Leita í fréttum mbl.is

Hockí Mellon

EIns og áður. Jæja.

Þá erum við mættir á makríl miðin, það er skítaveður og bræla hérna hjá okkur meðan þið landkrabbarnir baðið ykkur í sólskininu. Við erum komnir með 160 tonn í frystikistuna og er búið að vera smá bras á okkur sökum veðurs.

En við lögðum úr höfn á þriðjudagskvöld. Þegar að löndunarkallarnir voru að klára að landa seinustu kössunum vorum við með gest um borð. Það var fönguleg kona á þrítugsaldri íklædd svörtum dragtarjakka og svörtum buxum sem líktust reiðbuxum. 

Kona þessi hún var að selja tryggingar og bjóða mönnum að skipta um lífeyrissparnað og þvílík ÁREITI hjá einni konu hef ég aldrei orðið vör við. Vopnuð kynþokkanum hljóp hún manna milli með penna í annarri og gloss í hinni, lofandi mönnum gull og græna skóga enda miklir tekjumöguleikar að hafa á sjómönnum þessa dagana. 

Ágengnin var svo mikil að þegar að hún hafði lokið sér við nokkra menn hér um borð byrjaði hún að herja á mig og Sölva af þvílíkum krafti að ég hef sjaldan lent í öðru eins. Hún byrjaði með því að spjalla við okkur um daginn og veginn og þegar að það var ekki að ganga voru góð ráð dýr. Þá fór samtalið að byrja að vera grófara og grófara og á einum tímapunkti var hún byrjuð að tala um vaselín og kynlíf í sömu setningu. Þið getið svo lagt þetta saman og þá fáið þið grófa hugmynd um hvað umræðuefnið var.

 En úr einu í annað þá átti okkar ástsæli Kristinn Helgiafmæli í gær og var ég búinn að lofa honum afmælisgjöf og hérna kemur hún.

Kiddi þér til heiðurs þá hef ég ákveðið að semja handa þér sonnettu. (Sonnetta er reyndar 14 línur en þú færð bara 4) Til hamingju með daginn Kiddi.

 

Nú afmæli sykur sæta manni blíðum,
á sjónum ber hann mikinn þokka
og finnst það best að ekki kokka,
í einu og öllu við styðjum og hlíðum.

 

 Af öðrum fréttum er það að eilífðarverkefni mitt að reyna að bregða Baldri litla hefur enn ekki tekist þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en nýjasta útspil mitt með að liggja á jörðinni bakvið bretti bar ekki árangur þar sem að sjónlínan hans Baldurs er hærra upp en á flestum og sá hann þess vegna í hælana á mér. En ég er búinn að gefa þá yfirlýsinu að ég muni ná honum áður en að veiðiferð líkur.

AJ blogg hefur ekki enn fengið viðbrögð hjá Badda vegna uppsagnar hans sem skemmtanastjóra í ferðafélaginu Spretti en þykjumst við vita það að hann lesi þetta blogg reglulega þannig að ef þú ert að lesa þetta þá viljum við endilega fá að heyra þitt álit á uppsögninni og viðbrögð þín við því að Þórhallur Freyr sé búinn að taka þína réttmætu stöðu í félaginu.

 Það styttist í verslunarmannahelgi og það eru bara tveir menn hérna sem ætla að gera eitthvað af viti og það eru Heiðar Guðnason og Sölvi Ómarsson en þeir ætla ásamt hópi fagra meyja beint til EYJA. 

Látum þetta ver gott í bili. 

Þar til næst kveðja Allinn.

P.s ef að þú ert blaðamaður frá DV og vantar einhvern dirt á Helga Seljan þá bendum við á Runólf Ómar fjölmiðlafulltrúa siðunar en hann tekur við fyrirspurnum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Pabbakútur.

Þessi dama kom um borð til mín (Jón Kjartansson) þegar ég var einn um borð, hún var þá klædd í minipilsi. 'Eg þóttist vera viðgerðamaður úr landi, því að ég sá að ég mundi tapa fyrir henni (þó að ég hafi ekki mikla trú á bankamönnum). Kveðja Guðni

Guðni Þór (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband