Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

.

Jæja drengir og stúlkur.

     Við erum búnir að taka 2 köst og vinnslan er komin á fullt skrið. Menn taka því fagnandi að fá að taka í nótina enda eru flestir orðnir nokkrum kílóum of þungir eftir flotrollið.  Frysting gæti ekki gengið betur og erum við að massa niður á vaktinni einum 40 tonnum.

        Kraftlyftingafélagið er að tröllríða öllu um borð og hlaupa meðlimir á annað hundraðið um heim allan. Áhugasamir geta sótt um á facebook. Félagið hefur ákveðið að fjölga starfsfólki og hafa eftirfarnandi einstaklingar verið ráðnir.

Tóti: Einkaþjálfari.

Sölvi: Skemmtanastjóri.

Kristján Örn: Sjúkraþjálfari.

 

Þess má geta að umsókn Daða Þorsteinnsonar um stöðu stjórnarformanns hefur verið hafnað og stendur staðan laus en sem komið er.

Sölvi og Stjáni eru núna hættir að borða hamborgara eftir að Daníel yfirbryti reyndi að eitra fyrir þeim, sem betur fyrir þá eru þeir meðlimir í KFAJ því annars hefði getað farið verr.

 

Þórhall... Nei ég meina Þorgrímur Þráinnsson hefur hafið sína árlegu tóbaksvarnarherferð og hefur áhöfn Aðalsteins ekki farið varhluta af því. Þorgrímur hefur sett sér það markmið að gera áhöfnina reyklausa með tilheyrandi boðum og bönnum.  Bátsmannsvaktin hefur haft gagnaðgerðir og reykja þeir nú helmingi meira til að vega á móti

Talandi um tóbak þá hefur Stjáni sett á laggirnar nýja tegund af neftóbaki/munntóbaki sem hefur aldeilis slegið í gegn. Ekki nóg með að áhafnarmeðlimir falli kylliflatir fyrir þessari efnablöndu heldur fá Japanskir ferðafélagar okkar ekki nóg af þessu. Kristján stefnir nú á að herja á Asíumarkað í sumar og hefur hann nú þegar þegar fengið 100.000.000 fyrirspurnir.

 

Búið er að færa vatnskælinn úr borðsalnum niðri í vinnslu og hafa klósettferðir aukist um 60%. Laust pláss er nú þar sem kælirinn stóð og vantar okkur eitthvað til að fylla upp plássið. Er einhver sem getur reddað okkur ísvél?


Massar og minni menn

Komið þið sæl öll sömul. Þá er ég mættur í öllu mínu veldi og ætla að taka þetta blogg með trompi.

         Það er nefnilega komið í ljós að eina ástæðan fyrir því að ég var ráðinn hér um borð var til þess að sitja sveittur bakvið tölvuna og skrifa.

Við byrjum á fiskifréttum: Folarnir á Allanum eru komnir á loðnuvertíð ef vertíð skyldi kalla, blíantanagararnir hjá Hafró eru nú frekar nískir þessa dagana og hafa útlutað okkur heilum 5 vörubílshlössum af loðnu til að vinna.

      Þá er það sem allir lesendur eru búnir að bíða eftir og það er innsýn inní mannlífið um borð. 

Það heitasta þessa dagana er "Kraftlyftinga félag Aðalsteinns J."sem er með aðstöðu í "fjósinu" eins og gymið er kallað. Þar má reglulega heyra hróp og lóðaskelli. Þórarinn yfir-einkaþjálfari er núna kominn með liðið í strangt mataræði sem að samanstendur af gulldeplumjöli og lýsi.

      Hafsteinn yfir-vélstjóri hefur núna í huga að breikka allar hurðar um borð í skipinu þar sem að áhöfnin er orðin svo mössuð að margir eiga erfitt að komast í gegnum þær.

Kristján Örn er samur við sig og býðst til að selja áhafnarmeðlimum lítið notað golfsett í tíma og ótíma. Stjáni er einnig byrjaður að taka námskeið í hundaþjálfun og hyggur á frama í þessari atvinnugrein eftir loðnuvertíð og miðað við kvótann sem okkur var gefinn er ekki langt í að hann taki til starfa.

        Mikil ást blómstrar á netinu núna og er menn að gera sig dælt við konur á öllum aldri og sannar þetta að ástin spyr ekki um aldur!

Það eru 2 Japanskir laumufarþegar um borð og þeirra hlutverk er að reyna að lækka verðið á hlutnum, þeir eru reyndar í felum núna eftir að þeir löbbuðu fram hjá fjósinu og sáu nautin að störfum. Þeir hafa ekki sést síðan.

 Þessir 2 aukafarþegar hafa gert það að verkum að 2 menn hafa þurft að deila klefa. Þetta ástand hefur gert það að verkum að Heiðar og Daníel hafa þurft að skipuleggja svefn/sjálfsfróun. Þessi sambúð fer vel af stað og læt ég þetta vera mín seinustu orð.

 

Ummæli dagsins: "Heiðar farðu frá ég er að reyna að horfa á Desperate Housewifes";  Haraldur Harðarson.

 


loðnuleit í gangi

Góða kvöldið lesendur, það helsta sem er að frétta er að við fórum út á sunnudag og var ferðinni heitið á hin auðugu gulldeplumið þar sem flotinn er búinn að vera gera það gott undanfarna daga.  En það var ekki lengi að breytast heyrðist af stórri loðnutorfu skammt vestur af ingólfshöfða og snerum við þá við og menn kallaðir út að þrífa lestar fyrir vinnslu.  Breyttist það svo fljótt aftur og snerum við þá við á gulldepluna aftur, og má segja að menn hafi nú bara þakkað fyrir það að hafa fengið eitthvað að gera þennan morguninn annað en að borða og leita af skíða dóti á pólsku EBAY.  En svo ákvað hafró að gefa út smá kvóta, sem líkist frekar snuði upp í kjaftinn á útgerðunum... 

En núna erum við allavega að leita af loðnu austan við land en því miður höfum lítið séð.  Stefnan er sett á Eskifjörð annað kvöld að ég held og taka á grunnnótina um borð og fara frysta loðnuna loksins, þessi örfáu tonn sem skipin fá (í bili).   En bjarsýnin er alls ekki farin héðan, stefnum við að sjálfsögðu á að finna mikið magn af henni hérna í nótt eða á morgunn.

 

biðjum að heilsa frímönnum í landi 

kv. í bili Aðalsteinn


Heimstím

Á heim stím erum við lagðir af stað á ný eftir vel heppnaðan túr og er áætlaður komutími á Eskifjörð fyrir miðnætti. Áhafnameðlimir eru ýmisst að horfa á enska boltann, skoða textavarpið (Runólfur Ómar) eða snyrta lappirnar á sér til blóðs (Halli Fribb) hver annar. Kokkurinn er að byrja undirbúning á veislu sem verður í kvöld, í forrétt verður hvítlaugsmarineraðir humar halar og í aðalrétt verður fylltar heiðargæsir í bláberja mauki, eftirréttur verður norskur verðlaunaís með asískri súkkulaði sósu uuuuuummmmm. Við vonum svo að hin áhöfnin verði  dugleg að blogga í næsta túr.

Kveðja Strákarnir á internetinu :)


Þrif

Heil og sæl.

já það gleymdist nu að setja inn færslu í gær vegna þess hve uppteknir við vorum við ýmis störf. Við vorum ræstir út um hádegisbil í gær og var skipun dagsins sú að þrífa útskipið og voru menn snöggir af staf og það með bros á vör. Halli Fribb var þar fremstur í flokki því hann gekk sem óður maður með Ajax brúsa og Tork rúllu í hönd og setti stefnuna á það að þrífa alla glugga svo þeir yrðu sem nyjir. Aðrir tóku ser tak á háþrýstidælum og hófust handa við herlegheitin. Þegar liðið var á daginn kom upp smá leiðinda atvik en við lentum í því að það slitnaði kapallinn hjá okkur, var þá tekið á það ráð að kippa trollinu inn og laga kapalinn. Það tók strákana ekki langan tíma að græja þetta og var svo dælt úr pokanum og uppskárum við fínan afla og vantar okkur ekki nema eitt hol til að fylla. Já ekki var nú allt búið þegar dælingu lauk, því þegar við vorum að setja pokann á sáum við að það var komið gat á hann og það var nu ekki lítið. Var þá ekkert annað að gera en að rífa af sér vettlingana og hefjast handa við að stykkja draslið. Mætti Halli Fribb með nálarkörfuna og byrjaði að þræða nálar fyrir hina vösku saumara, en til gamans að geta var orðið frekar liðið á kvöldið þegar saumaskapur stóð yfir og urðum við varir við það að það var orðið frekar áliðið fyrir suma því nálakörfukallinn var byrjaður að missa haus og urðum við því að ná í kaffi handa honum til að hann gæti þrætt í fleiri nálar, en þetta hafðist nu allt saman hjá okkur og voru menn fegnir því að komast í koju:)  Með þessum orðum kveðjum við í bili.

kv strákarnir á Alla


Blíða á Gulldeplu

Jæja þá er best að blogga pínu svo við fáum ekki alltaf þessar skammir um að við nennum ekki að setja inn nokkrar línur :) Það er buið að vera nóg að gera hjá strákunum í dag, eða flestum þeirra hehe. Mest var þó um að vera í lyftingarsalnum her um borð, menn eru í óðaönn að bæta á tjakkana hjá sér og lyfta lóðum eins og óðir menn, aðrir skella sér á hjólið og hanga þar í smá tíma, þó án þess að svitna, en monta sig svo á því að hafa varið löngum tíma á hjólinu ( nefni engin nöfn ), svo voru aðrir að gjugga í góða bók. Kokkurinn var með fínan glaðning í kaffinu í dag því hann skellti í rúllutertu sem bragðaðist frekar vel og slógust menn hreinlega um síðasta bitann, svo ætlar hann að bjóða uppá kjúlla í kvöldmat :.  Svo er stefnan sett á að hafa Alla bíó í kvöld, en það er ekki buið að ákveða hvað verður sínt, kemur í ljós.

jú svo að veiðum er það að frétta að við hífðum í gærkveldi um 420 m3 af Gulldeplunni góðu. svo var kastað aftur í morgunsárinu og er útlitið alveg þokkalegt og veðrið skemmir ekki fyrir núna því það er hið besta. Látum þetta duga í bili. kv  strákarnir á Alla


Gulldepla

Jæja þá erum við komnir á miðin aftur eftir að hafa landað einhverjum tonnum af gulldeplu á Eskifirði. Við létum trollið fara um 6 leytið í morgun í ágætis veðri. Við erum komnir með nýjan afleysingarkokk í eldhúsið hjá okkur, en það er hann Kiddi Mellon og er það frumraun hans í kokkeríinu herna um borð, en óhætt er að segja að það hafi farið vel af stað hjá kallinum og lofar þetta bara góðu :). Við munum birta myndir af honum í næsta bloggi.

kv strákarnir


Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband