Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Pressa

Smá glaðningur úr landi.(3 klikk til að sjá í fullri stærð)

� ekkert a� blogga?


Hvað er í gangi?

Veiðin er eitthvað að glæðast hjá okkur og erum við núna skriðnir yfir 300 tonna múrinn og stefnir allt í mun styttri túr heldur en sá svarti (Runólfur) spáði fyrir um. Ef heldur sem horfir gætum við dottið í land  snemma í næstu viku.

Nýr dagskráliður er að ryðja sér til rúms en það er óskalagahorn Heinkós á nóttunum. DJ Heinkó er búinn að vera að þeyta skífum og hrannast inn óskalögin. Tónlistarsmekkur manna er misjafn t.d. vill Þórarinn bara hlusta á reggae og vövðavinur hans Sæli hlustar bara á tónlistarmenn sem mála sig mikið eins og Kiss og Lady Gaga. kristinn Helgi er hinsvegar hrifinn af diskó smellum sem láta hann hrista skankana eins og naut í flagi.

Búið er að koma tippkeppni af stað fyrir leiki helgarinnar í ensku og leggja menn þar undir kók og prins í sjoppuni. Undirritaður ætlar sér núna að vinna upp stórslysið eftir HM í sumar. Greiningadeild Seðla Péturs setur stuðulinn 1.6 á að Pabbakútur taki pottinn.

Orðið á göngunum segir það að Lolli fái einhverskonar meltingartruflanir þegar að hringt er í hann frá Bylgjunni. Ekki er enn búið að nafngreina þennan sjúkdóm en hann lýsir sér í löngum ferðum á koppinn þegar von er á símtali.

Þór hefur ekki enn komist að því hver eftirherman er. Hann hefur samt fengið nokkrar vísbendingar og er aðeins tímaspursmál hvenær hann kemst að hinu sanna.

 kv. Allinn

 


Gissur svaraði kallinu!

Jæja.

 

Það er aðeins einn maður sem er í meiri dýrlingatölu en..... Nei nei það er enginn sem er meira í hávegðum hafður hérna um borð heldur en Gissur Sigurðsson. Málið er þannig að það er oft mikil barátta um útvarpsstöðvarnar. Ein stöð er föst á rás 2 en svo stendur valið milli Bylgjunar,Fm, X'ins, Flass og allra hinna stöðvanna. Þetta hefur oft valdið miklum deilum um borð  sérstaklega milli yngri og eldri áhafnarmeðlima. Eitt er hinsvegar á hreinu að þegar að Gissur er í bítinu þá hefur hann algeran forgang. Nýjasta útspil hans hefur aukið vinsældir hans til muna en hann spjallaði nýverið við Þór vélstóra um fréttir af bleiðunni. Við hlökkum til að heyra í honum aftur. Viva Gissur!

Ég sit hérna við tölvuna á rannsóknarstofunni og er að rita þessi orð þá tek ég eftir einu. Hver í fjandanum er að naga á sér neglurnar hérna eiginlega? 

Nýverið var Bjartmar í viðtali á Rás 2 og talaði þá um nýjasta lagið sitt "Negril" en þar á víst að finna fallegast sólarlag í heimi. Landkönnuðurinn Tóti T er á leiðinni á þessar slóðir og ætlar að taka ghetto-blasterinn með sér setja Bjartmar á fóninn og halda í höndina á Nedínu sinni. 

 Trollið er eitthvað búið að vera að stríða okkur en það hefur ekki stöðvar okkur að hala niður 210 tonnum og er þetta allt saman á áætlun og virðumst við vera full sjálfbærir án þess að vera að tvíbba (tvíburatroll) með einhverjum öðrum.

 Við viljum óska sjoppustjóranum og sólpallasmiðnum Baldri til hamingju með daginn. Uppáhaldsleikmaðurinn hans í ensku úrvalsdeildinni hann Marió Balotelli gaf honum góða afmælisgjöf en honum tókst að meiða sig á afmælisdegi Baldurs.

Til hamingju með daginn Baldur.

Jæja ég get ekki haft þetta lengra því að hádegisfréttir með Gissuri eru að byrja.

Þar til næst. 

Kv. Allinn.

 fribbarinn.jpg


Gissur ertu að lesa?

Við erum ennþá að bíða eftir því að Gissur sendu okkur kveðju úr bítinu á Bylgjunni en hún hefur ekki enn skilað sér í hús. Kiddi Melló er búinn að fórna hænsni til að biðla til æðri máttarvalda.

Hver er sinnar fæðu smiður segir einhversstaðar og eru menn búnir að slaka all verulega á buxnastrengnum eftir að pólska kyntröllið Herra Leckí stimplaði sig inn með T-bone steik og bláberjamöffins. 

Ný eftirherma hefur litið dagsins ljós en honum tekst einstaklega vel að leika Þór vélstjóra erum við strax farnir að plotta hvernig við hásetarnir getum notað þennan nýja hæfikeika okkur til framdráttar. Nokkrum hugmyndum hefur verið kastað fram og sú sem datt í bestu moldina var að reyna að koma bátnum í slipp til Jamaica.

86 tonn af síld eru komin í lestina og gengur þetta eins og á útvarpi Sögu.

Leidí Gasteinn skiptir um búninga á 2 tíma fresti og er þetta farið að bitna á afköstum en til að vinna þetta upp hefur hann ákveðið að hætta að borða enda fylgir hann fyrirmyndinni í einu og öllu.

 Ákveðið hefur verið að taka bíómyndina "Sex & the city 2" úr flakkara skipsins enda gerist ekkert í henni nema 4 kellingar að éta salat. Hinsvegar hefur útgáfum af nýjustu mynd Tóta "The expendables" verið fjölgað til að pungur manna komist í eðlilegt horf.

 

Viva Allinn!


Gagalisious.

Jæjæ þá.

Við erum mættir aftur á síldarmiðin rétt frá landi og erum byrjaðir að frysta.

Sigurvegari úr golfmótinu var Heiðar Högni en honum var dæmdur sigur eftir að hinir keppendurnir létu ekki sjá sig. Þeir urðu hræddir á síðustu stundu og flúðu til Reykjarvíkur. Heiðar spilaði hringinn á 45 yfir pari en það dugði til sigurs.

Runólfur Ómar er kominn til baka eftir verðskuldað frí og er hann búinn að jafna sig á því áfalli sem hann varð fyrir þegar að slökkviliðsmenn héldu honum í heljargripum í verkfalli sínu um daginn. Hann ætlar ekki að láta þetta koma fyrir aftur og segist fara allar sínar ferðir á jörðu niðri eftir þetta.

Heimshornaflakkarinn Tóti er að gera sig líklegan að setja fótinn sinn á farald. Talið er líklegt að löppin á honum muni stíga létt salsaspor á suðrænni eyju við kyrrahaf. 

Ný geisladiskur hefur verið settur í spilarann í vinnslunni og er það Ungfrú Gaga sem að hljómar núna öllum stundum en Sæli er að undarbúa sig fyrir atriði sitt í hæfileikakeppni AJ. Hann er líka búinn að breyta sloppnum og sjógallanum sínum til að "Gaga þetta aðeins upp".

Aggi Beider er að vinna í nýrri tölvu sem að hann er að setja saman en hún er tengd inná frystitækin og kæld með ammoníaki. Ammoníaksilmur sem kemur úr klefanum hans tengist hinsvegar ekki þessari vél heldur óhóflegrar drykkju á Mountain dew.

Höfum þetta í styttra lagi í dag og bendum við þeim sem vilja fylgjast með okkur í rauntíma á facebbokið okkar "Aðalsteinn Jónsson SU-11" 

Ef þú ert ekki með feisið þá er það ekki beisið.

 


Módel vantar

Einhver seinkun verður á næstu myndasögu en menn eru eitthvað feimnir hérna sem er reyndar alveg óskiljanlegt enda myndu flestir í áhöfninni sóma sér vel á forsíðu Playgirl.

Veiðin gengur frekar brösuglega en við erum komnir á síldarmiðin og erum búnir að fara um víðan völl. Erum komnir á Héraðsflóa og erum að gera ágætis hluti þar. Við erum að slefa eitthvað yfir 300 t.

Frímann Ómarson er komin til baka úr verðskulduðu fríi en það lítur út fyrir að hann sé strax sjósprunginn og er að fara strax aftur í frí. 

Halíus er ennþá fórnalamb hrekkjalóma og er kannan hans búin að fara í gagngera yfirhalningu.  Enginn hefur gengist ábyrgð en hann hefur nokkra smurapa grunaða.

Golfmót Aðalsteins verður haldið haldið í næstu landlegu ef veður og guðir leyfa. Ekki er enn búið að semja reglur fyrir þetta en mótshaldarinn Kristján Örn sagði nýverið í viðtali að einu reglurnar væru það að menn kæmu með sitt eigið sett og þyrftu að vera í tíglapeysu með v-hálsmáli. Kristján var einmitt að fjárfesta í nýju golfsetti og stendur ennþá við markmið sitt að komast á PGA mótaröðina 2015.

Okkur var að berast yfirlýsing frá einræðisherra verslunarinnar Baldri: "Allt væl um verðlag hér um borð læt ég sem vind um eyru þjóta og eru aðeins líklegri að hafa þveröfug áhrif."

Vélstjórunum hefur fundist afþreying hér um borð eittvað af skornum skammti og eru þeir þessvegna búnir að búa til skautasvell þar sem áður var frystilest. Fúsi er búinn að setja blöð undir klossana sína of segist geta farið í þrefaldan snúning. Þór er hinsvegar á einhverskonar ein-skíði sem að Binni sér um að draga með hendur fyrir aftan bak. Skautasvellið hefur ekki enn fengið nafn en við erum opnir fyrir uppástungum.

Af öðrum íþróttafréttum er það að frétta að bátsmannsvaktin hefur skorað á stýrimannsvaktina í körfubolta. Þeir hafa ekki svarað áskoruninni ennþá enda erum við með hinn íslenska Manute Bol.

 Bátsmannsvaktin hefur í hyggju að koma af stað fyrirtæki sem mun sjá um að nýta allan afgangspappa sem verður eftir. Verksmiðjan verður í Boghlíð þar sem Sölvi var áður til húsa. Forstjóri er Kristinn Snorrason og hefur hann ráðið til sín ýmsa starfsmenn svo sem fjölmiðlafulltrúan Heiðar, sölumanninn Þórhall F, landeigandann Sölva og fyrirsætuna Kristján. Áætlað er starfsemi hefjist á næsta ári.

"Sjá þennan tappa. Hann hlýtur að nota Kidda pappa!"

 

Að lokum vil ég óska sjómönnum öllum til hamingju með nýtt kvótaár og Gissur Sigurðsson við viljum senda þér sérstakar kveðjur enda átt þú stóran aðdáendaklúbb hér um borð.

Kveðja Aðalsteinn Jónsson SU 11

 


Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband