Leita í fréttum mbl.is

Gott í gær en lítið í dag....

Þetta segja frændur okkar oft þegar þeir eru spurðir frétta af veiðum, og á það vel við í dag hjá okkur.

Við hífðum í gærkvöldi enhver 230 tonn eftir stuttan tíma og settum fabrikkuna í gang, vörpunni var svo rennt á nýjan leik í hafið og eftir einhverja 8-9 klst fanst mönnum á stjórnpalli skips, að réttast væri að kíkja í pokan, þó að 3 neminn væri enn blikkandi, það var svosem ágætt því að í pokanum reyndust vera einhver 4-500 tonn. Menn voru fullir bjartsýni eftir að dælingu lauk og hófust handa við að gera kastklárt í alveg blíðskaparveðri, sem að er alveg kærkomið eftir mikla brælu tíð undanfarið, byrjað var að toga um 14.30 og er staðan þannig kl.2100 að einungis 1 nemi er að sperra sig á tölvuskjánum. Vonum að þetta fari að skána.

Einnig er gaman og ekki gaman að segja frá því að skipstjórinn fékk símtal í morgun frá sölumönnum okkar, þeim teit og co, og tjáðu okkur að ekki væri lengur grundvöllur fyrir fristingu á kolmuna til manneldis, og erum við þess vegna i okkar síðasta frystitúr á kolmuna og tekur þá sjálfsagt gúanó kraftveiðar að hætti hólmaborgarmanna.

Búið að frysta 90 tonn.

kv.strákarnir á allanum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband