alveg óskiljanlegt enda myndu flestir í áhöfninni sóma sér vel á forsíðu Playgirl.

Veiðin gengur frekar brösuglega en við erum komnir á síldarmiðin og erum búnir að fara um víðan völl. Erum komnir á Héraðsflóa og erum að gera ágætis hluti þar. Við erum að slefa eitthvað yfir 300 t.

Frímann Ómarson er komin til baka úr verðskulduðu fríi en það lítur út fyrir að hann sé strax sjósprunginn og er að fara strax aftur í frí. 

Halíus er ennþá fórnalamb hrekkjalóma og er kannan hans búin að fara í gagngera yfirhalningu.  Enginn hefur gengist ábyrgð en hann hefur nokkra smurapa grunaða.

Golfmót Aðalsteins verður haldið haldið í næstu landlegu ef veður og guðir leyfa. Ekki er enn búið að semja reglur fyrir þetta en mótshaldarinn Kristján Örn sagði nýverið í viðtali að einu reglurnar væru það að menn kæmu með sitt eigið sett og þyrftu að vera í tíglapeysu með v-hálsmáli. Kristján var einmitt að fjárfesta í nýju golfsetti og stendur ennþá við markmið sitt að komast á PGA mótaröðina 2015.

Okkur var að berast yfirlýsing frá einræðisherra verslunarinnar Baldri: "Allt væl um verðlag hér um borð læt ég sem vind um eyru þjóta og eru aðeins líklegri að hafa þveröfug áhrif."

Vélstjórunum hefur fundist afþreying hér um borð eittvað af skornum skammti og eru þeir þessvegna búnir að búa til skautasvell þar sem áður var frystilest. Fúsi er búinn að setja blöð undir klossana sína of segist geta farið í þrefaldan snúning. Þór er hinsvegar á einhverskonar ein-skíði sem að Binni sér um að draga með hendur fyrir aftan bak. Skautasvellið hefur ekki enn fengið nafn en við erum opnir fyrir uppástungum.

Af öðrum íþróttafréttum er það að frétta að bátsmannsvaktin hefur skorað á stýrimannsvaktina í körfubolta. Þeir hafa ekki svarað áskoruninni ennþá enda erum við með hinn íslenska Manute Bol.

 Bátsmannsvaktin hefur í hyggju að koma af stað fyrirtæki sem mun sjá um að nýta allan afgangspappa sem verður eftir. Verksmiðjan verður í Boghlíð þar sem Sölvi var áður til húsa. Forstjóri er Kristinn Snorrason og hefur hann ráðið til sín ýmsa starfsmenn svo sem fjölmiðlafulltrúan Heiðar, sölumanninn Þórhall F, landeigandann Sölva og fyrirsætuna Kristján. Áætlað er starfsemi hefjist á næsta ári.

"Sjá þennan tappa. Hann hlýtur að nota Kidda pappa!"

 

Að lokum vil ég óska sjómönnum öllum til hamingju með nýtt kvótaár og Gissur Sigurðsson við viljum senda þér sérstakar kveðjur enda átt þú stóran aðdáendaklúbb hér um borð.

Kveðja Aðalsteinn Jónsson SU 11

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband