Þriðjudagur, 8. júní 2010
1. Túr eftir sjómannadag.
Jæja. Þá höldum við af stað í fyrsta túr eftir sjómannadag þunnir, þreyttir en vel þrifalegir.
Við erum búnir að bleyta í trollinu og gott betur en það og hífðum upp 120 tonn af fallegri og stórri síld.
Við rérum ekki feitum hesti í bókstaflegri merkingu í róðrakeppninni við áhöfnina á Jóni K. En ellilífeyrisþegarnir tóku okkur þetta árið. Okkar ósigur skrifast algerlega á einn mann og er það hann Kristinn Mellon. En hann missti árina uppúr og við misstum af sigrinum. Kristinn hefur nú þegar beðist afsökunar á þessu og er hann strax byrjaður í líkamsrækt til að koma sér í form fyrir næstu keppni.
Þetta voru hinsvegar ekki bara ósigrar þessa helgina og Stóðu Danni og Heiðar sig með prýði er sjómenn kepptu gegn sjómannadagsráði. Sjómannadagsráð áttu eiginlega aldrei möguleika. Bestu tilþrifin átti hinsvegar Jens Garðar Helgason í svokölluðum blindum fílafótbolta.
Mikil mæting var í hópsiglinguna og var nammið og gosið fljótt að klárast sem og aðrar veigar. Haraldur fribb stóð vaktina á dekkinu og sá til þess að allt færi friðsamlega fram. Mjög skemmtilegt móment var þegar að hópur ungra kvenna ætlaði sér uppá brú en þá sá Halli að góð ráð væru dýr og vippaði sér úr að ofan fyrir framan stigann og öskraði "None shall pass" líkt og Gandálfur gerði í Miðgarði.
Ballið var mjög gott en mikil biðröð myndaðist á barnum og fengu mér sér stærri glös fremur en að fara aftur. Þórhallur Hjaltason sýndi mikla danstakta á einni hækju og fann uppá nýju moonwalki á hækjum.
***Stórfrétt*** Þórarinn Trausta er orðinn afi og viljum við strákarnir hérna óska honum innilega til hamingju með nýjustu viðbótina á heimilið sem að samanstendur af 4 manneskjum 3 köttum 1 hundi og svo snáknum honum Skapta (gæti verið Skafti líka.)
Baddi, Daði, Ingi ásamt markmanninum geðþekka honum Benedikt sáust nýlega á hraðferð um hraðbrautir Evrópu og eru þeir eftirlýstir af Interpol fyrir hraðakstur í 4 löndum.
Við erum komnir með bátscelebið um borð og er víst að DV mun fylgjast vel með skrifum okkar næstu daga enda eru þeir vanir að apa einhverja vitleysu eftir okkar án þess að hafa eitthvað fyrir sér. Pressað verður á hann að gerast gestabloggari enda er alveg kominn tími að einhver annar fari að veita mér einhverja mótspyrnu enda er ég konungur hafsins á netheimum.
Höfum þetta ekki lengra að sinni við reynum að vera duglegir.
híslen Allinn
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.