Föstudagur, 9. október 2009
dramb er falli næst.
Góðir hálsar núna nálgumst við landleið. Í þessum töluðu orðum er stýrimannsvaktin að leggja seinustu kassana í lestina. Áætlaður komutími í land er 02:00 í nótt.
Ég er að hugsa um að hafa þetta dálítið óhefðbundnara í þetta skipti. Mig langar að birta fyrir ykkur smásögu.
Ég tek það fram að innihald sögunar er uppspuni frá upphafi til enda og á sér engar stoðir í raunveruleikanum. Allar samlíkingar við raunverulega atburði og persónur eru hreinlega tilviljun.
Sögusviðið er loðnubáturinn Alfreð Jóhannsson, gamall og lúinn dallur sem munað hefur fífil sinn fegurri. Við erum stödd inní borðsal skipsins, þar eru fáir á ferð enda flestir í fastasvefni eftir átök næturinar.
Þar situr hinsvegar matsveinn skipsins. Hann er rauðbirkinn og þéttur á velli. Hann situr í hægindastól og leggur kapal í makindum sínum og kjamsar á samloku með bjúgu. Inn gengur stýrimaður skipsins, hann er ungur maður sólbrúnn og með ljósar strípur í hárinu sem hann lét setja í sig á flottri klippistofu á laugaveginum.
"Hvað ertu að borða eiginlega?,, spyr ungi stýrimaðurinn.
"Samloku með bjúgu." svarar matsveinninn.
"Með bjúgu? Veistu ekki að þetta er ekkert nema fita og ógeð, þú ættir nú frekar að fá þér einn próteinsjeik svo Þú verðir eins massaður og ég.,, segir stýrimaðurinn á meðan að hann blandar sér próteinsjeik í vatn.
"Þú ert linur eins og franskbrauð,, segir ungi maðurinn á sama tíma og hann klípur í upphandlegg matsveinsins.
Nú var þolinmæði matsveinsins á þrotum. Hann stendur upp og segir: "Fyrst að þú ert soddan rúgbrauð þá ættuðu nú ekki að eiga í vandræðum að taka gamla manninn í hryggspennu.,, Stýrimaðurinn veðraðist allur upp við þessa áskorun og lagði frá sér próteinsjeikinn og líkamsræktarprógrammið sem að hann fékk frá Magga Bess. Þeir setja sig í stellingar og eftir circa 5 sekúndur lá sá ungi á jörðinni og vissi ekki hvaðan á sér stóð veðrið þegar að matsveinninn segir við hann: "þú ættir kannski bara að fá þér bjúgu."
---------------
Boðskapur sögunar?
Þú færð kraft úr bjúgu.
Ég er að hugsa um að hafa þetta dálítið óhefðbundnara í þetta skipti. Mig langar að birta fyrir ykkur smásögu.
Ég tek það fram að innihald sögunar er uppspuni frá upphafi til enda og á sér engar stoðir í raunveruleikanum. Allar samlíkingar við raunverulega atburði og persónur eru hreinlega tilviljun.
Sögusviðið er loðnubáturinn Alfreð Jóhannsson, gamall og lúinn dallur sem munað hefur fífil sinn fegurri. Við erum stödd inní borðsal skipsins, þar eru fáir á ferð enda flestir í fastasvefni eftir átök næturinar.
Þar situr hinsvegar matsveinn skipsins. Hann er rauðbirkinn og þéttur á velli. Hann situr í hægindastól og leggur kapal í makindum sínum og kjamsar á samloku með bjúgu. Inn gengur stýrimaður skipsins, hann er ungur maður sólbrúnn og með ljósar strípur í hárinu sem hann lét setja í sig á flottri klippistofu á laugaveginum.
"Hvað ertu að borða eiginlega?,, spyr ungi stýrimaðurinn.
"Samloku með bjúgu." svarar matsveinninn.
"Með bjúgu? Veistu ekki að þetta er ekkert nema fita og ógeð, þú ættir nú frekar að fá þér einn próteinsjeik svo Þú verðir eins massaður og ég.,, segir stýrimaðurinn á meðan að hann blandar sér próteinsjeik í vatn.
"Þú ert linur eins og franskbrauð,, segir ungi maðurinn á sama tíma og hann klípur í upphandlegg matsveinsins.
Nú var þolinmæði matsveinsins á þrotum. Hann stendur upp og segir: "Fyrst að þú ert soddan rúgbrauð þá ættuðu nú ekki að eiga í vandræðum að taka gamla manninn í hryggspennu.,, Stýrimaðurinn veðraðist allur upp við þessa áskorun og lagði frá sér próteinsjeikinn og líkamsræktarprógrammið sem að hann fékk frá Magga Bess. Þeir setja sig í stellingar og eftir circa 5 sekúndur lá sá ungi á jörðinni og vissi ekki hvaðan á sér stóð veðrið þegar að matsveinninn segir við hann: "þú ættir kannski bara að fá þér bjúgu."
---------------
Boðskapur sögunar?
Þú færð kraft úr bjúgu.
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.