Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Lag með REO Speedwagon

It´s time to sail this ship on to the shore, throw away the oares forever - eða næstum því.

 

Erum á leið í land með fullfermi af Tígrissíld (sem leikmenn þekkja sem makríl)

 

Læsið dætur ykkar inni!

 

Helgi Beljan þakkar fyrir sig. 

"Þetta með mölbrotnu höndina var grín. Sömuleiðis þegar ég kyssti á bágtið þegar ég stakk mig á beininu. Líka þarna þegar ég stakk mig í augað á kassahorninu þarna í lestinni þegar allt hrundi á mig. Grín. Sjáumst eftir frí. Bað um 36 túra."


Hocky Mellon part 2

Þá er komið að opinskáu viðtali við Kristinn Helga aka Hockí Mellon.

Fullt nafn: Kristinn Helgi Snorrason

Gælunafn:  Mellon

Hvað varstu gamall þegar að þú varst fullur fyrst? 15 ára.

Hvað er besta meðalið við þynnku? Hef aldrei orðið þunnur!

Fyrir hvað stendur BDSM? Ég þekki ekki þessar hvatir.

Með hverjum helduru í enska? Liverpool

Ertu með einhverja leynda hæfileika? Ég er með ein, en ég fer ekki útí það.

Hvernig fer maður að því að gelda hross? Það þarf að deyfa hrossið, leggja það niður og rista upp, taka tólin af, setja tusku inní og sauma fyrir. Það þarf að vanda til verks.

Hvor er þykkari þú eða Davíð? Davíð það er alveg augljós, þetta er asnaleg spurning.

Ertu búinn að gera garðinn kláran fyrir mig á fiskidaga? Það mun ekki standa á því, hann verður tipp topp.

Eitthvað að lokum? Bara pass.

Þá þökkum við honum Kristni fyrir viðtalið. 

En skipslebbið Helgi Seljan er búinn að gefa það út að hann sjái um næsta blogg..

Þar til næst.

Allinn.


Hockí Mellon

EIns og áður. Jæja.

Þá erum við mættir á makríl miðin, það er skítaveður og bræla hérna hjá okkur meðan þið landkrabbarnir baðið ykkur í sólskininu. Við erum komnir með 160 tonn í frystikistuna og er búið að vera smá bras á okkur sökum veðurs.

En við lögðum úr höfn á þriðjudagskvöld. Þegar að löndunarkallarnir voru að klára að landa seinustu kössunum vorum við með gest um borð. Það var fönguleg kona á þrítugsaldri íklædd svörtum dragtarjakka og svörtum buxum sem líktust reiðbuxum. 

Kona þessi hún var að selja tryggingar og bjóða mönnum að skipta um lífeyrissparnað og þvílík ÁREITI hjá einni konu hef ég aldrei orðið vör við. Vopnuð kynþokkanum hljóp hún manna milli með penna í annarri og gloss í hinni, lofandi mönnum gull og græna skóga enda miklir tekjumöguleikar að hafa á sjómönnum þessa dagana. 

Ágengnin var svo mikil að þegar að hún hafði lokið sér við nokkra menn hér um borð byrjaði hún að herja á mig og Sölva af þvílíkum krafti að ég hef sjaldan lent í öðru eins. Hún byrjaði með því að spjalla við okkur um daginn og veginn og þegar að það var ekki að ganga voru góð ráð dýr. Þá fór samtalið að byrja að vera grófara og grófara og á einum tímapunkti var hún byrjuð að tala um vaselín og kynlíf í sömu setningu. Þið getið svo lagt þetta saman og þá fáið þið grófa hugmynd um hvað umræðuefnið var.

 En úr einu í annað þá átti okkar ástsæli Kristinn Helgiafmæli í gær og var ég búinn að lofa honum afmælisgjöf og hérna kemur hún.

Kiddi þér til heiðurs þá hef ég ákveðið að semja handa þér sonnettu. (Sonnetta er reyndar 14 línur en þú færð bara 4) Til hamingju með daginn Kiddi.

 

Nú afmæli sykur sæta manni blíðum,
á sjónum ber hann mikinn þokka
og finnst það best að ekki kokka,
í einu og öllu við styðjum og hlíðum.

 

 Af öðrum fréttum er það að eilífðarverkefni mitt að reyna að bregða Baldri litla hefur enn ekki tekist þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en nýjasta útspil mitt með að liggja á jörðinni bakvið bretti bar ekki árangur þar sem að sjónlínan hans Baldurs er hærra upp en á flestum og sá hann þess vegna í hælana á mér. En ég er búinn að gefa þá yfirlýsinu að ég muni ná honum áður en að veiðiferð líkur.

AJ blogg hefur ekki enn fengið viðbrögð hjá Badda vegna uppsagnar hans sem skemmtanastjóra í ferðafélaginu Spretti en þykjumst við vita það að hann lesi þetta blogg reglulega þannig að ef þú ert að lesa þetta þá viljum við endilega fá að heyra þitt álit á uppsögninni og viðbrögð þín við því að Þórhallur Freyr sé búinn að taka þína réttmætu stöðu í félaginu.

 Það styttist í verslunarmannahelgi og það eru bara tveir menn hérna sem ætla að gera eitthvað af viti og það eru Heiðar Guðnason og Sölvi Ómarsson en þeir ætla ásamt hópi fagra meyja beint til EYJA. 

Látum þetta ver gott í bili. 

Þar til næst kveðja Allinn.

P.s ef að þú ert blaðamaður frá DV og vantar einhvern dirt á Helga Seljan þá bendum við á Runólf Ómar fjölmiðlafulltrúa siðunar en hann tekur við fyrirspurnum.

 

 

 


Sumarið er tíminn.

Sumarið er komið. Þá vilja menn flestir vera utandyra hvort sem að það er að taka golf hring eða bakka hjólhýsum í stæði.

      Það minnir mig á það að undirritaður á að kenna Kristjáni Erni golf á Eskifirði kl 7 í fyrramálið. En Stjáni stefnir á það að vera með kylfu í hönd alla vegna helminginn af þeim dýrmæta landtíma sem við fáum meðan á löndun stendur. Svo er spurning hvort að Þórhallur Freyr láti sjá sig á teig en líklegt þykir að hann verði að hlaða bjór í fellihýsið. En hann hefur gert ráðstafanir að fá lánaðan stærri bíl hjá Jóa Lalla tengdapabba sínum til að geta sett meiri mjöð í skottið. 

Af öðrum frímönnum má nefna að Ingi og Danni ná sér ekki lengur niður eftir vaktir sökum landspennings og eyða þeir öllum stundum bakvið tölvuna að skoða ellingssen.is og aðrar útileigusíður milli þess sem að þeir senda hvpr öðrum athugasemdir á facebook. Ingi er núna búinn að spila "Ég fer í fríð" eftir Þorgeir Ástvalds 100 sinnum á Vinnsluradíó FM við litlar undirtektir annarra áhafnameðlima.

Gáta dagsins: Hvað þarf marga vélstjóra til að skipta um ljósaperu? 

 

Ég lenti fyrir því óláni að ljósið fyrir ofan kojuna mína var farið. Í klefanum mínum er algert myrkur þegar að öll ljós eru slökkt og var ég búinn að lenda oft í kröppum dansi þegar að við vorum ræstir á vakt. Var meðal annars búinn að stíga á heyrnatólin mín. Það jafnast fátt á við það að meiða sig þegar að maður er nývaknaður. Var það greinilegt að mikið hættuástand hafði skapast í klefanum. Samkvæmt slysavarnanámskeiði sem ég var á um daginn flokkaðist þetta undir " viðvörunarstig 2". Það eru ekki nema þeir allra hörðustu sem geta verið án kojuljóss í langan tíma.

Ég kynnti áhyggjur mínar fyrir Hafsteini en honum fannst lítið um áhyggjur mína koma. Honum fannst þetta verk reyndar vera eitthvað fyrir neðan virðingu sína sem yfirvélstjóri og sagðist ætla að ráða undirverktaka í málið. Það myndi vera ný-þýskarinn Ómar. Eitthvað hefur klikkað í samskiptaboðum þeirra tveggja enda var myrkur í 2 daga og 2 nætur.

Þá voru góð ráð dýr og ég var farinn að örvænta að ég myndi híma í myrkrinu og á þessum tímapunkti var ég byrjaður að vera myrkfælin og kominn með skammdegisþunglyndi á háu stigi. Það var ekki fyrr en að ég hitti frelsarann hann Þór að eitthvað fór að gerast. Ég tjáði honum frá raunum mínum og viti menn. Þór sagði verði ljós og það varð ljós.

Hvað er þá svarið við gátunni?

Af öðrum fréttum úr vélarúminu er það að vélstjóragengið ætlar að taka túrbínuna í gegn í landlegunni og búast þeir við því að vera u.þ.b sólarhring að því.

Við erum á leiðinni í land og er búist við okkur eitthvað eftir hádegi á mánudag. Með smekkfullar lestir af brakandi ferskum makríl.


HM í fótboltakanónan

Aðalsteinn Jónsson SU 11

kynnir með stolti

 

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2010

Klikkaðu 4 sinnum á myndina til að sjá hana í fullri stærð.

 

HM


Makar krókinn á makríl.

Eins og svo oft áður þá er komið að jæjanu.

Við erum byrjaðir á gulli hafsins þ.e.a.s makrílum. Það er ekkert ýkja langt síðan að þessi fallegi og tignarlegi fiskur byrjaði að láta sjá sig við strendur Íslands.

Talandi um eitthvað fallegt og tignarlegt þá virðist sem að Kongó Ingi hafi tekist að opna ormaholu hér um borð. 

Nú eru kannski margir sem að klóra sér í hausnum og spyrja sig hvað í  er ormahola.

Bíðið við, ég skal útskýra það.  Ormahola er fræðilegt hugtak í eðlisfræði sem gæti útskýrst sem hjáleið  í gegnum tíma og rúm. Ef að við ímyndum okkur að tími og rúm sé bein lína td. A4 blað og síðan brjótum við það saman þá ættum við að geta stytt okkur leið í gegnum tíma og rúm. sjá 

Þetta afrekaði Ingi því að á miðnætti setti hann bylgjuna á og fannst það alveg furðulegt að hádegisfréttirnar væru ekki enn byrjaðar. talið er að upptök ormaholunar séu inná klósetti hjá Halla Stóra en það hefur ekki enn fengið staðfest.

Svo virðist sem að klofningur sé komin í Ferðafélagið Sprett en eftir að Sigurður Ágúst aka Baddi seldi hjólhýsið sitt þá hefur honum verið sagt upp með skömm. Hér fyrir neðan er afrit af uppsagnarbréfi badda sem kom frá stjórn Spretts.

Hér með tilkynnist þér Sigurður Ágúst Jónsson að stöðu þinni sem Skemmtannastjóri í ferðafélaginu Spretti hefur
nú verið sagt lausri vegna vanrækslu í starfi. Þér hafa verið gefnar ótal munnlegar viðvaranir en núna er mælirinn fullur.
Ekki hefur enn verið ráðið í stöðuna en viðtöl standa yf...ir.
Eins og þú veist manna best Sigurður þá hefur þú verið tjaldvagnslaus síðan í apríl og er þetta ástand óviðunnadi.
Þú hefur núna 7 daga til að koma þínum málum á hreint og festa eitthvað aftaní kúluna ellegar verður þessi uppsögn
varanleg.

Kær Kveðja Stjórn Spretts.

P.s Þú þarft líka að skila bjórnum.

 

Talandi um ferðalög þá er kominn mikill útileigu fílingur í mannskapinn með Runólf Ómar í broddi fylkingar og eru menn að pússa hjólkoppana til að vera klárir í slagin þegar að þeir renna úr hlaðinu. Þeir Þórhallur, Ingi og Danni verða allir á faraldsfæti á næstu dögum enda allir á leiðinn í frí.

Ný myndasaga er á leiðinni og er stefnan sett á að frumflytja hana sunnudaginn 11. júlí ef að allt gengur upp.

Núna eru fleiri sem að taka í vörina heldur en reykja hér um um borð og er ekkert nema gott um það að segja. Þorgrímur Þráinns hefur sent okkur viðurkenningarskjal sem að hengt hefur í borðsalnum enda hefur Þorgrímur verið mikill aðdándi píku-púðursins í langan tíma og finnst fátt betra en að troða í trantinn á sér.

Mikil fótboltaæði hefur gripið um sig útaf HM í fótbolta og vorum við með tippkeppni hér um borð þar sem að sigurvegarinn hlaut 70.000 krónur í sigurlaun. Sigurvegarinn var Ingvar Skæró og óskum við honum til hamingju með sigurinn. Ágóðan notaði hann til að fara til Tælands þar sem að hann er í legkökunuddi vegna meiðsla sem hann hlaut á læri. Honum tókst að stinga sjálfan sig í fótinn á dekkinu. Upp hafa sprottið ýmsar samsæriskenningar vegna þessara meiðsla og telja sumir að hann hafi gert þetta viljandi þegar að hann frétti að neyðarlögunum í Tælandi hafi verið aflétt.

 Samlokugrillið á kaffistofunni hefur aldeilis fengið að finna fyrir því og er það núna hálf laskað sökum ofnotkunar.Samlokugrillið hefur reyndar aðeins bitið frá sér líka og hefur Þórhallur Freyr núna hlotið nokkur 2. stigs brunasár á sínum löngu fingrum eftir að hann gerði sig líklegan til að fjarlægja samlokur úr grillinu. 

Talandi um samlokur þá hefur Aubbi kokkur sett ný miðvið með sínum frægu skínkeróni samlokum sem að menn virðast ekki getað fengið nóg af. Skínkeróní samlokan er í rauninni 2 samlokur. Ein er með skinku og hin er með pepperóní. Séu þessar tvær lokur sameinaðar í eina er útkoman hans víðfrægu skínkeróní. Uppskriftina má sjá hér fyrir neðan.

Skínkeróní samloka:

Innihald:

4 krónubrauðsneiðar.

2 sneiðar pepperóni

1 skinkusneið.

lítið af osti.

blandið saman og setjið í ónýtt samlokugrill.

Borðið.

Borðið svo aftur.

og aftur.........

 

Fleiri uppskrifir má nálgast á www.skínkerónisamlokuraubbaslökkviliðlöggumálarakokks.is

Að veiðifréttum er það að frétta að við erum skriðnir yfir 250 tonnin af þessum fína makríl.

þar til næst...

 

Hílsen....

 

Allinn.

 

 


Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband