Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Kreppukóð.

Já vegna slakra frétta af kolmuna miðum hefur eskja ákveðið að senda skip sín á gulldepluveiðar. verið er að gera skipin klár til veipa og er áætlað að fara út um leið og allt er klárt. Einungis 13-14 menn eru um borð í hverri veiðiferð og fer þessvegna eitthvað af mannskapnum í frí og skora þeir á áhöfn næsta túrs að vera duglegir að blogga um gang mála.

kv.frímann


Ný sjoppustjórn

Núna í hádeiginu var haldinn Aðalfundur Eðalgroups (starfsmannafélags Aðalsteins Jónssonar SU-11).

Dagskrá

1. Kosning nýrrar Stjórnar

2. Önnur mál

Var mikið skeggrætt á þeim fundi og voru nýjar reglur samþykktar og svo kosnir nýjir stjórnarmenn, en þeir eru Þórhallur Hjaltason, Davíð Örn Helgason og Þórhallur Freyr skúlason.

Eru fráfarandi stjórn færðar þakkir fyrir velunnin störf á síðasta ári sér í lagi, hin stórkostlega jólahlaðborðsferð sem farin var á Hótel Sögu.

jolahladbord

 

Af vinnslu er það að frétta að verið er að dæla einhverjum afla, og er áætlað að vinnsla komist á fullt skrið 16:53 í dag. En ekki er búið að frysta neitt síðan við fórum frá Færeyjum á sunnudag.

Meiri fréttir síðar

 


Löndun í Klaksvik

Góða kveldið

Vegna brælu var ákveðið að fara til færeyja og landa þessum 390 tonnum sem við erum komnir með í lestarnar. Við komum til Klaksvikur um 2 leitið í dag, og var hafist handa strax við að landa upp úr skipinu.

Ekki er vitað hvenær verði farið út en vonandi verður það sem  fyrst.

Langar okkur að benda á Facebook síðu fyrir skipið sem við erum með, og eru fleiri myndir þar inni, eins eru myndir tengdar sjómennsku frá fleirum en okkur á þessari síðu

 

 kveðja

Allinn


Lagðir af stað í túr nr 2

Sælt veri fólkið, Nú erum við lagðir af stað í kolmunna túr nr. 2 á þessu ári eftir að hafa landað um 1000 tonnum á Eskifirði á Laugardag, eftir að hafa verið 6 og hálfan sólahring höfn í höfn. Af því fóru rúm 500 tonn í bræðslu og tæp 500 tonn í frystigeymslu.

Við erum staddir við færeyjar núna og  eigum einvherja 10 tíma eftir á miðin, Veðurútlitið er ekki gott í augnablikinu og spáir bara skítabrælu eitthhvað fram eftir vikunni. En við vonum að þetta reddist allt saman og að við fáum eitthvað til að moða úr, svo við verðum ekki of lengi í þessum túr

 yfir og út


Kolmunaveiðar framundan.

Jæja þá er búið að flauta í herlúðrana og hefur undirbúningur fyrir kolmuna veiðar staðið í allan dag. olíutaka stendur núna yfir og er áætlað að henni muni ljúka um 6 leitið. Áætlað er að halda til veiða um leið og að henni muni ljúka. Ekkert hefur frést af loðnu ennþá en þegar að og ef að kvóti verður gefin út er ætlunin að fara á þær veiðar.
Árið sem að er að líða er það besta sem að gert hefur verið á skipið og vonum við að þetta verði ekki verra, en aflaverðmæti var 1430 miljónir og einhver cr.32 þúsund tonn uppúr sjó. en skipið var frá veiðum í einhverja 3 mánuði vegna viðhalds.
kv.strákarnir á allanum.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband