Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 23. nóvember 2009
Jólahlaðborð aka Árshátíð alla ríka
Góðan og blessaðan daginn öllsömul bloggið að þessu sinni er skrifað úr landi og er skrifað til áhafnameðlima og eiginkvenna þeirra.
Dagskráin fyrir jólahlaðborðið 2009 er að verða fullkláruð.
Hún hljómar svona.
11.des : Brottför frá egilstöðum kl. 16.25 brottför frá akureyri kl. 15.10.
Gerum ráð fyrir því að ef að allt gangi upp verði allir lentir um 1700. Þá mun hersingin halda til hafnarfjarðar og skrá sig inná fjörukránna. þar koma menn sér fyrir. um kvöldið koma menn svo saman á barnum og hita aðaeins upp fyrir laugardaginn.
Dagskráin fyrir laugardaginn er ekki alveg fullkláruð en stefnan er að gera eitthvað húllumhæ. Jólahlaðborðið sjálft er svo um kvöldið. Kunnugir segja að húsgögn á kránni séu massíf og geta menn því dansað uppá borðum fram á nótt.
13. des fara flugvélarnar kl. 15.00 bæði til egilstaða og akureyrar.
Ef að einhver vill breita fluginu eða tilkynna forföll eru þeyr beðnir um að tilkynna það til Lolla í s:7722226. eða netfang tillolla@gmail.com það þarf að vera búið að breyta öllu fyrir miðvikudaginn 25.nóv.
kv. stjórnin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. nóvember 2009
úr noregslandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. október 2009
dramb er falli næst.
Ég er að hugsa um að hafa þetta dálítið óhefðbundnara í þetta skipti. Mig langar að birta fyrir ykkur smásögu.
Ég tek það fram að innihald sögunar er uppspuni frá upphafi til enda og á sér engar stoðir í raunveruleikanum. Allar samlíkingar við raunverulega atburði og persónur eru hreinlega tilviljun.
Sögusviðið er loðnubáturinn Alfreð Jóhannsson, gamall og lúinn dallur sem munað hefur fífil sinn fegurri. Við erum stödd inní borðsal skipsins, þar eru fáir á ferð enda flestir í fastasvefni eftir átök næturinar.
Þar situr hinsvegar matsveinn skipsins. Hann er rauðbirkinn og þéttur á velli. Hann situr í hægindastól og leggur kapal í makindum sínum og kjamsar á samloku með bjúgu. Inn gengur stýrimaður skipsins, hann er ungur maður sólbrúnn og með ljósar strípur í hárinu sem hann lét setja í sig á flottri klippistofu á laugaveginum.
"Hvað ertu að borða eiginlega?,, spyr ungi stýrimaðurinn.
"Samloku með bjúgu." svarar matsveinninn.
"Með bjúgu? Veistu ekki að þetta er ekkert nema fita og ógeð, þú ættir nú frekar að fá þér einn próteinsjeik svo Þú verðir eins massaður og ég.,, segir stýrimaðurinn á meðan að hann blandar sér próteinsjeik í vatn.
"Þú ert linur eins og franskbrauð,, segir ungi maðurinn á sama tíma og hann klípur í upphandlegg matsveinsins.
Nú var þolinmæði matsveinsins á þrotum. Hann stendur upp og segir: "Fyrst að þú ert soddan rúgbrauð þá ættuðu nú ekki að eiga í vandræðum að taka gamla manninn í hryggspennu.,, Stýrimaðurinn veðraðist allur upp við þessa áskorun og lagði frá sér próteinsjeikinn og líkamsræktarprógrammið sem að hann fékk frá Magga Bess. Þeir setja sig í stellingar og eftir circa 5 sekúndur lá sá ungi á jörðinni og vissi ekki hvaðan á sér stóð veðrið þegar að matsveinninn segir við hann: "þú ættir kannski bara að fá þér bjúgu."
---------------
Boðskapur sögunar?
Þú færð kraft úr bjúgu.
Bloggar | Breytt 14.11.2009 kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. október 2009
Ég fer í fríið.
Komiði sæl og blessuð lesendur góðir.
Við byrjum á byrjuninni eins og vanalega og tökum púlsinn af veiðunum. Í frystinn eru komin heil 250 tonn af heilfrystri síld og þíðir það að við erum akkúrat hálfnaðir í þessari veiðiferð. Ef þetta gengur áfram með þessu áframhaldi þá ættum við að verða komnir í sparigallann á föstudagsmorgun.
Lokahóf knattspyrnudeildar Fjarðabyggðar var um seinustu helgi og voru nokkriri áhafnarmeðlimir þar og sýndu mikla takta í ræðuhöldum. Sölvi dró 2 verðlaunahafa með sér í þessa veiðiferð og eru það besti leikmaður ársins Jóhann Ben og besti fagnarinn Grétar Ómarsson. Þeir eru búnir að koma með ferskt blóð um borð.
Þessi veiðiferð byrjaði nú ekki vel og slitum við togvír í fyrsta holi og neiddumst til að fara í land og skipta um víra með aðeins aum 40 tonn til löndunar. Það tók snillingana hans tandra circa 15 mínútur að henda þessu á bretti og koma þessu frá borði enda hörkukallar þar á ferð.
Það forfallaðist annar baadermaðurinn hjá okkur og fengum við varamannkláran af kantinum og er það þúsundþjalasmiðurinn Sölvi Fannar sem efur tekið yfir þessu ábyrðarhlutverki. Tækin hafa aldrei verið í betra standi.
Talandi um stand þá kom upp skemmtilegt atvik þegar sannaðist að Haraldur hávaxni var að borða rúllutertu og hrósaði henni í hástert, þessi dýrindismáltíð breyttist skyndilega í martröð þegar að hann hann sá að það voru sveppir í hálfétnu rúllutertunni og hrætki hann henni útúr sér með miklum tilþrifum undirrituðum til mikillar ánægju.
Hingað til hefur aðeins verið einn MSN kóngur um borð og hefur það verið Tóti Trausta.
(Fyrir þá sem ekki vita er MSN spjallforrit á netinu)
Núna hefur honum borist mikil samkeppni og keppast þeir á lyklaborðinu Tóti og Jói Ben.
Loksins er orðið hægt að horfa á enska boltann með tilkomu nýrrar sjónvarpstöðvar á hnettinum og nýrrar upptökutölvu í borðsalnum þetta er mikil betrumbæting frá fyrra ástandi og er þetta búið að vera gífurlega góð mórölsk innspýting á mannsakapinn. Verst er að núna þurfa Liverpool menn að horfa á sína menn tapa í stað þess að lesa um það á mbl.is.
Held að þetta sé að verða gott í bili og ég hendi líka inn nokkrum myndum sem teknar voru við vírastrekkjun.
Bloggar | Breytt 7.6.2016 kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. september 2009
hoho
Jæja þá er komið að því að gefa ykkur smá inskot af heitustu áhöfninni í norður Atlantshafi.
Við erum á höttunum eftir síld þessa dagana og erum búnir að draga upp 175 tonn af frystri síld.
Af öðrum málum þá eru menn byrjaðir að skipuleggja hið árlega jólahlaðborð og hafa eftirfarandi staðir komnir til greina: Eskifjörður, Mjóifjörður og Calí í Kólumbíu.
Mikil ást er i loftinu og fer þer fremstur í flokki Tóti tröllkall en hann gengur á bleiku skýi þessa dagana og talar ekki um annað en tilvonandi eiginkonu sína.
Í seinasta túr var eitthvað vesen að tegundargreina síldina og voru Ómar og Halli matsmenn í einhverjum vandræðum með að greina hvaðan síldin var uppruninn. Það er víst ekki sama hvort að hún sé frá Noregi eða Íslandi. Þetta er ekki lengur vandamál þar sem að fiskistofa hefur gefið þeim viðmiðunar skjal þar sem að sýnd eru heimkynni síldarinnar.
Norska síldin er yfirleitt aðeins feitari og er oft með olíuslykju utan á sér. Hin íslenska er hinsvegar magra sökum kreppu en hún er yfirleitt með stórt egó og telur sig vera bestu síld meðað við höfðatölu.
Hér fyrir neðan er afrit af þessu skjali og má sjá mismunandi síldar eftir því hvaðan þær eru.
Þetta er búð að auðvelda matsmönnum starfið sitt til muna og er núna ekkert mál fyrir þá að tegundagreina síldina og er jafnvel hægt að sjá ættartré þeirra í sumum tilfellum.
Bloggar | Breytt 16.9.2009 kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 17. ágúst 2009
Frost á fróni
Hæ og hó drengir og stúlkur.
Við förum að nálgast 250 tonnin og vinnslan er í fullum gangi.
Ég vil þakka DV fyrir að lesa bloggið okkar og er þeim velkomið að vitna í okkur strákana hvenær sem er. Þeim er líka velkomið að taka viðtal við hvern sem er hérna nema Halíus og Runólf Ómar því þeir veita ekki viðtöl. Ever!
Aðalsteinn fór yfir miljarðinn í aflaverðmæti um daginn og kom Benni með köku til okkar sem var vel tekið. Hefðum við nú viljað sjá eitthvað áfengt með tertunni en það var ekki í boði.
Þar sem að þetta blogg er gífurlega víðlesið og áhrifamikið þá ætla ég að reyna að nota þetta vald mitt til að fá mínu framgengt.
Hvernig stendur á því að skip sem stefnir í metafkomu getur ekki reddað okkur hásetunum almennilegum vinnufatnaði? Það hafa ekki verið til buxur í vinnsluna svo mánuðum skiptir. Svo er annað mál þá eru það blessaðir kuldagallarnir niður í lest. þessir gallar eru svo lúnir og slitnir að ég myndi ekki gefa útigangsmanni þá. Vettlingar eru einnig af skornum skammti og hafa menn brugðið á það ráð að fá konurnar sínar til að prjóna ullarvettlinga á mannskapinn.
Ég ætla að vona að DV sé að lesa þetta og komi okkur til bjargar.
Læt þetta nægja að sinni og vona það að þetta reddist nú allt saman.
Bloggar | Breytt 18.8.2009 kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. júlí 2009
út á sjó á ný
Ruddumst út úr firðinum okkar eftir að búið var að tæma lestar, taka eldsneyti og vistir,
erum á leið á síldarmiðin og verðum komnir einhvern timann á þessum sólarhring.
Kveðja Mellon.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13. júlí 2009
Sjipp og hoj.
Jæja drengir og stúlkur þá er komið að henda inn einni færslu hérna.
Sjóraningjaveiðarnar af markríl er lokið og eru við mættir á síldarmiðinn. Síldin er ekki alveg að sýna sig í augnablikinu og erum við komnir með rétt rúm 100 tonn í frystikistuna.
Svo virðist sem að pyngjan sé orðin aðeins þyngri eftir góða markríl vertíð og eru menn komnir í útrásargírinn. Tóti er að leggja lokahönd á innrás til Jamaica þar sem hann hyggur á köfun af ýmsu tagi.
Tóti var ekki einn í tölvulandi frekar en útlandi og eru Halli stóri, Danni stóri og Þórhallur byrjaðir að skipuleggja ferð vestur um haf, nánartiltekið til Boston. Annar stór maður er nefnist Baldur er líka með puttana eitthvað í þessum gjörningi.
Strákarnir eru núna sveittir í fjósinu (ræktinni) að æfa trappana. Fyrir þá sem ekki vita hvað trappar eru þá eru það hálsvövðarnir en þeir eru mest notaðir í innkaupapoka burði. Það þykir nefnilega líklegt að þessi fríði hópur vaskra manna geri lítið annað en að bera poka þvert yfir Bandaríkin :)
Það er komið celeb um borð og er það enginn annar en konungur spjallsins "fíflið og dóninn" Helgi Seljan :) Með inkomu hans eru öll ágreiningsefni leyst við hringborðið inní setustofu. Þessu er síðan sjónvarpað með web-cam um allt skip. Fyrsta efni á dagsrá er stóra bónmálið þar sem Halli og Davíð munu grafa stríðsöxina.
Þá er komið af sveskjunni í bjúguendanum en það er hin hliðin af Kóngóbúanum geðþekka.
Sigurður Jónsson betur þekktur sem Baddi gjörðið svo vel.
Baddi nú er það satt að í fólki frá Djúpavogi renni Afríkst blóð um æðar þeirra hefur þú tekið eftir því að Tóti hafi verið að gefa þér hýrt auga vegna þess? Já hann er mjög áhugasamur
Hvernig lýst þér á tímabilið í Enska boltanum? Ertu sáttur við kaup Ferguson á Owen? Já hann á egftir að springa út.
Er það satt að þú hafir einu sinni veitt lax með klofinu einu saman? Nei það er ekki satt
Hvort vilduru frekar búa í dauðadalnum eða í útbænum á Eskifirði? Útbænum
Saltkjöt eða Nautalund? Saltkjöt
Eitthvað ap lokum?Nei þetta er flott.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 5. júlí 2009
Allt að hafast
Daginn,
Nú erum við komnir með um 18000 kassa af hausuðum makríl í frystilest, þannig að þetta er að hafast hjá okkur.
Við skruppum í land á föstudag og lönduðum um 900 tonnum í bræðsluna og fórum síðan strax út aftur og héldum áfram veiðum og vinnslu.
Veiðin hefur eitthvað minnkað en við höfum allavega nóg fyrir vinnsluna
þangað til næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. júní 2009
1. túr eftir sjómannadag
Sælt veri fólkið
Er ekki best að henda inn eins og einni færslu, það er víst lágmark að setja hér eitthvað einusinni í túr.
En við fórum út eftir sjómannadag á mánudaginn kl. 13:00, voru menn bara almennt hressir, og var lítil þynnka í mönnum.
Farnar voru 2 siglingar á laugardag með landkrabba af austfjörðum og tókst bara vel til. Síðan var haldið úti á mjóeyri þar sem hin ýmsu skemmtiatriði fóru fram. Meðal annars tók hin hrausta og vel undirbúna áhöfn Aðalsteinns Jónssonar áhöfnina á Jóni Kjartanssyni í kennslustund í Kappróðri.
Eftir það fóru flestir áhafnarmeðlimir í skrúðgarð Eskifjarðar og var þar grillaður humar og svínakjet, að hætti hins stórgóða kokks Daniels. Heiðar fór þar á kostum í barnagæslunni og eru nú börn áhafnameðlima heima og æfa sig í rólustökki, en Heiðar á víst Austurlandsmet í þeirri grein.
Eftir það og búið var að koma börnum og gamalmennum í háttinn, þá var hist heima hjá Halla og Öldu, þar sem menn fóru fyrir alvöru að einbeita sér að drykkjunni. Rann 2009 árgangurinn af Eðalöl ljúflega ofan í mannskapinn. Straumurinn lá síðan eftir miðnættið í Valhöll þar sam var djammað og djúsað eitthvað fram eftir nóttu.
En þá að gangi veiða, við erum kommnir með um 120 tonn af síld ofan í lest og um 70 tonn af makríl, hefur gengið vel að hausa hann, en þetta er í fyrsta skipti sem við vinnum hann þannig.
Margar vísur bárust í vísnasamkeppnina og eftir stíf fundarhöld var ákveðið að velja vísu sem hann Halldór Steinn Hilmarsson í Njarðvík, sendiinn.
Vísan er svohljóðandi.
Ef þú drekkur eðalöl,
þú aldrei verður linur.
Ekkert væl og ekkert böl,
fáðu þér annan vinur.
Óskum við honum til hamingju með það, og hann má hafa samband við Inga til að nálgast kassann sinn.
Set nokkrar myndir frá siglingunni og sjómannadeginum.
Kokkurinn gefur mannskappnum nammi og gos.
Baddi og co. mætti.
Elsa Gæs
Kokkurinn údeilir pylsur.
Afinn
Daniel detta.
En hann vann samt...
Þrír góðir
Fjör í garðinum.
Grillað eins og enginn sé morgundagurinn.
bless....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF