Leita í fréttum mbl.is

Adalsteinnjonson.blog.is

Eins og ávalt þá byrja ég þetta á hinu hefðbundna jæja.

 

Jæja. Ég þykist vita að þið séuð búin að bíða með buxurnar á hælunum síðan seinasta færsla kom. Allavega Kiddi Mellon.

               Kolmunaævintýrið heldur áfram við strendur Írlands og erum við búnir að drösla uppúr hafinu einum 220 tonnum af þessum ljóta frænda þorsksins. Veðrið er búið að leika við okkur þessa dagana og gengur því vinnslan eins og Jóhanna Sig í prófkjöri.

     Það er búið að vera talsverður leiði yfir manskapnum þessa dagana og má rekja það við nýlegt tap Manchester fyrir Liverpool.  Sumir virtust taka þessum úrslitum verr en aðrir. Einnig fannst mér skrítið að það var sem að Liverpool aðdáendum hefði fjölgað tímabundið og voru menn sem alla jafna fylgjast jafn mikið með fótbolta og amma mín farnir að hrópa  níðingsóp í átt til okkar Mansaranna. Þykist ég nú vita að þessi gjörningur átti nú minna skylt við fótbolta en meira til að hrekkja Sölva Þeir ættu nú að vita betur en þeir sem þekkja til Söllarans vita það að hann er með mikið rólyndisskap og þarf nú meira en einn fótboltaleik til að koma honum úr jafnvægi. Hann er jafnan kallaður hinn hvíti Dalai Lama. 

  Fréttaskot: Sjoppustjórnin fallin? Sjoppustjórnin stendur nú á brauðfótum eftir að Sir Sleep-alot sagði sig nýverið úr stjórn félagsins. Heimildir adalssteinnjonson.blog.is herma að hann hafi ekki ráðið við álagið sem fylgdi þessari stöðu og hafi hann þess vegna sagt henn lausri. Ekki er vitað hvort að nýverið fjölmiðlagagnrýni hafi haft áhrif á ákvörðun "Sörins". Ekki náðist í hina 2 stjórnendur félagsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

     Segjum þetta gott í bili.

 

 

 

 

        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæli drengi. Bið að heilsa öllum og  sérstaklega  PABBAKÚT, er hann búinn að sýna HALIUSI myndina sem ég sendi hann með um borð, hann átti að sýna hana sen forsýningu í ALLA BÍOI.

Kv. Guðni

Guðni Þór (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband