Leita í fréttum mbl.is

Þynnka eftir versló?

Svo virðist sem að allir áhafnarmeðlimir hafi skilað sér nokkuð heilum eftir verslunarmannahelgina. Að einum utanskildum. Það er hann Ívar Sören sem varð eftir í Reykjavík.
        Það fer tvennum sögum um ástæður hans fyrir þessari framlengingu á fríinu sínu. það hefur víst sést til karlins leiðandi ungann mann á gay pride. Sá ungi fýr heitir Hákon og er frá Grenivík. Eitthvað segir mér nú það að hann komi nú aftur til Alla síns.

            Fyrst að við erum byrjaðir að tala um ástina þá er mikil ást í loftinu um borð í Aðalsteini. Þar fer fremstur í flokki ungur maður er nefndur er Sölvi ómarsson, en hann gengur víst á skýi og brosir hringinn alla daga.
Það virðist vera erfitt fyrir áhafnarmeðlimi að halda sínum ástarmálum leyndum því að skipstjórinn tekur menn í svo stífar yfirheyrslur að þeir sjá sér enga undankomu leið og opna sig eins grænlensk vændiskona þegar að Ammasat kemur í land.
    
       Þannig að ég komi mér frá ástarmálum og vindi mér í fiskimálin þá erum við búnir að slaka Jóni Kjartans út rétt við Reyðarfjarðadjúp og erum byrjaðir að toga. Við erum það nálægt landi að það er gsm samband. Unnur Birna þú ert með númerið mitt.

     Þannig að það má segja að þessi fyrsti túr minn lofi góðu. Þangað til annað kemur í ljós.
Kv. Hr. Heiðar 

p.s Ég er búinn að skora á Halla stóra í "pes", sem er fótboltaleikur í x-box og mun ég segja frá því hvernig sá leikur mun fara. Þess má geta að Halli gerir sitt besta þessa dagana til að líkjast Kobe Bryant. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hann ekki oft þekktur undir nafninu hvíti K0be?

einhver (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 05:42

2 identicon

góðir þarna

óli (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband