Laugardagur, 12. júní 2010
Kiddi ég elska þig.
Jæja sælir nú.
Þegar að þessi orð eru skrifuð er við komnir með 418 tonn í ísskápinn. Veiðin mjög góð þessa stundina og er talið að blóðfórn Badda á Djúpavogi spili þar stórt inní.
LEIÐRÉTTING:
--------
Núna verð ég að játa á mig mistök. Það gerist nú ekki oft að ég hafi rangt fyrir mér en þegar að það gerist játa ég það um leið og vil ég þess vegna koma þessari formlegri afsökunarbeiðni á framfæri til náfrænda míns honum Kristni Snorrasyni. Fyrir nokkrum dögum lét ég þau orð falla að það hefði verið Kidda að kenna að við töpuðum í róðrakeppninni fyrir gráskeggjunum á Jóni K.
Þetta er alfarið rangt og dæmi ég nú að fyrri orð mín verði dæmd dauð og ómerk. Kristinn ég vona að þú takir þessa afsökunarbeiðni gilda enda var mér ekki kunnugt allar staðreyndir málsins og í fávisku minni lét ég orð falla sem að ég sé eftir.
--------
Við nánari rannsókn hefur það komið í ljós að það var ekki Kristni að kenna heldur er það búðardalsbúðareigandinn Baldur. Baldur hefur hinsvegar reynt að láta lítið fyrir sér fara á síðustu dögum og reynt að koma sökinni á hinn heiðvirða Kristinn. Ekki náðist í Baldur að svo stöddu en hann hefur fengið bréf þar sem að hann er beðin að skýra sín mál.
Eins og alþjóð veit er HM í fullum gangi og tökum við þátt í gleðinni eins og allir hinir. Við erum komnir með pott þar sem að getspámenn geta unnir fúlgur fjár. Þetta er reyndar bara formsatriði þar sem að undirritaður mun sennilega taka þetta.
Eftir fyrsta leikdag eru það vöðvavinirnir Tóti og Sæli sem að leiða keppnina. Þetta mun allt breytast þar sem að Norður-Kórea á eftir að koma sterkt inn á lokasprettinum.
Vinnslan gengur vel undir handabendi Davíð Helgasonar aka Dídí. En han hefur sett nýtt viðmið með því að fara ekki undir 38 tonnum per vakt.
Það er föstudagskvöld og það þýðir bara eitt. það er sett partýtónlist á fóninn og menn dansa og dilla sér undir leiðsögn breikmeistarans Sæsa rauða. Sæsi hefur verið að fullkomna nýtt dansspor í 22 ár og er hann búinn að sækja um í "So you think you can dance" umsókn hans hefur verið neitað. Telur hann þetta vera mannréttindabrot að hann fái ekki að taka þátt sökum rauðs hárlits.
Íþróttaandinn er ekki aðeins bundinn við HM heldur eru miklar keppnir í hinum ýmsu íþróttagreinum og hafa Heiða, Ingi, Davíð og Baldur keppt undanfarin kvöld í hinum ýmsu frjálsum íþróttum í bíósalnum.Staðan er þannig að Heiðar er með 4 vinninga en hinir ekki neina.*
Vegna tæknilegra örðuleika verður ekki hægt að bjóða uppá myndasögu þennan túrinn en við reynum að henda inn einni fljótlega.
Bardagi Baldurs við vatnið hefur tekið á sig nýja stefnu og virðist hann vera sá fyrsti til að stjórna þessu náttúruafli síðan að Móses klauf rauða hafið. Hefur hann núna fyrirhugað að rukka fyrir vaatnið um borð og þora menn varla að sturta niður klósettinu að ótta við að hann taki gjald fyrir.
þar til næst.
Allinn.
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Annaðhvort að hætta að drekka eða að deyja
- Þurfti sturtu eftir hörkuleik
- Úr Árbænum í Garðabæinn
- Eyjamenn kærðu framkvæmdina á Ásvöllum
- Skortur á miðvörðum sem geta komist í landsliðsklassa
- Einn sá vinsælasti hættir á samfélagsmiðlum
- Toppliðin tvö á beinu brautina
- Tilhugsunin um yngri þjálfara hljómar spennandi
- Starf Spánverjans hangir á bláþræði
- Fjölnir og ÍR víxluðu á þjálfurum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.