Leita í fréttum mbl.is

loðnuleit í gangi

Góða kvöldið lesendur, það helsta sem er að frétta er að við fórum út á sunnudag og var ferðinni heitið á hin auðugu gulldeplumið þar sem flotinn er búinn að vera gera það gott undanfarna daga.  En það var ekki lengi að breytast heyrðist af stórri loðnutorfu skammt vestur af ingólfshöfða og snerum við þá við og menn kallaðir út að þrífa lestar fyrir vinnslu.  Breyttist það svo fljótt aftur og snerum við þá við á gulldepluna aftur, og má segja að menn hafi nú bara þakkað fyrir það að hafa fengið eitthvað að gera þennan morguninn annað en að borða og leita af skíða dóti á pólsku EBAY.  En svo ákvað hafró að gefa út smá kvóta, sem líkist frekar snuði upp í kjaftinn á útgerðunum... 

En núna erum við allavega að leita af loðnu austan við land en því miður höfum lítið séð.  Stefnan er sett á Eskifjörð annað kvöld að ég held og taka á grunnnótina um borð og fara frysta loðnuna loksins, þessi örfáu tonn sem skipin fá (í bili).   En bjarsýnin er alls ekki farin héðan, stefnum við að sjálfsögðu á að finna mikið magn af henni hérna í nótt eða á morgunn.

 

biðjum að heilsa frímönnum í landi 

kv. í bili Aðalsteinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband