Leita í fréttum mbl.is

Brakandi blíða

Góða kvöldið þá kemur smá fréttaskot af okkur.  Fórum út í gærkvöldi og stefnan sett á íslandsmið að leita af einhverri síld.  leituðum í alla nótt með litlum árangri en svo fór að glæðast aðeins úr þessu upp úr hádegi í dag og létum við það fara rétt eftir hádegi og erum að toga við færeysku línuna. 'Utlitið mætti vera aðeins betra sérstaklega þar sem veðrið er búið að leika við okkur, en erfitt virðist vera að fá nema úr þessu lóði og erum við með einn slíkan í augnablikinu.

Menn gera lítið annað en að sofa og borða góðan mat hjá þessum alveg prýðisgóða kokk sem leysir Daniel yfirbrita af, sem ákvað að skella sér í frí kallinn. 

Runólfur er gjörsamlega að drekkja mönnum í húsnæðis og fjárfestingaumræðum en hann er orðinn mjög fær í þeim málum, heyrst hefur að hann sé kominn með vinnu sem fasteignasali á Selfossi og býður hann sætaferðir þangað frá Eskifirði á 3 vikna fresti í allann vetur.

 Náttbuxurnar eru gjörsamlega að tröllríða öllu hér um borð eins og flestir vita  en fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér hvar þær séu til sölu þá er Trausti Reykdal með umboðið fyrir þær.

Frekari frétta má vænta síðar. þegar vinnslan er komin á fullswing. 

kv. Allinn 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég vissi alltaf að Aggi næði að útbreiða þessa tísku...gott mál enda sá eini sem ég hef vitað um sem togar í náttbuxum í brúnni;)en gangi ykkur vel

Steini Tryggva (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband