Leita í fréttum mbl.is

Hvað er að frétta?

Kæru landsmenn virðulegi forseti og Kiddi Mellon. Ég biðst innilegrar afsökunar á blogg-skorti þennan túrinn en það vill of haldast i hendur að þegar að það er mikið að gera í vinnslunni þá vill það oft bitna á blogginu.

           Við erum á heimleið með næstum fullt skip. Við vorum ekki nema rétt rúma 5 sólarhringa á miðunum og er ekki mikið yfir því að kvarta. Skipið lullar núna á leið á fjörðinn fræga en það er haugabræla og er allt sem ekki er boltað niður farið af stað. Daníel yfirbryti var mjög ánægður þegar að hann leit í kælinn í morgunn og sá það að 1 lítra majones dolla var búin að dansa breikdans í kælinum með meðfylgjandi slettum. Þetta minnti óneitanlega dálítið á málverk eftir Jackson Pollock. Frekari slys á eignum eru það að bæði Heiðar og Þórhallur Freyr lentu í því að flakkarar þeirra fóru á flakk í bókstaflegri merkingu orðsins.

Halli Stóri er búinn að breyta nafni sínu og vill hann láta kalla sig núna Halla Austmann til heiðurs átrúnargoðinu sínu. Hann hyggur einnig á að fá sér strípur,vax og brúnkumeðferð til að FM hnakka sig aðeins upp. Spennandi tímar framundan.

Mig langar að setja upp fyrir ykkur smá leikþátt af samtali tveggja manna hér um borð.

Sögusviðið er kaffistofan í vinnslunni. Það er pása meðan að beðið er að frystitækin klári að frysta. Loftið er magnþrungin blanda af kolmunafýlu blandaðri við reykingalykt. Tveir menn menn eru í hrókasamræðum annar þeirra er eldri maður lágvaxinn með gleraugu sem sért lítið úr eftir slettur úr pökkun. Það sést að þar er hörkukall hokinn af reynslu sem hefur upplifað tímana tvenna. Hinn er í stærri kantinum með sár á hausnum sem að er eiginlega orðið að siggi vegna endurtekinna höfuð árekstra sökum stærðar hans. Á þessum tíma er mikið búið að vera að tala um ferðalög bæði innan og utanlands.

Stóri: ,,Hvað með þig Litli þarft þú ekkert að fara að skella þér í eina siglingu?"

Litli: ,,Ha á fragt?"

Stóri: ,,En þú verður nú allavega að fara að þrífa gleraugun þín"

Litli: ,, Það er fínt að hafa þau skítug þarf ég ekki að sjá framan í þig"

 

Fótboltinn er búinn að tröllríða öllu hér og eftir að Ferguson gerði sig sekan um mistök móti Liverpool er hálf áhöfnin tilbúin að taka við United enda eru allir komnir með nýja Manager leikinn í fartölvurnar og má Rafa þakka fyrir að vera búinn að skrifa undir nýjan samning. 

 

 Þá er komið að viðtali vikurnar en að þessu sinni er það sveitastrákurinn og gulldrengurinn Þór Sæbjörnsson.

Jæja Þór hvar eluru manninn? Eskifirði

Hefuru hugsað þér að fara í hundaræktun með Runólfi? NEI.

Hvaða síðu ferðu fyrst á netinu? mbl.is

Finnst þér orðið "smurapi" vera niðrandi fyrir starfstéttina? nei nei.

Hvort er betri vaktklefi í Aðalsteini eða Jóni Kjartans? Aðalsteini.

Með hverjum helduru í Enska? Chelsea

Hvaða bók lastu seinast? Véladagbókin

Ertu oft hjátrúarfullur? nei

En  blindfullur? sjaldan

Eitthvað að lokum? Ég vona að við komum heim óskaddaðir úr þessum túr.

Við þökkum Þór kærlega fyrir.

 

 ---------------

Að lokum vil ég hvetja fólk að ganga til liðs við grúbbuna "Halli Stóri á Facebook" þetta gengur ekki lengur hjá honum.

Tilvitnun dagsins: ,,London er það ekki í Bandaríkjunum?": Halli Fribb

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt blogg að vanda! Ekki frá því að ég glotti út í annað ;)

Hanna hans Inga (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 17:36

2 identicon

Er ekki í lagi að fara að blogga eitthvað vikugamlar fréttir

Lára (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 17:49

3 identicon

JÆÆÆÆJA!! :)

Hanna hans Inga (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:40

4 identicon

sælir piltar hvernig væri nú að blogga eitthvað ?

Fríða (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband