Leita í fréttum mbl.is

Tíminn og vatnið - Baldur vs God

Gestablogg í boði Vals Reyðarfirði.

Nú eru 200 tonn komin í lestarnar af brakandi frosinni síld. Fínn gangur, sé tekið tillit til þess að önnur vaktin tekur þátt í fíflaátaki Jóns Bjarnasonar og hefur af þeim sökum tekið um borð sársveltan ríkisstarfsmann með innfallin maga og gulu í augunum.

Héðan er það helst að frétta að Baddi okkar, Sigurður Ágúst Jónsson, stýrimannsmenntaði Djúpavogsbúinn tók sitt fyrsta hal undir morgun. Skemmst er frá því að segja að Baddi fékk tíu fyrir stíl og stjórn. Djúpavogi eru færðar þakkir fyrir afnotin af Badda sem nú dansar stríðsdans undir dynjandi tónum Black eyed peas. Indíanin í þeirri sveit ku vera náfrændi Badda úr Álftafirðinum.

En að öðru:

Kaupfélagsstjórinn um borð: Baldur Marteinn Einarsson Þórólfur Gíslason svífst einskis í harðri samkeppni við vott og þurrf um borð. Nú hefur þessi framvörður samvinnuhreyfingarinnar hafið samkeppni við sjálft blávatnið um borð. Þannig auglýsir Baldur nú hvað mest hann má allt að 70% tilboð á vökvum sjopunnar til að sporna við "þessu helvítis vatnsþambi um borð sem er ekkert annað en aðför að sameiginlegum sjóðum áhafnarinnar," svo hans eigin orð séu notuð.

Mun Baldur jafnvel vera að íhuga að leita réttar síns vegna uppreiknaðs taps sem samvinnusjóðurinn hefur orðið af vegna ójafnrar samkeppni við blávatnið.

"Ég stefni vélstjórunum en Guði almáttugum til vara," segir Baldur sem er af "langri" ætt samvinnumanna. "Hvernig haldið þið að Pepsi-international myndi ganga ef Coke tæki upp á því að gefa gos hvar sem Pepsi reyndi fer sér á nýjum mörkuðum. Nei þetta læt ég, eða við meina ég, ekki bjóða okkur. Ég stefni vélstjórunum enda hef ég ekki orðið var við að aðrir í áhöfninni dæli hér um borð fríum svaladrykkjum. Ég þykist hins vegar vita hvaðan þetta vatn kemur og því stefni ég almættinu, þeim auma auðhring," sagði Baldur og var óvenjumikið niðri fyrir.

Inntir eftir viðbrögðum við þessari væntanlegu málsókn sögðu vélstjórarnir eitthvað illskiljanlegt enda viðtalið tekið niður í vél og þar heyrist ekki mannsins mál.

Hið nýja markaðsátak Baldurs kaupfélagz hefur mælst ágætlega fyrir þó sala á sykruðum gosdrykkjum hafi dregist saman.

Þar til næst......Pa gensyn!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband