Leita í fréttum mbl.is

'Island best í heimi.

Góða kvöldið, nú verða sagðar þær helstu fréttir sem dunið hafa á okkur síðasta 1 1/2 sólarhringinn. Síðasta hol skilaði nú ekki mjög miklu, vora þetta einhver 80 tonn og meiri hlutinn var makríll þannig að stöndum við nú í ströngu við að heilfrysta hann með ágætis árangri. Vélstjórarnir og baadermenn reyndu hvað þeir gátu að koma einni flökunarvélinni í það stand til þess að hausa makrílinn en ekki gekk það  eins og við vildum enda búnir að fá gott tilboð í aflann þannig. Erum búnir að hífa einu sinni og voru það um 200 tonn af makríl og síld 50 50, gerðist þetta akkurat þegar (Halli Stóri fyrrverandi landsliðsmarkvörður unglingalandsliðsins 78 í handbolta fór á vakt) íslendingar skutu sig inn í úrslitin á 'OL ,  sem er alveg magnað.  Gríðarleg stemmning setti svip sinn á setustofuna þar sem menn, sem ég hef ekki séð áður horfa á íþróttir settust niður og blikkuðu ekki auga og létu vel í sér heyra. Niður í lest eru komin í þessu töluðu orðum 245 tonn þar af 56 tonn af makríl.  En svo að við snúum okkur að brasinu þá slitnaði leiðarinn sem við notum að taka vænginn frá Hákon yfir til okkar, með mjög leiðinlegum afleiðingum fyrir þá þar sem trollið er ónothæft.  Við erum nú með okkar úti og látum við þá nú örugglega hafa þann afla sem við fáum.  en nóg um aflann og snúum okkur að allt öðru.

Að lífinu um borð þá, hefur Aggi vestmanneyingur gert lítið annað í frystistoppum en að úthúða jólasteikinni okkar 'Islendinga, og reynir hann nú hvað hann getur til þess að sannfæra menn um að lundinn sé betri en rjúpan! en held að maður myndi nú bara fá sér gott KEA hangikjöt..

En talandi um rjúpur þá var nú ekki beisin rjúpnavertíðin hjá reyðfirðingnum Halla Fribb í fyrra og hefur hann nú, þar sem að styttist í þetta gefið það út að hann muni ekki reyna við rjúpuna þetta árið heldur láta Jóhönnu labba meira.

Klósettrúllumálið svokallaða er ennþá óupplýst og engin ný sönnunargögn komið fram á sjónarsviðið. En klósettpappír er ekki það eina sem hverfur í greipar þessa fingralanga glæpamanns ef sá sami er,  heldur eru koddar með koddaveri og öllu saman rænt umsvifalaust og maður er kominn í vinnslugallann! 

 látum þetta næga að sinni

kv. stýrimannsvaktin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband