Leita í fréttum mbl.is

Erum að skríða að bryggju.

Núna erum við rétt að koma að bryggju með mettúr í miljónum talið, og menn yfirsig ánægðir með það. En verð á afurðunum hjá okkur eru mjög góð þessa stundina, bæði í bræðslu og frost.

Áætlað er að búið verði að landa ekki seinna en í fyrramálið og skellum við okkur þá út aftur og að sjálfsögðu er ætluninin að bæta þennan túr en betur.

Stóra klósettrúllumálið er ennþá óupplýst og biðjum við alla sem einhverjar upplýsingar hafa um málið að gefa sig fram við lögregluna eða við Hr. Heiðar beint. En hann sást síðast niðri í frystivélarými, á leið upp í borðsal.

Skeggvaxtarkeppnin gengur ágætlega hjá sumum og verða birtar myndir af stöðu mála í næsta túr.

Þangað til næst.

kveðja

Áhöfnin á Allanum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Þetta eru gleði fréttir.

Áfram strákar. Við viljum að sjáfsögðu hafa bestu bátana á Eskifirði.

PS  Áfram Austri

Dunni, 15.8.2008 kl. 07:02

2 identicon

Glæsilegur árangur hjá ykkur,hvað er aflaverðmætið komið í eftir sumarið??

Elmar (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 15:37

3 identicon

Mér lýst vel á fiskeríið.. en ekki nógu vel á skeggvaxtarkeppnina!! Verða úrslit ekki örugglega kynnt áður en þið komið næst í land? ;)

p.s. góða ferð strákar! 

Hanna (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 09:37

4 identicon

ég er búinn að fá nægar upplýsingar um málið og sett saman í skýrslu sem ég afhenti yfirvaldinu í morgunn.

Hr. Heiðar (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband