Leita í fréttum mbl.is

'A landleið

Góða kvöldið landkrabbar og sjórottur, í þessum pikkuðu orðum erum við að skríða inn þennan fallega fjörð sem kendur er við Reyðar en held að flestir viti betur en það.  Veiðin í þessum túr hefur verið frekar dræm hjá okkur og erum við búnir að vera ansi víða þessa 10 daga. Síðasta hol var tekið tæpar 70 mílur út af Reyðarfirði og fengum við út úr því 160 tonn og fóru einhver 70 tonn yfir í Hákon.  Smá kaldaskítur er búinn að vera síðustu 2 daga en ekkert sem að hélt okkur frá veiðum. En það sem gerði útslagið var það að akkurat engin veiði var á þessum slóðum og hvergi í kringum okkur, en fréttir hafa borist  úr síldarsmugunni  þar sem færeyingar eru að mokfiska en þangað eru held ég rúmir 2 sólarhringar í stím. 'Akvörðun var því tekin að fara í land og tæma skipið.  'I frystinum eru komin 420 tonn í heildina og af því eru 90 tonn af heilfrystum makríl, í bræðsluna eru menn að gíska á að séu um 500 tonn.  Byrjað verður á grútarlöndum og verður hún búin einhverntímann í fyrramálið og taka þá tandrabergsmenn til hendinni frystinum kl 8,  brottför verður einhverntímann um kvöldmat annað kvöld.

Lítið markvert er búið að gerast síðustu daga nema þegar ákveðinn maður spurði hvort hann mætti ekki að æfa sig á línubyssuna og skjóta yfir í Hákon og fékk hann grænt ljós á það, svo þegar  kom að þessu þá kikknaði hann svona líka undan pressu og skalf hann eins og sjálfsfróunarmúffa á 3 stillingu.

En látum það vera lokaorðin að sinni, munum flytja ykkur fréttir úr smuginni í vikunni

 kv, Allinn 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já, já að sigla inn Reyðar...eitthvað, sem sagt að sigla Hvalfjörð eystra, sem Eskifjörður, eins og hver önnur tota gengur inn úr. (Nú veit ég að Reynir heitinn Hólm vinur minn snýr sér við i gröfinni). Gangi ykkur bara vel en hvað helvítis "múffa" er þetta? 

Haraldur Bjarnason, 27.8.2008 kl. 05:29

2 identicon

Þetta er hún http://is.wikipedia.org/wiki/Sj%C3%A1lfsfr%C3%B3unarm%C3%BAffa

the rúnker (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband