Leita í fréttum mbl.is

Heimferð

Ég fer í fríð, sipp og hoj, það gefur á bátinn við grænland og stolt siglir fleygið mitt stór sjónum á. þetta eru það sem hljómar í höfðinu á mér núna þegar við erum að leggja af stað heim eftir ljómandi flottann túr. Eins og fram hefur komið fékk Jón Kjartansson í sig í fjórum hollum sem er ótrúlegur árangur. Til að gera gott betra þá tókst nýja kokkinum hjá þeim að baka hinar dásamlegustu pizzur sem menn hafa smakkað, í ofni sem var engan veginn til þess fallinn að baka pizzur í ( þetta eru að vísu ekki fréttir frá fyrstu hendi en við óskum þeim enga síður til hamingju með það.)  Það er búið að ganga á ýmsu í þessum túr þótt hann hafi verið stuttur.  Vinnslan gekk til að byrja með eins og gamall traktor en eins og með alla gamla góða traktora þá láta þeir ekkert hökkt stoppa sig, og voru græjurnar farnar að mala eins kettlingar eftir skamman tíma.  Snemma í túrnum ákvað vinur okkar hann Pétur Grímseyingur að taka upp hnífinn sinn í fyrsta skipti í þessum túr og það fór ekki betur en svo að hann tók framan af fingrinum á sér en hann hætti svo að gráta þegar hann var búinn að fá strumpa plástur á meiddið. Þetta er víst ekki nýtt á nálinni því svo virðist vera að í hvert sinn sem Pétur tekur upp hníf þá nær hann að skera sig í hendurnar. Það hefur því verið tekið á það ráð að láta hann hafa gaffal eða skeið til að hafa í hulstrinu svo hann getir ekki slasað sig. Þess ber að geta að Pétur er ,fyrir utan vandræðagang í hnífamálum og ótímabær svitaköst, einn mesti öðlingurinn í flotanum og þótt víða væri leitað ( við vonum að hann taki þessum skrifum ekki illa.)Verslunarmannahelgin fór vel í mannskapinn og hefur enginn fengið áminningu fyrir ölvunarakstur, stimpingar, ólæti, ölæði, brálæði né bölv. Ekki hafa neinar kvartanir borist til skipstjóra vegna kynferðislegrar áreitni eða annara gæpa af því tagi, og því ber að fagna. En þess ber samt að geta að menn geta dregið það að tilkynna svoleiðis atburði, og getum við alveg eins átt von á því að það taki nokkra daga. Við verðum komnir í land um hádegisbil á morgun og þá hefst löndun og allt það.... Þar sem ég er í mínum síðasta túr verð ég að fá að segja að þessi tími hérna um borð í Aðalsteini hefur verið dásamlegur. Þetta er glæsilegt skip stútfullt af skemmtilegum og duglegum mönnum sem kalla ekki allt ömmu sína. Þetta hefur verið lærdómsríkt og spennandi og ekki skemmir það fyrir að buddan hefur þykknað talsvert við þetta. Ég þakka fyrir mig og gangi ykkur sem allra best, alltaf.

Þar til næst.

Kv. Hálfdan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Það má kanski setja hinn óheppna mann í hanska ætlaða kjötiðnaðarmönnum, svona hringabrynju. Ég gerði það við einn sem átti þetta til hérna hjá mér. Eftir að vera búinn að gefa honum sjúkrakassa og tilheyrandi nokkrum sinnum. Annars alltaf gaman að koma hingað og skoða.

Guðmundur St. Valdimarsson, 5.8.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gott að þið sluppuð nokkuð klakklaust í gegnum þessa verslunarmannahelgi. að vinnslan gekk eins og gamall traktor er bara vegna þess að nú er verið að fagna því að 90 ár eru liðin síðan fyrsti traktorinn kom til landsins, pizzurnar komu aðeins seinna og þess vegna eru ofnarnir í skipunum ekki gerðir fyrir þerslags ítalasnakk. Gangi ykkur vel heim og bjarta framtíð.

Haraldur Bjarnason, 5.8.2008 kl. 22:57

3 identicon

hvað er að frétta af tatto málum hjá téðum Sölva? flotinn fylgist spenntur með hvort að það sé komin fram nýr sjómaður Íslands! endilega sefið forvittni okkar!

kv

Vígri RE (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 11:44

4 identicon

Sælir piltar.

Sé að þið hafið látið Dána fá klefann hans Daða.

 Langaði bara að kasta á ykkur kveðju og egna hann Sölva minn til góðra verka - fáðu þér tattúið drengur, the heat is on.

Legg til að áhafnir allra skipa sameinist í samskot fyrir drenginn svo sjómaður Íslands geti nú borið nafn með rentu.

Annars er allt svona þokkalegt að frétta. Búinn að vinna í viku og það hefur nú farið misvel í landann, svo þið geymið kannski bara plássið til fóta hjá Halla Friðbergs ef allt skyldi nú fara til andskotans.

Kveðja

hásetinn á bátsmannsvaktinni.

Helgi Seljan (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband