Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Eðal bjórinn er kominn í hús.

Eftir langa byð og alveg hræðilega þjónustu hjá landfluttningum kom ölið í hús í gær.

Þeir sem að eiga eftir að ná í sína kassa eru vinsamlegast beðnir um að koma og ná í þá til

Haralds Harðars seinnipartinn á morgun.

kv.yfirstjórnin


Farnir í land.....með öngul....eða öllu heldur skilju í rassinum.

Já eftir að veiðin datt niður hjá öllum bátunum en ekki bara okkur þá var stefnan sett á ísland eftir að búið var að dæla þessum 100 tonna skaufa um borð.

Við erum búnir að vera mjög óheppnir í þessum túr og vilja menn meina að þar sé skiljunni um að kenna, veiðin er búin að vera góð hjá þeim sem að hafa verið að nota færeyesku skiljuna með leiðineti og hafa þeir verið að negla einhver 300-400 tonn á meðan að ekkert gekk hjá okkur. Við vorum ekki að fá nema 100-150 tonn á sömu bleiðunni og er þetta alveg búið að vera einn sá leiðinlegasti túr sem að verið hefur farinn á þessu skipi, lítil blogg skrif hafa verið þar sem að menn voru hræddir um að þau skrif yrðu þess valdandi að virka sjálfsmorðshvetjandi á lesendur.

Setning túrsins er tvímælalaust: "Það er allavegana ekki hægt að hvarta undan veðrinu"

Veðrið hefur verið með eindæmum gott og er meðalannars komin upp sólbaðstofa frammá bakka þar sem að Haraldur  Friðbergsson er búin að koma upp hengirúmmi og tekur menn einnig í erótískt fótanudd, alveg eldrauður og fínn. Ekki hefur verið hægt að kvarta undan matnum heldur en hann daníel er að reyna að klára úr fristinum fyrir slipp og hafa hverjar stórsteikurnar ratað á grillið í túrnum.

 

Við erum áætlaðir í landi um 1700 og verða þeir vonandi ekki lengi að landa þessum 1000-1100 tonnum strákarnir hjá Einari.  Eftir löndun taka svo við ofur þrif á skipi og lestum áður en að haldið verður í land til eyjanna sem að kendar eru við rollur, þar sem svartolíu kerfi verður sett í skipið ásamt vélarupptekt. 

 

Kv.strákarnir á allanum. 


Komnir á miðin.

Við erum komnir og erum búnir að taka eitt hol.

Aflinn var ekki nema 250 tonn og erum við núna að skipta um poka. belgurinn var kjaftfullur af fiski og vonumst við til að gera betur með annan poka.

kv.strákarnir á allanum. 


Á leiðinni á miðin

Við fórum út kl 20 í gærkvöldi, vorum kallaðir um borð kl 16.30 þá voru örfá tonn eftir, svo var bara beðið og beðið.

Veiðin er svona lala jón kjartans hífði á þriðjudagskvöld einhver 380 tonn og var að hífa í gærkvöldi einhvað svipað.

Ívar Sören Vilhjálmsson var í sínum síðasta túr og óskum við honum velfarnaðar á nýjum starfsvettfangi og þökkum fyrir samveruna síðustu árin. Einnig eignaðist hann Daníel stúlku í gær og viljum við óska honum og Sigrúnu til hamingju með prinssessuna.

Við erum í síðasta kolmuna túrnum og eigum að fara í slipp þann 22 mai þar sem að svartolíu kerfi verður sett í hann og vélarupptekt.

kv.strákarnir á allanum. 


Komnir í land.

Við lögðumst að bryggju um 1300 í dag. Afli rml.2000 tonn.

Síðasta halið var ekkert nema brasið, toguðum í 9 klst og var afli ekki nema 20 tonn. slitum dauðalegginn stb.meginn og fór neðri grandarinn í hafið einnig, þetta tók ekki nema einhverja 7 klst að hífa þennan skaufa og laga neðri vænginn.

Það verður ekki farið út á sjó fyrr en á laugardagskvöld, eða það er að segja ef að það verður eitthvað að frétta af veiðum. Ef til vill verður haffæra skoðunin tekin á meðan að stoppað verður og nýjir ankeris vírar teknir um borð, einnig hefur lítill fugla hvíslað að mönnum að nýju taugarnar verði slegið undir.

 


Gott í poka.

 Eftir góða kvöldmáltíð , fréttir og spjall var híft trollið , við difum okkur út nokkuð brattir með þá

vissu að þrjú neminn blikkaði.  Þegar dælingu var lokið fengum við þær upplýsingar að í poka hafi verið 350 + og við nokkuð sáttir, létum það fara aftur strax og vonumst til að fá eins skammt í fyrramálið og þá ættum við að verða búnir að fylla . 


Komnir með hálffermi.

Við hífðum í gærkvöldi og afraksturinn var cr.350 tonn og erum við því komnir með einhver 1200 tonn í tankana. Við keyrðum svo í vesturátt þar sem að grandararnir og álsey voru að fá gott. Þegar að við mættum var eins og svartidauði væri mættur á bleyðuna því að ekkart var að sjá. Stýrimaðurinn keyrði svo á fína lóðningu sem að vörpunni var kastað í, lóðið er fínnt en innkoman er ekkert sérstök og ekki láta nemarnir sjá sig.

Vegna þess hve talvan hérna uppí brú er seinvirk er ekki hægt að setja inn myndir, en kokkurinn hefur verið duglegur að taka myndir og sérstaklega af aðstoðarkokknum honum Ívari Jakóbínusyni, þeir eru búnir að vera ansi duglegir í túrnum að koma með nýjungar í matar og kaffi tímum.

kv.strákarnir á allanum. 


2.maí

Já góðan daginn.

Ég vil þakka gestaritstjóranun fyrir góða sögu hérna á undan og hefur hann tjáð mér að hann muni gera þetta oftar.

Eftir að strákarnir höfðu haldið 1.maí kaffið, en þar var boðið uppá nýbakaðar vöflur, engar vilkó vöfflur sko, nei það var sko uppskrift frá henni jakóbínu mömmu hans ívars , með daim ís, rjóma og marssósu. Þá var kallað hífopp, þar sem að skipstjórinn var að verða gráhærður á að horfa á höfuðlínusónarinn sneisa fullan af innkomu en auminginn enn blikkandi.

Meira var nú í pokanum en menn áttu von á eða heil 250 tonn. erum við því komnir með ein 850 tonn af svartkjafti um borð. 

Við erum búnir að toga núna í 8 klst og 2 neminn blikkar.

kv.strákarnir á allanum. 


Sigurvegari í vísnakeppninni.

Já eftir miklar andvökunætur og svitaköst hefur dómnefndin kveðið upp úrskurð um sigurvegara í vísnakeppninni ógurlegu, dómnefndina skipaði Þór Sæbjörnsson og Þórhallur Hjaltason.

Vísan er svohljómandi.

 

Frá landi á alla höldum við

og við mun taka sjórinn

Þá höldum við upp fornum sið

og kneifum "Eðal bjórinn"

 

Sigurvegarinn er enginn annar en Óli foss, sem að gerði garðinn frægan hér á árum áður með harmónikku leik á böllunum í gamla daga.

Hann mun hljóta verðlaunin sem að hljóða uppá 1.stk kassi af eðal öli og svo munu þau Bára konan hans fá gisti nótt í hjólhýsinu hans runólfs.

 

Af okkur er það að frétta að við erum búnir að taka 3 sköfur og hljómar árangur eftir það uppá cr.600 tonn en við sprengdum pokann í morgun og náðum engu.

fiskurinn er allur farinn yfir í írsku lanhelgina og erum við núna á keyrslu austur eftir þar sem að Crristian í grjótonum er að fá ákætt, nána tiltekið í munkagrunninum, við verðum þar um 9 leitið í fyrramálið.

 

kv.strákarnir á allanum. 


Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband