Leita í fréttum mbl.is

bloggedíblogg

Þá er komið að smá fréttum.

 

Við erum á fullu við að frysta kolmunna í færeysku landhelginni.  Erum kommnir með rúm 300 tonn. sem við áætlum að sé ca helmingur af lestarplássi. Já við höldum það því í þessum túr tökum við í notkun nýtt frystipláss sem kallaður er lausfrystir. 

Málið er að um borð í skipinu var eitt sinn lausfrystir sem virkaði víst illa eða ekki neitt. Hafa hinir miklu snillingar sem við erum með sem baadermenn og vélstjóra verið að vinna í því síðustu misseri að hreinsa hann og koma honum í stand til þess að nota sem frystigeymslu.

Og þess má geta að þessi lausfrystir hefur einning verið nýttur undir golfaðstöðu fyrir útvalda skipverja.

 

Eftir áraðanlegum útreikningum lærðra manna þá er áætlað að komist rúm 60 tonn í hann og munar um minna.  Þá ættum við að fara yfir 600 tonn í heildarfrystirými.

 

Gælt er við að við verðum í landi á fimmtudagskvöld en það á eftir að koma í ljós.   

 

lausfrystirinn

 Stjáni að máta fyrsta kassan.

 

DSC 6331 

Davíð og Stjáni að berja úrsláttarvélina áfram. 

 

DSC 6332 

Ánægðir með gott verk. (þess má geta að það sá ekki á álkallinum) 

 

DSC 6350 

Tveir einum of góðir félagar.

 

DSC 6348 

Baadermaðurinn ógurlegi. 

 

 DSC 6343 

 Sæli stendur sig vel í pökkuninni...

 

DSC 6362 

... en þarf svo að hvíla sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfull lýst mér vel á ykkur strákar - og gott að sjá að myndavélin kemur að góðum notum :)

Hanna Inga (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 12:34

2 identicon

Hvað verður um golfaðstöðuna? Mun þetta ekki hafa áhrif á forgjöfina hjá Stjána?

Heiðar (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband