Leita í fréttum mbl.is

Massar og minni menn

Komið þið sæl öll sömul. Þá er ég mættur í öllu mínu veldi og ætla að taka þetta blogg með trompi.

         Það er nefnilega komið í ljós að eina ástæðan fyrir því að ég var ráðinn hér um borð var til þess að sitja sveittur bakvið tölvuna og skrifa.

Við byrjum á fiskifréttum: Folarnir á Allanum eru komnir á loðnuvertíð ef vertíð skyldi kalla, blíantanagararnir hjá Hafró eru nú frekar nískir þessa dagana og hafa útlutað okkur heilum 5 vörubílshlössum af loðnu til að vinna.

      Þá er það sem allir lesendur eru búnir að bíða eftir og það er innsýn inní mannlífið um borð. 

Það heitasta þessa dagana er "Kraftlyftinga félag Aðalsteinns J."sem er með aðstöðu í "fjósinu" eins og gymið er kallað. Þar má reglulega heyra hróp og lóðaskelli. Þórarinn yfir-einkaþjálfari er núna kominn með liðið í strangt mataræði sem að samanstendur af gulldeplumjöli og lýsi.

      Hafsteinn yfir-vélstjóri hefur núna í huga að breikka allar hurðar um borð í skipinu þar sem að áhöfnin er orðin svo mössuð að margir eiga erfitt að komast í gegnum þær.

Kristján Örn er samur við sig og býðst til að selja áhafnarmeðlimum lítið notað golfsett í tíma og ótíma. Stjáni er einnig byrjaður að taka námskeið í hundaþjálfun og hyggur á frama í þessari atvinnugrein eftir loðnuvertíð og miðað við kvótann sem okkur var gefinn er ekki langt í að hann taki til starfa.

        Mikil ást blómstrar á netinu núna og er menn að gera sig dælt við konur á öllum aldri og sannar þetta að ástin spyr ekki um aldur!

Það eru 2 Japanskir laumufarþegar um borð og þeirra hlutverk er að reyna að lækka verðið á hlutnum, þeir eru reyndar í felum núna eftir að þeir löbbuðu fram hjá fjósinu og sáu nautin að störfum. Þeir hafa ekki sést síðan.

 Þessir 2 aukafarþegar hafa gert það að verkum að 2 menn hafa þurft að deila klefa. Þetta ástand hefur gert það að verkum að Heiðar og Daníel hafa þurft að skipuleggja svefn/sjálfsfróun. Þessi sambúð fer vel af stað og læt ég þetta vera mín seinustu orð.

 

Ummæli dagsins: "Heiðar farðu frá ég er að reyna að horfa á Desperate Housewifes";  Haraldur Harðarson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðir...

Kveðja af Árna Friðriks,  arnif.123.is 

Sigurþór (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband