Leita í fréttum mbl.is

Farnir í land.....með öngul....eða öllu heldur skilju í rassinum.

Já eftir að veiðin datt niður hjá öllum bátunum en ekki bara okkur þá var stefnan sett á ísland eftir að búið var að dæla þessum 100 tonna skaufa um borð.

Við erum búnir að vera mjög óheppnir í þessum túr og vilja menn meina að þar sé skiljunni um að kenna, veiðin er búin að vera góð hjá þeim sem að hafa verið að nota færeyesku skiljuna með leiðineti og hafa þeir verið að negla einhver 300-400 tonn á meðan að ekkert gekk hjá okkur. Við vorum ekki að fá nema 100-150 tonn á sömu bleiðunni og er þetta alveg búið að vera einn sá leiðinlegasti túr sem að verið hefur farinn á þessu skipi, lítil blogg skrif hafa verið þar sem að menn voru hræddir um að þau skrif yrðu þess valdandi að virka sjálfsmorðshvetjandi á lesendur.

Setning túrsins er tvímælalaust: "Það er allavegana ekki hægt að hvarta undan veðrinu"

Veðrið hefur verið með eindæmum gott og er meðalannars komin upp sólbaðstofa frammá bakka þar sem að Haraldur  Friðbergsson er búin að koma upp hengirúmmi og tekur menn einnig í erótískt fótanudd, alveg eldrauður og fínn. Ekki hefur verið hægt að kvarta undan matnum heldur en hann daníel er að reyna að klára úr fristinum fyrir slipp og hafa hverjar stórsteikurnar ratað á grillið í túrnum.

 

Við erum áætlaðir í landi um 1700 og verða þeir vonandi ekki lengi að landa þessum 1000-1100 tonnum strákarnir hjá Einari.  Eftir löndun taka svo við ofur þrif á skipi og lestum áður en að haldið verður í land til eyjanna sem að kendar eru við rollur, þar sem svartolíu kerfi verður sett í skipið ásamt vélarupptekt. 

 

Kv.strákarnir á allanum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband