Laugardagur, 12. nóvember 2011
Fiskiorgía.
Jææææææjjaaaaaaaaaaa. Síldarbanarnir á AJSU Ellefu eru mættir á miðin brakandi ferskir eftir seinasta túr þar sem að Tandrabergsstrákarnir tóku á móti smekkfullu skipi af eðal flakaðri síld. Við erum núna í þessum skrifuðu orðum að eltast við síldina norður eftir en það er komin bullandi gredda í hana og flykkist hún norður til að eðla sig. Stefnum við að verða komnir á miðin um hádegi á morgunn.
Stjórnandi leitarinnar er aflakóngurinn Ómar Sig en hann kemur brúnn og sætur eftir aðra sjóferð en þar var hann að vísu ekki skipstjóri, þess heldur var hann farþegi á skemmtiferðaskipi í karabíska hafinu eða kyrrahafi man það ekki alveg það var allavega minni bræla þar heldur en í heimahafinu er kennt er við borgina Atlantis sem sökk eins og frægt er. Mega síldarnar nú vara sig því eitt er víst að þær sleppa ekki úr aflaklónni á Ómari.
Einn laumufarþegi fannst um borð og þá er ég ekki að tala um Binna vél, Erum við núna með Japana sem verður með gæðastjórnun á roðlausum síldarflökum sem við seljum til austurlanda. Undirritaður er mikill áhugamaður um japanska menningu og siði, þá sér í lagi samúræja og sverð og hygg ég á að spyrja hann spjörunum úr. Hinsvegar komi í ljós að hann sé A: Ekki vel að sér í fræðum þessum eða B: Ekki vel máli farinn í enskri tungu, neyiðst ég til að taka hann í hina víðfrægu "silent treatment" sem fyrirmyndin mín silfurrefurinn Fribbster hefur fullkomnað í gegnum árin mönnum til mikillar á og óánægju.
Svo bregðast krosstré sem önnur því að skákséníið Agnar Árna tapaði sinni fyrstu skák hér um borð, Einvígið milli hans og Heiðars hefur verið kallað einvígi aldarinnar og þykir minna mikið á Fisher - Spasski í höfða um árið.
Skotveiði félagið "Bloodgroup" hefur tekið saman rjúpnaveiðitölur þetta árið og er Ingi Ragnarsson skarpasta skyttan og leiðir töfluna þetta árið. Mikil ágangur rjúpna hefur einmitt sést á næststærstu einkajörð á Íslandi, Músalæk við Vöðlavíkurheiði. Náttúruvernadarstofnum telur að 40-45% af austfirska stofninum sé með lögheimili þar. Hægt er að sækja um veiðiheimild á þessari gjöfullu landspildu og er áhugasömum bent á netfangið hjá Guðna mussi2@simnet.is.
Sigurður Á eða títt nefndur Baddi var 1. stýrimaður í seinasta túr og fær hann margar fjaðrir í hattinn fyrir "do it yourself" vinnuviðmót sem hann sýndi. Þetta er eitthvað sem starfsbræður hans ættu kannski að taka til fyrirmyndar enda snýtti hann þeim all verulega.
Það styttist í jólin og er líklegt að við munum koma eitthvað saman, allavega skemmtilega fólkið sem er í starfsmannafélaginu, fýlufélagið er ekki líklegt til afreka. Þar munum við sennilega borða okkur sadda, drekka óheyralega mikinn mjöð hlægja og hafa gaman af.
Ég veit ekki hverju ég meira að bulla í ykkur lesendum góðum sem virðist bara fjölga þannig að eitthvað hlýtur maður að vera gera rétt. Þið eruð hinsvegar greinilega hrædd við að tjá ykkur og er ég eiginlega búinn að gleyma því að það sé hægt að tjá sig hérna líka og alveg hættur að kippa mér upp við það þó það sé enginn að kommenta.
Það er fátt um fína drætti í myndum þannig að ég tók saman nokkrar gamlar og fór yfir nokkra nýliðna atburði.
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.