Leita í fréttum mbl.is

úr noregslandi

Seint koma blogg, en koma þóEftir mikil fundarhöld og samráð um borð, hefur verið ákveðið að henda inn eins og einni færslu á bloggsíðuna ógurlegu.Erum við staddir hjá frændum okkur Norðmönnum og erum að fiska þar sannkallaða eðalsíld, gengur veiði og vinnsla með ágætum og er rétt svo bleytt í trollinu til að fá skammtinn fyrir sólahringsvinnslu.Erum við að framleiða í flapsa og singles og gengur það svona stórfínt, neðsta lagið að verða fullklárað sem gera um 170 tonn.Stefnum með þessu áframhaldi að verða búnir að fylla á þriðjudag eftir hádegi.Einhverjar gangafréttir hafa verið á sveimi á að við munum landa í Noregi, en ég sel það ekki ódýrara en ég keypti það.Búið er að ákveða að jólafagnaður og síldarslútt áhafnarinnar verði helgina 11-13 desember, og verður haldið á fjörukránna í Hafnarfirði slafrað í sig jólamat að sið forfeðra okkar, og drukkinn mjöður með.Segjum þetta gott í bili...Von er á næstu blogg færslu um miðbik marsmánaðar, og væri gott að landsmenn punktuðu það hjá sér inn á dagatalið :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband