Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Á leiðinni í land

Jæja ágætu áhugamenn um bloggsíðuna okkar,

Fyrst viljum við biðjast afsökunar á bloggleysi þennan túrinn, en það helgast fyrst og fremst af mjög svo lélegu netsambandi þarna niðurfrá á hinu margrómaða Rockal-svæði. (einnig spilar sjálfst svolítið inn í, leti í áhafnarmeðlimun þar sem ekki er búinn að vera nein vinnsla síðustu daga og menn nenna ekki að vera að þvælast fram í vinnslu eða upp í brú til að blogga.  Þetta stendur samt allt til bóta þar sem búið er (fyrir lifandis löngu) að lofa tölvu í setustofuna hjá okkur og vonandi að menn verði iðnari við bloggskriftir, þegar hún kemur loksins. 

En þá að máli málanna, við erum semsagt á leiðinni í land og áætlum að verða inni á Eskifirði milli 12 og 6 aðfaranótt sunnudags, en nánari tímasetning verður birt þegar nær dregur landi.  Það spáir skítabrælu á okkur á morgun þannig að þetta getur allt breyst.

Við erum með fulla frystilest af eðalsvartkjaft eða rétt tæp 300 tonn, sem við lukum við að fylla á  mánudaginn síðasta og erum síðan búnir að vera að sanka að okkur í grútarlestarnar. Það tókst að lokum að fylla þær (nánast) síðustu nótt og gátum við þá lagt af stað heim í fjörðinn fagra.

og það eru nýar myndir í albúminu Kolmunni 2008

ps. settum inn smá æfingaprógram hér fyrir neðan fyrir Ómar, gott fyrir hann að æfa sig í að bakka í stæði fyrir sumarið...

Loðnu slútt

Jæja þá er loðnuveiðum okkar á allanum að ljúka þetta árið,erum á heimleið í fjörðinn fagra þar sem áætlað er að landa loðnu í bræðslu kl:1700 á staðartíma og svo uppfrá því að klara að frysta þennan blessaða hæng fyrir Pútín og hans félaga í austri . svo verður  stefnan sett í suður á hið óviðjafnanlega hafsvæði hatton rockall þar sem moka skal upp kolmunna í miklu magni. En svona til þess að kveðja þessa blessuðu loðnuvertíð þá settum við inn nokkrar myndir þángað til næst kv frá allanum

 

 

 

 

 

MýrdalsjökullHuginn að gefa okkur loðnuAggi og DaðiHöfðingjarnir á Huginn VEAllt á fulluÍvar og Danni í hringjunumNiðurleggjarinnDaði að plokka hringinga afNótin að renna útÍ kassanum

 


Endir á loðnuvertíð

Jæja, þá er loðnuvertíðin á þessu ári að renna sitt síðasta og erum við hættir á veiðum.  Gekk alveg þokkalega hjá okkur, svona miðað við hvernig þetta leit allt út fyrir nokkrum vikum.  Köstuðum nokkrum sinnum í gær og fengum um 100 tonn gefins frá Huginn VE, og þökkum við þeim kærlega fyrir.  Frystingin er á fullu og vantar okkur um 50 tonn í frystilestina.  Sennilegast löndum við úr henni og skellum okkur síðan út á fjörð aftur að frysta það sem er í tönkunum.

Meira er ekki í fréttum að sinni

 

Huginn að gefa okkur loðnu

 Huginn VE að gefa okkur um 100 tonn

 

Allt á fullu

 Strákarnir í kassanum

 

Vestmannaeyjar í baksýn

 Nótin dregin og Vestmannaeyjar í baksín

 

Daði að plokka hringinga af

 Daði að draga nótina

 

 Sölvi, Ívar og Stjáni

 

Aggi og Baddi

 Aggi og Baddi

 

3 að bíða eftir að flautað verði

 Halli, Þórhallur og Rambó

 

Höfðingjarnir á Huginn VE

Og ein af Kolla og félaugum á Huginn, enda gríðalega "myndarlegi" menn.

 

Fleiri myndir hérna 

 


Afmæliskveðjur frá sólarlandafaranum.

Góðan daginn, í dag er merkilegur dagur, en hann Haraldur Harðarson er 34 ára í dag að ég held. En hann er yfir matsmaður um borð. Hann á líka flottasta touringinn á landinu, sem að hann fékk fyrir spottprís.  Hann mun að öllum líkindum bjóða uppá pylsur í matinn í hádeginu að hætti danna pólska.

kv.úr flugstöðinni.Halli


Á landleið

Já nu erum við lagðir af stað í land. Ættum að vera inná firði í kvöld. Við köstuðum druslunni tvisvar í gær og fengum mjög gott í báðum köstum, svo fengum við gefins frá Sighvati VE og svo gáfum við Hoffellinu ca. 250 tonn, en þeir urðu fyrir því áfalli að sprengja nótina hjá sér og urðum við að koma þeim til hjálpar. Dagurinn í gær var ekki alveg áfallalaus, við lentum í því að tromlan á flokkaranum brotnaði og þurfti að sjóða í hana, var þá yfirvelstjórinn ræstur í verkið til að aðstoða menn í þessu brasi, voru þá menn snöggir til með kaffibollann því hann byrjar ekki daginn án hans. Þeir áttu ekki í vandræðum með þetta og voru snöggir að því. Þegar þegar buið var að kippa þessu í lag þá kom einhver tregða í frystitækin hjá okkur, en menn eru nu að verða pínu sjóaðir í þeim málum og voru ekki lengi að redda því. Nu svo þegar við vorum að byrja dælingu í gær þá fór glussaslanga í dælunni og þurfti  að skipta um hana í hvelli og lögðust allir á eitt með það. En til gamans má geta þess að Lolla var buið að dreyma mjög illa nóttina á undan og talaði mikið um það að það yrði eitthvað bras, en til mikillar lukku svaf hann mjög vel í nótt og hefur ekkert bilað ennþá hehe. Það gengur því vel í vinnslunni nuna og eru komnir 16 þús kassar niður og er Runólfur einkar jákvæður í dag um gott gengi í vinnslunni. Sendum við svo bara bestu kveðju í land til þeirra sem vilja, þeir sem ekki vilja geta bara átt sig Grin

 

 

 

 

runni
Erum aldrei þreyttir að birta myndir af Runna kyntrölli


Heil og sæl

þá koma smá fréttir af okkur hér á Allanum. Við liggjum núna fyrir utan Þorlákshöfn og erum að frysta á fullu, sem stendur erum við að frysta á rússan og lítur allt út fyrir að við séum hættir að frysta á Japan þar sem þeir eru svo nískir að þeir tíma ekki að borga nóg fyrir þetta gull. Það er búið að vera bræla á miðunum en það lítur betur út með morgundaginn, og vonumst við til að geta kastað í blíðskapar veðri  á morgun og geta fyllt á vinnslutankana sem mundi kannski getað dugað til að fylla frystilestina hjá okkur.  Við erum komnir með 12 þúsund kassa í lest og með þessu áfram haldi ættum við að geta verið í landi snemma á miðvikudag, ekki slæmt.  Það lá vel á kokknum í dag, hann brosti allan hringinn, og ekki að ástæðulausu, jú Liverpool vann í dag, en því miður lá ekki eins vel á matsmanninum okkar honum Halla H. í gær því hans menn í West Ham töpuðu frekar illa og einnig tapaði Fram í bikarnum í handbolta, en þess má geta að Halli var einu sinni í marki í fram. Ómar litli er sífellt tuðandi vegna þess að það er aldrei frysti stopp þegar hann á lest, þetta kemur mönnum mjög á óvart að hann skuli vera að tuða svona þar sem hann er nu einn bjartsýnasti maðurinn her um borð.
svo að öðru, ég vil óska eftir eiganda af hátískufatnaði sem er í lín herbergi skipsins, hann hefur legið það í ansi langan tíma. svo hefur ákveðinn maður tekið sér einræðisvald og kaus nyja menn í stjórn hjá Eðal Group, en það er sjoppan hjá okkur um borð, þeir sem kosnir voru eru, Halli H sem verður stjórnarformaður, Danni sem er starfandi stjórnarmaður, og Sölvi frændi sem verður lagerstjóri. Fyrsta verk hjá nyrri stjórn var að fara ekki að fordæmum glitnis og ákvað á fundi sínum að hækka laun stjórnar manna um helming.

svo viljum við þakka Guðmundi Vals fyrir vel unnin störf hér um borð, en hann ákvað að snúa sér að öðrum málum. látum við her fylgja mynd af gæjanum . 

 

 

 

Gummi
Og hér er svo Guðmundur ég veitt ekki veitt ekki við sýna uppáhalds iðju að pakka. Gummi farnist þér vel í nýju starfi 

 


Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband