Leita í fréttum mbl.is

Jæja

Það er enn allt steindautt á miðunum, Aggi segist samt ætla að redda málunum í nótt og vonum við það besta. Aggi reið ekki feitum hesti í seinasta holi. Þar kom uppúr sjónum 200 makrílar 2 karfar 12 kolmunar og ein síld

         Þó að miðin séu dauð er mikið líf um borð. Það er búið að opna net-cafe í borðsalnum og má sjá að meðaltali 4-5 menn með laptoppana í góðum fíling. Kristján Örn fer þar fremstur í flokki með útúr pimpuðu mulningsvélina sína. Hann er búinn að gera endurbætur á henni og hefur hún aldrei verið betri. Hann var reyndar tilneyddur að fara í þessar framkvæmdir eftir að Ingi sveik hann. Ingi og Stjáni voru víst búnir að gera munnlegt samkomulag um skipti á tölvum, eftir því sem Stjáni segir.

            Ingi er byrjaður að koma  Aðalsteini á framfæri á Facebook og hefur þar verið stofnaður Aðalsteinn Jónsson Group. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að kíkja á það.

   Heiðar og Sölvi vinna nú hörðum höndum við að reyna að koma sér í samband við yngismeyjar í Noregi ef svo skildi fara að við löndum þar.

Þetta Facebook æði virðist vera að tröllríða öllu hér um borð og heyrst hefur að eilífðarfolarnir Halli Fribb og Ómar séu komnir með síðu, ekkert hefur verið staðfest ennþá.

               Það er búið að ákveða það að senda kongóbúann Badda Jónsson á Dale Carnegie námskeið sökum þess að honum gengur mjög erfiðlega að koma upp orðum þegar hann er spurður frétta úr brúnni.

 

Læt þetta duga í bili.

 

kv. Allinn

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband