Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Hvað er að frétta?

Kæru landsmenn virðulegi forseti og Kiddi Mellon. Ég biðst innilegrar afsökunar á blogg-skorti þennan túrinn en það vill of haldast i hendur að þegar að það er mikið að gera í vinnslunni þá vill það oft bitna á blogginu.

           Við erum á heimleið með næstum fullt skip. Við vorum ekki nema rétt rúma 5 sólarhringa á miðunum og er ekki mikið yfir því að kvarta. Skipið lullar núna á leið á fjörðinn fræga en það er haugabræla og er allt sem ekki er boltað niður farið af stað. Daníel yfirbryti var mjög ánægður þegar að hann leit í kælinn í morgunn og sá það að 1 lítra majones dolla var búin að dansa breikdans í kælinum með meðfylgjandi slettum. Þetta minnti óneitanlega dálítið á málverk eftir Jackson Pollock. Frekari slys á eignum eru það að bæði Heiðar og Þórhallur Freyr lentu í því að flakkarar þeirra fóru á flakk í bókstaflegri merkingu orðsins.

Halli Stóri er búinn að breyta nafni sínu og vill hann láta kalla sig núna Halla Austmann til heiðurs átrúnargoðinu sínu. Hann hyggur einnig á að fá sér strípur,vax og brúnkumeðferð til að FM hnakka sig aðeins upp. Spennandi tímar framundan.

Mig langar að setja upp fyrir ykkur smá leikþátt af samtali tveggja manna hér um borð.

Sögusviðið er kaffistofan í vinnslunni. Það er pása meðan að beðið er að frystitækin klári að frysta. Loftið er magnþrungin blanda af kolmunafýlu blandaðri við reykingalykt. Tveir menn menn eru í hrókasamræðum annar þeirra er eldri maður lágvaxinn með gleraugu sem sért lítið úr eftir slettur úr pökkun. Það sést að þar er hörkukall hokinn af reynslu sem hefur upplifað tímana tvenna. Hinn er í stærri kantinum með sár á hausnum sem að er eiginlega orðið að siggi vegna endurtekinna höfuð árekstra sökum stærðar hans. Á þessum tíma er mikið búið að vera að tala um ferðalög bæði innan og utanlands.

Stóri: ,,Hvað með þig Litli þarft þú ekkert að fara að skella þér í eina siglingu?"

Litli: ,,Ha á fragt?"

Stóri: ,,En þú verður nú allavega að fara að þrífa gleraugun þín"

Litli: ,, Það er fínt að hafa þau skítug þarf ég ekki að sjá framan í þig"

 

Fótboltinn er búinn að tröllríða öllu hér og eftir að Ferguson gerði sig sekan um mistök móti Liverpool er hálf áhöfnin tilbúin að taka við United enda eru allir komnir með nýja Manager leikinn í fartölvurnar og má Rafa þakka fyrir að vera búinn að skrifa undir nýjan samning. 

 

 Þá er komið að viðtali vikurnar en að þessu sinni er það sveitastrákurinn og gulldrengurinn Þór Sæbjörnsson.

Jæja Þór hvar eluru manninn? Eskifirði

Hefuru hugsað þér að fara í hundaræktun með Runólfi? NEI.

Hvaða síðu ferðu fyrst á netinu? mbl.is

Finnst þér orðið "smurapi" vera niðrandi fyrir starfstéttina? nei nei.

Hvort er betri vaktklefi í Aðalsteini eða Jóni Kjartans? Aðalsteini.

Með hverjum helduru í Enska? Chelsea

Hvaða bók lastu seinast? Véladagbókin

Ertu oft hjátrúarfullur? nei

En  blindfullur? sjaldan

Eitthvað að lokum? Ég vona að við komum heim óskaddaðir úr þessum túr.

Við þökkum Þór kærlega fyrir.

 

 ---------------

Að lokum vil ég hvetja fólk að ganga til liðs við grúbbuna "Halli Stóri á Facebook" þetta gengur ekki lengur hjá honum.

Tilvitnun dagsins: ,,London er það ekki í Bandaríkjunum?": Halli Fribb

 


Adalsteinnjonson.blog.is

Eins og ávalt þá byrja ég þetta á hinu hefðbundna jæja.

 

Jæja. Ég þykist vita að þið séuð búin að bíða með buxurnar á hælunum síðan seinasta færsla kom. Allavega Kiddi Mellon.

               Kolmunaævintýrið heldur áfram við strendur Írlands og erum við búnir að drösla uppúr hafinu einum 220 tonnum af þessum ljóta frænda þorsksins. Veðrið er búið að leika við okkur þessa dagana og gengur því vinnslan eins og Jóhanna Sig í prófkjöri.

     Það er búið að vera talsverður leiði yfir manskapnum þessa dagana og má rekja það við nýlegt tap Manchester fyrir Liverpool.  Sumir virtust taka þessum úrslitum verr en aðrir. Einnig fannst mér skrítið að það var sem að Liverpool aðdáendum hefði fjölgað tímabundið og voru menn sem alla jafna fylgjast jafn mikið með fótbolta og amma mín farnir að hrópa  níðingsóp í átt til okkar Mansaranna. Þykist ég nú vita að þessi gjörningur átti nú minna skylt við fótbolta en meira til að hrekkja Sölva Þeir ættu nú að vita betur en þeir sem þekkja til Söllarans vita það að hann er með mikið rólyndisskap og þarf nú meira en einn fótboltaleik til að koma honum úr jafnvægi. Hann er jafnan kallaður hinn hvíti Dalai Lama. 

  Fréttaskot: Sjoppustjórnin fallin? Sjoppustjórnin stendur nú á brauðfótum eftir að Sir Sleep-alot sagði sig nýverið úr stjórn félagsins. Heimildir adalssteinnjonson.blog.is herma að hann hafi ekki ráðið við álagið sem fylgdi þessari stöðu og hafi hann þess vegna sagt henn lausri. Ekki er vitað hvort að nýverið fjölmiðlagagnrýni hafi haft áhrif á ákvörðun "Sörins". Ekki náðist í hina 2 stjórnendur félagsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

     Segjum þetta gott í bili.

 

 

 

 

        


Er alveg orginal

Jæja kæru aðdáendur nær og fjær ég veit að þið eruð búin að bíða í öndvegi eftir því að ég komi með eitthvað ferkst á skjáinn. Dömur mínar og herrar biðin er á enda.

            Erum við nú lagðir á stað heim í Mekkuna. Fyrir þá sem ekki vita er það staður á Austurlandi sem að múslímar biðja í áttina til. Þar iðar allt af mannlífi og fagrar meyjar ganga um og sólin skín allan ársins hring. Pétri líkar svo vel við Eskifjörð að hann ákvað að fresta heimför sinni til að getað eytt helginni í sumarhúsunum við Mjóeyravita.

                            Pétur hefur sett sig í samband við adalsteinnjonson.blog.is og hefur hann verið ráðinn sem formaður greiningardeildar síðunnar og mun hann á næstu dögum koma með sérstakt kreppuhorn þar sem hann ráðleggur lesendum hvernig hægt er að gera mikið fyrir lítið.

Þar verður hinsvegar ekki stoppað lengi bara rétt til að landa 410 tonnum af frosnum kolmuna  og 850 af maukuðum kolmuna. Einnig er líklegt að Stefán hinn langi þurfi að líta yfir trollið.

                  Vonir drengjanna um gylltan Guiness og írskar íturvaxnar snótir fóru fyrir lítið þegar að kallið kom frá landi og stefnan sett á Ísland. Verst þykir manni nú að hafa mist af St. Patricks day sem að er einn mesti drykkjudagur Írlendinga. En sneiðin kennir naktri konu að stynja og er sennilega opið á Cosy á morgunn.

     Það helsta af stýrimanns vaktinni er það að drengirnir eru alveg dolfallnir yfir einstökum hæfileikum mínum í dósakörfubolta. Ég hef nú sett heimsmet í þessari íþróttagrein og er nú búinn að hitta 8 dósum í röð yfir vaskinn og ofan í ruslið ruslið.  Baldur reyndi meira að segja að komast í veg fyrir skotið en meira að segja hafði þessi genabreytti risi ekki roð þessi ógnarskot.

Úrslitin eru ekki enn ljós í tippakeppninni en Kiddi Melroy og Grétar pakkari hafa verið staðnir að svindli. Eru þeir grunaðir að hafa reynt að hagræða úrslitum sér í hag. Þeim hefur verið vikið úr keppni meðan að rannsókn  stendur yfir.

     Ekkert svar hefur enn komið frá neinum af þeim 3 sjoppubankastjórum um nammi ástandið hér um borð.adalsteinnjonson.blog.is hefur reynt að hafa samband við Þórhall starfandi stjórnarformann en án árangurs. Þórhallur Freyr kemur um borð í næsta túr og kannski að hann geti varpað einhverju ljósi á málið. en er á huldu hver þriðji starfsmaður stjórnar eðal group er en hans er ákaft leita kannski að hann hafi fengið sér blund.??? Meira um það síðar. 

       Fleiri eru að koma um borð en þar má meðal annars nefna gagnkynhneigða lífsförunaut Halla Fribb sjálfur Runólfur "Stálmús"  Jónsson. Haraldur hefur nú brosað allan hringinn því að hann fær mikil fráhvarfseinkenni ef hann er of lengi frá Runólfi.

Að persónulegum nótum er sjálfstraust mitt í molum eftir að mér var tilkynnt það að af Halla F. og Agga að ég kæmi ekki til greina sem tilvonandi tengdasonur. Ég sem var búinn að sjá þetta fyrir mér að ég myndi flytja inn til Agga þar sem að við myndum eyða kvöldunum yfir taflborðinu. Ég er núna byrjaður í herferð til að sanna ágæti mitt og hef ég á hyggju að færa Agnari ríflegan heimamund í landlegunni.

Þá er komið af hinni hliðinni og núna er komið að eina West-Ham aðdáenda suðu-múla sýslu. Haraldi Harðar eða Halla stóra eins og við þekkjum hann.

Við byrjum á byrjuninni og segðu mér Halli hvar ert þú fæddur?

" Reykjavík City. "

Er það satt að þú hafir einu sinni verið kallaður í yfirheyrslu vegna stórsmygls á pulsum þegar að þú varst nýkominn til Eskifjarðar?

" já það er rétt" var fundinn sekur og afplánaði minn dóm fyrir

" Hvað finnst þér um það að það er kominn annar maður hér um borð sem er yfir 2 metrar?"

 "Ég er ósáttur við það"fyn fyrir smá minnimátakennd

"Hvað möguleika á ég að verða tengdasonur Agga?"

"Ég myndi segja litla. fyrr frysi í helv....."

"Hvenær er von á næsta singstar partý og finnst þér að Davíð ætti að leggja sönginn fyrir sig að fullri alvöru?"

"Fyrr en seinna og Nei og þá kannski dúett með Árna Johnsen eða Danna orginal"

"Nú ert þú búinn að eiga marga Wolksvagen, hvað ertu búinn að eiga marga og hefuru hugsað þér að fá þér bjöllu?" 10 stykki á 10 árum. og já ég hef oft dreymt um að eignast bjöllu?"


"Hvaða áhafnarmeðilm myndirðu nota sem beitu ef þú þyrftir?"

" Lolla það er svo seigt og stint í honum"

"Eitthvað að lokum?"

"Lifi West-Ham! og söngurinn lengir lífið"

 

 

segjum þetta gott  bili við þökkum Halla fyrir þetta innlegg.

 

Hílsen Nær og fjær.

Yfir og út.

 

 


Það var mjög nálægt því!

Ég ætla að byrja á því orði sem að fer Þórhalli Freyr best.

               jæja. Jæja kæru aðdáendur þá er komið að uppgjöri vikunnar hér um borð. Ég veit fyrir víst að þessi síða á sér dyggan og góðan aðdáendahóp sem bíður í ofvæni eftirinnsýn inní daglegt líf  áhafnameð-lima.

      Það er helst í fréttum að það er hauga bræla hérna og er engu líkt að Posseidon sjálfur hafi rekið all hressilega við. Veðrið er líka búið að setja strik í reikninginn og er það farið að hafa smá áhrif á vinnsluna og erum við þess vegna ekki búnir að setja niður nema um 1 miljón og 750 þúsund kolmuna. Meðal kolmuni vegur 140 grömm og reiknaðu nú! 

      En þá að máli málana...... Starfsmannasjóðnum, eða það er að segja sjoppustjórunum. Þeir eru búnir að sýna vanhæfni í starfi og hefur úrvalið oft verið meira. Þeir sitja hins vegar sem fastast og neita að axla ábyrgð og benda hver á annan. Þetta hljómar eitthvað svo kunnuglega allt saman er það ekki?

Mjög algeng eymsli hér um borð eu bakverkir. en eins annað þá leggjast þessi leiðindi mis ílla í menn. Halíus Friðbergs er með þeim fróðari um þennan líkanshluta en flestir aðrir. Þegar að Halli frétti að Danni væri kominn með slíka var Haraldur mjög hissa og sagði svo: ,,Hvernig getur Danni verið með bakverki í þessum eina hryggjalið! hann er bara einn hryggjaliður háls og haus.      

                          Ég veit hinsvegar alveg afhverju Danni er með í bakinu. Hann er orðinn svo massaður að byssurnar eru komnar í bullandi yfirvigt og er eins gott að við förum ekki Englands að landa því að því að hann yrði handtekinn strax í tollinum. Ég sé fyrirsagnirnar fyrir mér í bresku pressuni: "Icelandic terrorist arrested for carrying huge guns! " .

 Þá er hinsvegar komið að rúsínunni í pylsuendanum. En það er hin hliðin. Gestur dagsins er enginn annar en Þórarinn Traustason betur þekktur sem Tóti. Hann mun núna svara nokkrum spurningum. Núna skulum við kynnast Títa aðeins betur.

 

Hvað hefuru tekið mest í bekkpressu? 200

Hvað heitir snákurinn þinn? Skafti. (

Hvort eru flottari indverskar konur eða Indíána konur? Indíána

Með hverjum heldurðu í enska? Liverpool.

Ef að þú þyrftir að velja einn áhafnarmeðlim með þér á eyðieyju, hvern mynduru velja og afhverju? Inga því hann kæmi rafmagn á eyjuna svo ég kæmist á netið.

Hvernig bíl áttu? Engan

Hvort ertu rass eða brjóstamaður? Rassa.

Að lokum  hvaða ráð geturðu gefið lesendum síðunnar svo þeir geti verið svona hrikalega massaðir eins og þú? Nota nógu andskoti mikið af sterum!

 

þá  er komið að lokum og vil ég enda þetta á setningu dagsins:

,,Það sagði enginn orð ": Heiðar Högni.


Búálfar og bandalög

jæja hvað er að frétta? Ég skal sko segja þér hvað er að frétta.
             Eilífðarfolarnir á Aðalsteini eru komnir á kolmuna. Loðnuvertíðinni er lokið og þvílíka vertíðin, það voru tekin heil 6 köst alla vertíðina og það
þykir það nú ekki mikið á þessum bænum. En eins og venja er þá var haldin heljarinnar veisla og viljum við áhafnarmeðlimir þakka Þórhalli sérstaklega fyrir afnotið á íbúðinnni
hans.

        En þrátt fyrir frekar dapurlega vertíð þökk sé vinum okkar hjá Hafró. (sem skoða þetta blogg reglulega) Þá höldum við á vit nýrra ævintýra og er myndalegasta áhöfn Íslands
lagðir í víking við strendur Írlands. Það er nefnilega alveg kominn tími að við víkingarnir förum nú að kenna hálendingunum hvernig á að fara að þessu.
Þessi langa sigling á miðin hitar undir þann orðróm að lagst verði í erlenda höfn í lok veiðiferðar. Enda eru við komnir langa leið frá firðinum fagra.
       


    En þá að öðrum málum. Það hefur komið upp nýtt sakamál hér um borð. Þannig er mál með vexti að sænginni minni var hnuplað og gengur sá seki enn laus. 'Eg hafði verið að ganga
frá dótinu mínu en ekki verið búinn að búa um. STuttu seinna var hún gufuð upp. Ef einhver hafa einhverjar visbendingar sem leiða til endurkomu sængarinnar vinsamlegast hafið samband við
Lolla sem var hneikslaður á þessum svívirðilega glæp að hann sór þess heit að finna þann seka og koma sænginni aftur í sínar réttlátu hendur.


Nýjustu félagssamtökin hér um borð hafa verið stofnuð og bera þau nafnið "Leyni Manchester United klúbbur Aðalsteinns" en markið hann er að þeir sem að halda með United á laun geti hittst og rætt sín á mikki.
Meðlima listi verður svo birtur hérna innan síðar.

þá kveð ég að sinni og eins og þeir segja frændur okkar Írar: "Have i called Mr. Brown after the crisis? No, mabye i should have"

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband