Leita í fréttum mbl.is

Sumarið er tíminn.

Sumarið er komið. Þá vilja menn flestir vera utandyra hvort sem að það er að taka golf hring eða bakka hjólhýsum í stæði.

      Það minnir mig á það að undirritaður á að kenna Kristjáni Erni golf á Eskifirði kl 7 í fyrramálið. En Stjáni stefnir á það að vera með kylfu í hönd alla vegna helminginn af þeim dýrmæta landtíma sem við fáum meðan á löndun stendur. Svo er spurning hvort að Þórhallur Freyr láti sjá sig á teig en líklegt þykir að hann verði að hlaða bjór í fellihýsið. En hann hefur gert ráðstafanir að fá lánaðan stærri bíl hjá Jóa Lalla tengdapabba sínum til að geta sett meiri mjöð í skottið. 

Af öðrum frímönnum má nefna að Ingi og Danni ná sér ekki lengur niður eftir vaktir sökum landspennings og eyða þeir öllum stundum bakvið tölvuna að skoða ellingssen.is og aðrar útileigusíður milli þess sem að þeir senda hvpr öðrum athugasemdir á facebook. Ingi er núna búinn að spila "Ég fer í fríð" eftir Þorgeir Ástvalds 100 sinnum á Vinnsluradíó FM við litlar undirtektir annarra áhafnameðlima.

Gáta dagsins: Hvað þarf marga vélstjóra til að skipta um ljósaperu? 

 

Ég lenti fyrir því óláni að ljósið fyrir ofan kojuna mína var farið. Í klefanum mínum er algert myrkur þegar að öll ljós eru slökkt og var ég búinn að lenda oft í kröppum dansi þegar að við vorum ræstir á vakt. Var meðal annars búinn að stíga á heyrnatólin mín. Það jafnast fátt á við það að meiða sig þegar að maður er nývaknaður. Var það greinilegt að mikið hættuástand hafði skapast í klefanum. Samkvæmt slysavarnanámskeiði sem ég var á um daginn flokkaðist þetta undir " viðvörunarstig 2". Það eru ekki nema þeir allra hörðustu sem geta verið án kojuljóss í langan tíma.

Ég kynnti áhyggjur mínar fyrir Hafsteini en honum fannst lítið um áhyggjur mína koma. Honum fannst þetta verk reyndar vera eitthvað fyrir neðan virðingu sína sem yfirvélstjóri og sagðist ætla að ráða undirverktaka í málið. Það myndi vera ný-þýskarinn Ómar. Eitthvað hefur klikkað í samskiptaboðum þeirra tveggja enda var myrkur í 2 daga og 2 nætur.

Þá voru góð ráð dýr og ég var farinn að örvænta að ég myndi híma í myrkrinu og á þessum tímapunkti var ég byrjaður að vera myrkfælin og kominn með skammdegisþunglyndi á háu stigi. Það var ekki fyrr en að ég hitti frelsarann hann Þór að eitthvað fór að gerast. Ég tjáði honum frá raunum mínum og viti menn. Þór sagði verði ljós og það varð ljós.

Hvað er þá svarið við gátunni?

Af öðrum fréttum úr vélarúminu er það að vélstjóragengið ætlar að taka túrbínuna í gegn í landlegunni og búast þeir við því að vera u.þ.b sólarhring að því.

Við erum á leiðinni í land og er búist við okkur eitthvað eftir hádegi á mánudag. Með smekkfullar lestir af brakandi ferskum makríl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Hmm.. mér kemur til hugar staka þessi

Lati Geir á lækjarbakka, lá þar til hann dó, vildi hann ekki vatnið smakka, var hann þyrstur þó

"common "  Heiðar það eru engin geimvísindi að skipta um ljósa peru ,þótt þú hafir búið með vélstjóra alla æfi ,þá er það ekki svo að þeir skipti alltaf um ljósaperu ,  margar húsmæður gera þetta meira að segja sjálfar  ,, athugaðu það  !!!

HB (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband