Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Mánudagur, 17. desember 2007
Jólahlaðborð.
Áhöfnin á aðalsteini mætti á laugardaginn var, í jólahlaðborð á hótel kea. Var mæting góð og samdóma álit allra að vel hefði heppnast til. Ástands manna var almennt gott en heilsa manna var ekki uppá marga fiska daginn eftir og eru sumir enn að súpa seiðið eftir helgin Hérna eru myndir af herlegheitunum.
f.v. R.ómar,M.Ómar,Tómas vélgæðingur og Þór
f.v. Hafsteinn , Kiddi mellon, lolli og Halli stóri.
Hérna eru menn eftir fyrstu ferð af mörgum í hlaðborðið.
Við vorum með leynigest, en það var enginn annar en Sæmundur Pálson sem að kom með þóru sinni. En hann var kokkur á hólmborginni í mörg ár og síðan á Aðalsteini, hann ekur núna um götur akureyrar á glænýjum amerískum kagga og er með gult ljósaskilti á toppnum. |
Hérna er ómar að lýsa því fyrir sæma þegar að hann datt í stiganum, af svipnum á sæma að dæma var enga vorkun að fynna þar.
Og svo skál fyrir góðu kvöldi.
Bloggar | Breytt 19.12.2007 kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 13. desember 2007
Jólafrí.
Já góðir landsmenn til sjávar og sveita, Aðalsteinn Jónsson su11 lagðist að bryggju rétt fyrir hádegi í gærmorgun og var trollið tekið í land, en við slitum fótreipið í túrnum. löndun hófst um 13:00 og var lokið um miðnætti. Áhöfnin mætti svo í morgun til að færa, skipið var svo bundið alveg extra vel og setttar upp jólaseríur. Eftir það hófs hið langþráða jólafrí hjá áhöfninni. Við erum að fara norður á akureyrir um helgina, munum við sitja jólahlaðborð á hótel kea á laugardagskvöld og gista á hótelinu um nóttina. Ekki er búiða að gera endanlega upp árið en heirst hefur á göngunum að það sé ekki langt frá miljarðinum, sem er bara nokkuð gott, þar sem að við tókum ekki þátt í ævintýrinu í grundafyrði í haust. Áhöfnin óskar landsmönnum og þá sérstaklega þeim sem lagt hafa leið sína inná þessa síðu, gleðilegrar hátíðar og farsæls komandi árs. mbk. áhöfnin á Aðalsteini Jónssyni su11 |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. desember 2007
Enn eitt metið.
Jæja það var aldeilis handagangur í öskjunni í nótt hjá bátsmannsvaktinni, en þeir mössuðu niður einum 37 tonnum á vaktinni.ið á stýrimannsvaktinni óskum þeim til hamingju með árangurinn.
En niður í frystilest eru komin rúm 430 tonn og stittist í að við verðum hráefnislausir, það er bræla í augnablikinu þannig að það er ekki verið að toga.
kv.hálfdrættingarnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. desember 2007
Það eru ekki alltaf jólin
Góðan og blessaðan daginn.
Af okkur er það að frétta að við urðum hráefnislausir hérna snemma í morgun, það var gripið til þess ráðs að hífa trollið þó svo að aðeins eitt ljós væri komið. Aflinn var svo eftir því, aðeins 20 tonn.
En það eru nú ekki alltaf jólin, svo við sættum okkir við tonnin tuttugu og störtuðum vinnslunni á ný. Í þessum skrifuðu orðum er vinnslan komin á blússandi siglingu á ný og 356 tonn komin í frystilestina. Trollið er komið út á ný og vonast menn eftir ágætis afla þegar líða tekur á daginn.
Höfum þetta ekki lengra í bili
Kveðja Stýrimannsvaktin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 9. desember 2007
Blússandi gangur í vinnslunni
Já góðir lesendur það hefur mikið gengið á í vinnslunni, niður í lest eru kominn ein 333 tonns en við urðum hráefnislausir seinni partinn í dag.
Í morgun fóru niður 32,5 tonn með afhrímingu á einu tæki og var alveg svakalegt rennsli eftir hádegi þar til að afli var buinn. það voru hífðir 70 rúmmetrar af eðal kolmuna og gengur mjög vel að vinna hann. ef að allt gengur sem horfir er ekkert því til fyrirstöðu að við verðum í landi á miðvikudag fimmtudag, en það er búið að ákveða að fara annan túr fyrir jól.
stýrimanns vaktin sendir ástar og saknaðar kveðjur til eiginkvenna og barna í landi. G gangi ykkur allt í haginn við að skreita og þrífa fyrir jólin.
kv. stýrimannsvaktin. (32+ vaktin )
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 9. desember 2007
Hálfnað verk þá hafið er!
Jæja góðir landsmenn, nú er frystilestin u.þ.b að verða hálf, og gengur bara vel að frysta þennan eðalfisk. Fiskiríið mætti vera betra svo hægt væri að fá eitthvað hráefni fyrir bræðsluna góðu í landi. En svona er þetta, það eru ekki alltaf jólin á þessu þá líða fari að þeim.
Við hífðum í gær ca 100 tonn og ætti það að duga okkur út þennan dag, þannig að vinnslan helst óslitin.
Látum nokkrar myndir af lífinu í vinnslunni fylgja með.
kv
Bátsmannsvaktin (30+ tonna vaktin )
Micromesistius poutassou (kolmunni)
Allir góðir félagar hér (kannski einum of)
Aggi fylgist með gangi mála.
Vinirnir Danni og Halli pakka gullinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. desember 2007
Nú verða sagðar fréttir.
sælt veri fólkið.
Af okkur er það að frétta að vinnslan gengur glimrandi vel fyrir utan smávægislegar gangtruflanir eftir hið langa stopp, en þetta er allt að koma. í frystilestina eru kominn 174 tonn þegar að þetta er ritað og nógur afli til í tönkum.
Við höfum verið að hífa 2svar á sólahring, s.s. á morgnana og á kvöldin. dagurinn hefur gefið mest eða um og yfir 90 rúmmetra, en næturnar hafa verið algjörir skaufar. við erum ekki byrjaðir að safna gúanói enda fellur ekki mikið frá og svo þolir hann illa geimslu í tönkum.
En nóg um það.
verðum vonandi duglegri að blogga en ætlunin er að reyna að setja inn einhverjar myndir af veiðum og vinnslu í dag eða á morgunn.
kv.stýrimannsvaktin.
(hvar er eiginlega hin vaktin?)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Afmæli og aflafréttir.
Góðan daginn gott fólk.
Af okkur er það að frétta að aldursforsetinn var 55 ára í gær og var haldin veisla hérna uppí brúnni og afmælissöngurinn sunginn fyrir karlinn.
Hann byrjaði á sjó með þorsteini skipstjóra á jóni kjartanssyni su11 í ágúst 1978, þeir hafa verið saman á sjó allar götur síðan.
meðfylgjandi er mynd af veislunni.
Hann fékk koníaksflösku, leður vinnuvettlinga og 2 prinspóló.
Já hann var nú einusinni svona kynþokkafullur.
En af veiðun er það að frétta að við erum búnir að taka eitt hol og fóru 18 tonn af því í frystilestina.
Við erum að hífa í augnablikinu og pokinn kominn á síðuna, menn vona það að það sé gott í enda erum við með 3 nema eftir aðeins rml. 3ja klst tog.
en meira seinna.
kv.stýrimannsvaktin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 3. desember 2007
Kolmuni
já gott fólk, fljótt skipast veður í lofti. en við erum að fara á kolmuna á morgun, og er meiningin að frista hann um borð og taka eitthvað í guanó ef að veiði eikst eitthvað. það er víst ágætis verð fyrir hann fristan og verður spennandi að sjá hvað kemur útúr þessu ævintýri. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF