Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

dramb er falli næst.

Góðir hálsar núna nálgumst við landleið. Í þessum töluðu orðum er stýrimannsvaktin að leggja seinustu kassana í lestina. Áætlaður komutími í land er 02:00 í nótt.

 

Ég er að hugsa um að hafa þetta dálítið óhefðbundnara í þetta skipti. Mig langar að birta fyrir ykkur smásögu.

Ég tek það fram að innihald sögunar er uppspuni frá upphafi til enda og á sér engar stoðir í raunveruleikanum. Allar samlíkingar við raunverulega atburði og persónur eru hreinlega tilviljun.

Sögusviðið er loðnubáturinn Alfreð Jóhannsson, gamall og lúinn dallur sem munað hefur fífil sinn fegurri. Við erum stödd inní borðsal skipsins, þar eru fáir á ferð enda flestir í fastasvefni eftir átök næturinar.

         Þar situr hinsvegar matsveinn skipsins. Hann er rauðbirkinn og þéttur á velli. Hann situr í hægindastól og leggur kapal í makindum sínum og kjamsar á samloku með bjúgu.                                            Inn gengur stýrimaður skipsins, hann er ungur maður sólbrúnn og með ljósar strípur í hárinu sem hann lét setja í sig á flottri klippistofu á laugaveginum.

"Hvað ertu að borða eiginlega?,, spyr ungi stýrimaðurinn.

"Samloku með bjúgu." svarar matsveinninn.

"Með bjúgu? Veistu ekki að þetta er ekkert nema fita og ógeð, þú ættir nú frekar að fá þér einn próteinsjeik svo Þú verðir eins massaður og ég.,, segir stýrimaðurinn á meðan að hann blandar sér próteinsjeik í vatn.

"Þú ert linur eins og franskbrauð,, segir ungi maðurinn á sama tíma og hann klípur í upphandlegg matsveinsins.

Nú var þolinmæði matsveinsins á þrotum. Hann stendur upp og segir: "Fyrst að þú ert soddan rúgbrauð þá ættuðu nú ekki að eiga í vandræðum að taka gamla manninn í hryggspennu.,,                           Stýrimaðurinn veðraðist allur upp við þessa áskorun og lagði frá sér próteinsjeikinn og líkamsræktarprógrammið sem að hann fékk frá Magga Bess.                                                                        Þeir setja sig í stellingar og eftir circa 5 sekúndur lá sá ungi á jörðinni og vissi ekki hvaðan á sér stóð veðrið þegar að matsveinninn segir við hann: "þú ættir kannski bara að fá þér bjúgu."

---------------

Boðskapur sögunar?

Þú færð kraft úr bjúgu.

Ég fer í fríið.

Komiði sæl og blessuð lesendur góðir.

Við byrjum á byrjuninni eins og vanalega og tökum púlsinn af veiðunum. Í frystinn eru komin heil 250 tonn af heilfrystri síld og þíðir það að við erum akkúrat hálfnaðir í þessari veiðiferð. Ef þetta gengur áfram með þessu áframhaldi þá ættum við að verða komnir í sparigallann á föstudagsmorgun.

 Lokahóf knattspyrnudeildar Fjarðabyggðar var um seinustu helgi og voru nokkriri áhafnarmeðlimir þar og sýndu mikla takta í ræðuhöldum. Sölvi dró 2 verðlaunahafa með sér í þessa veiðiferð og eru það besti leikmaður ársins Jóhann Ben og besti fagnarinn Grétar Ómarsson. Þeir eru búnir að koma með ferskt blóð um borð.

Þessi veiðiferð byrjaði nú ekki vel og slitum við togvír í fyrsta holi og neiddumst til að fara í land og skipta um víra með aðeins aum 40 tonn til löndunar. Það tók snillingana hans tandra circa 15 mínútur að henda þessu á bretti og koma þessu frá borði enda hörkukallar þar á ferð.

Það forfallaðist annar baadermaðurinn hjá okkur og fengum við varamannkláran af kantinum og er það þúsundþjalasmiðurinn Sölvi Fannar sem efur tekið yfir þessu ábyrðarhlutverki. Tækin hafa aldrei verið í betra standi.

Talandi um stand þá kom upp skemmtilegt atvik þegar sannaðist að Haraldur hávaxni var að borða rúllutertu og hrósaði henni í hástert, þessi dýrindismáltíð breyttist skyndilega í martröð þegar að hann hann sá að það voru sveppir í hálfétnu rúllutertunni og hrætki hann henni útúr sér með miklum tilþrifum undirrituðum til mikillar ánægju.

Hingað til hefur aðeins verið einn MSN kóngur um borð og hefur það verið Tóti Trausta.

(Fyrir þá sem ekki vita er MSN spjallforrit á netinu)

Núna hefur honum borist mikil samkeppni og keppast þeir á lyklaborðinu Tóti og Jói Ben.

 

Loksins er orðið hægt að horfa á enska boltann með tilkomu nýrrar sjónvarpstöðvar á hnettinum og nýrrar upptökutölvu í borðsalnum þetta er mikil betrumbæting frá fyrra ástandi og er þetta búið að vera gífurlega góð mórölsk innspýting á mannsakapinn. Verst er að núna þurfa Liverpool menn að horfa á sína menn tapa í stað þess að lesa um það á mbl.is.

Held að þetta sé að verða gott í bili og ég hendi líka inn nokkrum myndum sem teknar voru við vírastrekkjun.

p1010291b.jpg

 

 

 p1010297b.jpg

 

 

 

 p1010292b.jpg

 

 p1010293b.jpg

 

 

p1010303b.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband