Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Síðustu fréttir
Jæja sælt veri fólkið já og góðan og blessaðan daginn hér frá færeyjum af okkur er það að frétta að við liggjum hér í vari rétt fyrir utan fuglafjörð og erum að klára að frysta aflan sem við fengum í gærkveldi og klárast það núna seinni partinn og er svo ætluninn að fara í land og landa í bræðslu í nótt og vonandi einhverjum 340 tonum í frost með morgni. Svo þarf að bíða eftir umbúðum sem koma vonandi með fossinum á laugardag en annað er ekki að frétta nema kafteinn Þorsteinsson situr nú sveitur við lagasmíðar fyrir næstu plötu Bubba Morteins þar sem hann ætlar að leyfa alþjóð að heyra alveg nýjar víddir í lagasmíði og textagerð,
En annars bara bestu kv frá Allanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Þrjú fréttir
Í fréttum er þetta helst Bubbi Mortens hefur boðið Daða skipstjóra að taka með sér lagið og spila á kassagítar á nýri plötu sinni fuglafjardarblús eftir að hafa séð hann reyna fyrir sér í þættinum bandið hans Bubba alveg satt. En þá af fréttum á veiðum og vinnslu við erum komnir með ca.220ton í frystilest og gengur bara vel að frysta
kv frá Allanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Afmæli Aðalsteins Jónssonar
Aðalsteinn Jónsson fyrrverandi forstjóri og eigandi Eskju er 86 ára í dag. Óskum við í áhöfn Aðalsteins Jónsonar SU-11 honum hjartanlega til hamingju með daginn og óskum honum alls hins besta.
Látum við fylgja með smá ágrip sem fengið var af vef Eskju hf. www.eskja.is
Á seinni hluta 6. áratugarins hafði rekstur Eskju hf. gengið erfiðlega, og leiddi það til þess að tveir aðilar komu með nýtt hlutafé inn í félagið árið 1960, þeir bræður Aðalsteinn og Kristinn Jónssynir, og eignuðust 2/3 hlutafjár í félaginu, og tóku við stjórn þess. Ingólfur Hallgrímsson sem verið hafði framkvæmdastjóri félagsins frá 1949 lét af störfum. Aðalsteinn Jónsson tók þá við starfi forstjóra og Kristinn varð stjórnarformaður. Það er ekki ofsögum sagt að forstjóratíð Aðalsteins hafi verið tími mikillar uppbyggingar hjá fyrirtækinu þar sem kjarkur og áræði eldhugans breyttu nánast gjaldþrota félagi sem aðeins átti frystihús í fjörukambinum á Eskifirði, í eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með fjölbreytta og sterka starfsemi. Aðalsteinn gegndi forstjórastarfinu tiláramóta 2000/2001 eða alls í 40 ár sem án vafa eru mestu uppgangsár í sögu Eskifjarðar og enginn efast um að af öðrum ólöstuðum er þáttur Aðalsteins þar stærstur. Við starfi Aðalsteins sem forstjóri tók Elfar Aðalsteinsson, en hann var áður framkvæmdastjóri Fiskimiða hf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Loksins, loksins,
Jæja, mikið var segja sjálfsagt sumir. En dömur mínar og herrar örfáar myndir hafa verið settar inn á þetta víðfræga blogg okkar hér á Aðalsteini Jónssyni.
En þá að öðru, þá gengur bara nokkuð vel að frysta og í þessum pikkuðum orðum eru komin um 115 tonn niður, og fréttir herma að það sé bara ágætis fiskirí.
Látum nokkrar myndir fylgja með en hægt er að skoða fleiri í myndaalbúmi hér
Lolli, stjórnandi hinna frábæru stýrimannavaktar.
Svona líta gersemarnar út.
Haraldur matsmaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Stuttar fréttir
Góóóóðan daaaaaaginn eins og einn góður áhafnarmeðlimur hér um borð myndi orða það. En þá að máli málanna,starfsmannasjóðnum nei ég meina veiðum og vinnslu við létum trollið fara um eitt í nótt og höluðum eftir ca 5 tíma 140ton af sæmilegum kolmunna sem nú er unnið hörðum höndum að frysta undir stjórn hinns goðsagnakenda lolla stýrimanns
kv frá allanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. janúar 2008
Fyrsta hal
Jæja þá er vinnslan komin á fullan sving, köstuðum í morgun um sex leytið og hífðum um tíu leitið 200 ton af þessum líka ágæta kolmunna(mætti þó vera aðeins stærri) sem við erum að frysta núna
En annars bara allt það besta kv strákarnir á Allanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. janúar 2008
Farnir á miðin
Sælt veri fólkið.
Þá er komið að þveim stórmerkilega atburði að landfestar voru leistar í morgun eftir að menn höfðu farið í messu hjá philadelfíu söfnuðnum.
Landlegan var áfallalaus hjá okkur flestum, enginn í fangageymslum eða neitt þaðan af verra.
Við stefnum hraðbyr suður á bóginn eða þar sem að við vorum að glamra í síðasta túr. Veður spáin er svona upp og ofan, kaldafýla eða logn til skiptis.
kv.strákarnir á allanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. janúar 2008
Ennþá í fuglafyrði.
Við vorum vaktir í morgun til að færa og hugsanlega að fara út á sjó. Ákveðið var að fara ekki úr höfn eins og staðan er í dag. Ekkert hefur verið ákveðið en veðurspáin er ekki góg næstu daga.
Það er ekki amalegt þar sem að það er víst kántrýball í höllinni í kvöld, með hinum sívinsælu "TWILIGHT" frá færeyjum. það er aldrei að vita nema að skipshljómsveitin mæti og nái sér í einhverja slagara í "gigg" möppuna.
kv.strákarnir á allanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Síðustu tonnin
Núna fer að líða á seinni hlutann á þessum túr. erum að dæla úr fullum sekk, veit ekki hversu mikið er í en kem með upplæysingar og hugsanlega myndir í fyrramálið. komin niður einhver 430 tonn og góður slatti í bræðslu. Eigum löndun á miðvikudag í fuglafyrði og svo er það frost á fimmtudaginn í thorshavn city.
kv.strákarnir á allanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF