Leita í fréttum mbl.is

Bikarbragur

Sælt veri fólkið.

       Ég lenti í því á vaktinni minni áðan að ég sat í makindum mínum með kaffibolla að njóta klukkustundar pásunar minnar í vaktklefanum á vinnsludekkinu, þá hringir Daði niður og spyr hversvegna það sé ekki komið neitt blogg. Þórhallur var ekki lengi að firra sig frá ábyrgð og sagði að Heiðar væri hérna í stólnum og ætti ekki það ekki að vera neitt mál. Þar með setti hann alla pressuna aftur yfir á mig...

      Ég hef því ákveðið að hefna mín og ætla að segja ykkur sögu af honum Þórhalli Frey.

Þannig er mál með vexti að ég og þórhallur vorum saman á Eiðum þegar að við vorum ungir peyjar og það er fátt sem ungum peyjum finnst skemmtilegra en að detta aðeins í það. Vandamálið við erndurtekna áfengisdrykkju er það að það eru ekki alltaf til seðlar til að framkvæma.

       Einn góðan virkan dag kemur Þórhallur inní herbergi og spyr mig: "Eigum við ekki að detta í það?" Ég svara þessu játandi en tjáði honum að ég hefði hreinlega ekki efni á því. Það er ekkert mál svaraði Þórhallur. Síðan útskýrði hann fyrir mér hvernig væri hægt að hrynja í það fyrir lágmarkskostnað.

      Þetta er mjög einfalt sagði hann. Þú færð þér bara bómul og setur rakspíra og treður honum svo á milli tána á þér. Þess vegna er það stundum kallað að fá sér í eina tána.

       Þetta hafði lítinn árangur þótt svo að við létum tærnar á okkur marinera í rakspíra, en það var engin táfýla í viku.

 

           Af öðrum fréttum um borð er það að það virðist einhver hafa farið inní klefann minn og rænt þar 3 klósettrúllum, enginn hefur gefið sig fram að svo stöddu en rannsókn er í gangi.

Einnig hefur sést til dularfullar rauðrar górillu hérna um gangana, ekki er vitað hvort að þessi 2 mál séu tengd.

Ég er einnig byrjaður að rata frá pökkun í kaffistofu án þess að fara inní dælurými en þess leið hefur ollið mér nokkrum vandræðum.

        Heyrst hefur að Vala Matt sé að fara að gera þátt um klefann hans Daða en hann kom ílla út úr  blaðinu "Hús og hýbíli" nýlega. En Daði hefur einnig sett sig í samband við "Hæðina" á Stöð 2 og stendur til að hvert par fái eina hæð í skipinu til að breyta. 

Eitthvað bras hefur verið á vinnsluni og því hefur ekki verið hægt að keyra hana eins og menn höfðu viljað.

       Haraldur Rumur hefur ekki enn tekið áskorun minni í PES og er ég farinn að halda að hann sé hræddur við mig sem er frekar furðulegt þar sem að ég er einum 80 kg léttari en hann.   

 Af miðum er það að frétta að við erum komnir út hinni marg rómuðu Matarkistu en eins og við kjósum að kalla hana rólegu lyfjakistuna.  En vegnar vyrðingar við Stefán stór vin okkar Kjartansson þá verðum við að leifa þessu nafni að standa Mararkistan.

Þess má get að Sölvi bjarnarbófi er búinn að hrinda af stað skegg kepni meðal mann hér. En þess má geta að þetta er væntanlega sú eina keppni sem sölvi er 250% á að vinna. Það væri ekki nema fyrir Pésa gór (illu) að hann gæti hugsanlega beðið í lægrihlut. En það er ekki alveg vitað hvernig vöxturinn er vegna þess að hann er yðulega með tísku rakstur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband