Leita í fréttum mbl.is

Hvellur

Í þessum orðum er stýrimannsvaktin að klára föstudags partývaktina. Það er búið að vera dúndrandi tónar í eyrunum á mönnum og virðist vera því hærra sem tempóið er því hraðar vinna menn.

Allavega er búinn að vera mjög góður gangur á þessu hjá okkur núna og erum við með 272 tonn í augnablikinu og ættum við að vera komnir í land þriðjudag miðvikudag ef þetta helst á sama dampi og núna.

Það er dálítið af frímönnum í augnablikinu en við erum búnir að fá nokkra unga og ferska afleysingartitti til að filla í skarðið.

Eins og við sögðum frá fyrir nokkru þá hafði Badda okkar verið sagt upp úr ferðafélaginu Spretti vegna þess að hann var ekki lengur eigandi tjaldvagns og þess vegna ekki gjaldgengur í félagið.

Baddi hefur nú snúið vörn í sókn og ætlar að berjast fyrir sínum rétti með hörku.

Hérna er afrit af bréfi sem að hann sendi Danna formanni.

"komdu sæll Daníel. Ég hef látið lögfræðinga mína fara yfir uppsagnabréf mitt og hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að uppsögn þessi hafi verið ólögleg. Hvergi stendur í reglum félagsins að það sé skylda að eiga tjaldvagn/hjólhýsi til að vera gjaldgengur. Ég á hinsvegar mjög fínt 4 manna kúlutjald sem sómir sér vel í hvaða útileigu sem er. Ég veit það fyrir vissu að arftaki minn Þórhallur á hvorki tjald né svefnpoka. Ég hef ákveðið í ljósi aðstaðna að slítasamstarfi mínu við Sprett. Hef ég ákveðið að stofna mitt eigið ferðafélag sem mun bera nafnið Hvellur. Nýt ég mikils stuðnings stjórnar Spretts og mun bróðurhluti, allavega þeir sem eitthvað vit er í fylgja mér á vit ævintýra í þessu nýja og endurbætta ferðafélagi.

Gangi þér og Þórhalli hið allra besta.

-P.s. Varðandi bjórinn þá lít ég á það svo að fyrst að mér var sagt upp ólöglega þá skuldar þú mér einn bjórkassa sem borgast eigi síðar en Baldur heldur innflutningspartý.

P.p.s. Þá vil ég ekki "Spretts-bjór því hann var vondur"


 Af öðrum málum þá lenti ég á þjóðhátíð um daginn og var staddur í hvítu tjaldi að gæða mér á lunda og bjíor í boði Agga stýrimanns. Ég sit þarna kjamsandi á lunda þegar að Aggi dregur alt í einu fram munnhörpu og byrjar að spila "whiskey in the jar" ég sá mig knúinn til að spýta úir mér hálfétnum lundanum og taka undir og saman leiddum við hálfa brekkuna í söng.

Ekki er eitt celebið stakt eins og máltaki'ð segir en eftir að Helgi Seljan fór frá borði hefur bæst nýtt celeb í hópinn en það er enginn annar en skoski leikarinn og sjarmörinn Sean Connery sem gerði garðin frægan sem Djeims Bond í den. Þessi útgáfa af Connerý er hinsvegar hárminni á bringunni en fyrirrennari sinn.

Hefur hann ásamt Stallone fengið margar fyrirspurnir um kvikmyndahlutverk en talið er líklegt að þeir muni leiða saman hesta sína í bardagamynd sem gerist í Tælandi. Hefur hún fengið vinnuheitið "Big trouble in Thailand."

Við erum núna með 2 farþega sem eru þeir alsem við höfum séð lengi. Þeir eru Elfar (12 ára) og Guðni (11 ára). Þeir berjast nú við feður sínu um að fá sem lengstan tíma í frystilestinni ena eru þeir á mjög góðum taxta. Þeir fá einn ís úr sjoppunni per 20 kassa. Undirritaður er núna 8 ísum og einu Pippi fátækari og túrinn er varla hálfnaður. Ingvar og Emil hafa svipaða sögu að segja og eru guttarnir að gera góða hluti hjá okkur. 

 Þá er komið að hinni hliðinni en núna er það enginn annar er skipstjórinn Daði Þorsteins sem að situr fyrir svörum.

 

Lið í Ensku: Tottenham Hottspurs

Er nýja hárgreiðslan ný tegund af combover: Já þetta er combover.

Fyrir utan sjálfan þig, hver er myndarlegasti skipstjórinn? Pabbi.

hvernig bíl átturu fyrst? Toyota Corollu sem ég keypti af Ragga Óla

Teluru lílklegt að Invar gæti komist klakklaust í gegnum geðranskókn? Ekki fræðilegur.

Hvað er uppáhalds maturinn þinn. Indverskur matur.

Helstu kostir. Ég er minn helsti kostur.

jennifer aniston, eða jolie. jennifer aniston.

hver er mesti folinn um borð. það myndi vera ég.

Eitthvað að lokum? Ég um mig frá mín til mín.

-Takk fyrir okkur í bili.

Þar til næst. KV. Allinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband