Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Ný sjoppustjórn
Núna í hádeiginu var haldinn Aðalfundur Eðalgroups (starfsmannafélags Aðalsteins Jónssonar SU-11).
Dagskrá
1. Kosning nýrrar Stjórnar
2. Önnur mál
Var mikið skeggrætt á þeim fundi og voru nýjar reglur samþykktar og svo kosnir nýjir stjórnarmenn, en þeir eru Þórhallur Hjaltason, Davíð Örn Helgason og Þórhallur Freyr skúlason.
Eru fráfarandi stjórn færðar þakkir fyrir velunnin störf á síðasta ári sér í lagi, hin stórkostlega jólahlaðborðsferð sem farin var á Hótel Sögu.
Af vinnslu er það að frétta að verið er að dæla einhverjum afla, og er áætlað að vinnsla komist á fullt skrið 16:53 í dag. En ekki er búið að frysta neitt síðan við fórum frá Færeyjum á sunnudag.
Meiri fréttir síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. janúar 2009
Löndun í Klaksvik
Góða kveldið
Vegna brælu var ákveðið að fara til færeyja og landa þessum 390 tonnum sem við erum komnir með í lestarnar. Við komum til Klaksvikur um 2 leitið í dag, og var hafist handa strax við að landa upp úr skipinu.
Ekki er vitað hvenær verði farið út en vonandi verður það sem fyrst.
Langar okkur að benda á Facebook síðu fyrir skipið sem við erum með, og eru fleiri myndir þar inni, eins eru myndir tengdar sjómennsku frá fleirum en okkur á þessari síðu
kveðja
Allinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. janúar 2009
Lagðir af stað í túr nr 2
Sælt veri fólkið, Nú erum við lagðir af stað í kolmunna túr nr. 2 á þessu ári eftir að hafa landað um 1000 tonnum á Eskifirði á Laugardag, eftir að hafa verið 6 og hálfan sólahring höfn í höfn. Af því fóru rúm 500 tonn í bræðslu og tæp 500 tonn í frystigeymslu.
Við erum staddir við færeyjar núna og eigum einvherja 10 tíma eftir á miðin, Veðurútlitið er ekki gott í augnablikinu og spáir bara skítabrælu eitthhvað fram eftir vikunni. En við vonum að þetta reddist allt saman og að við fáum eitthvað til að moða úr, svo við verðum ekki of lengi í þessum túr
yfir og út
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 3. janúar 2009
Kolmunaveiðar framundan.
Árið sem að er að líða er það besta sem að gert hefur verið á skipið og vonum við að þetta verði ekki verra, en aflaverðmæti var 1430 miljónir og einhver cr.32 þúsund tonn uppúr sjó. en skipið var frá veiðum í einhverja 3 mánuði vegna viðhalds.
kv.strákarnir á allanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 24. desember 2008
Gleðilega Hátið
Þá líður brátt að jólum og erum við komnir í frí, Skipið er komið í heimahöfn nýmálað og fínt eftir slipp og skveringar í höfuðstað norðurlands.
Við búumst fastlega við því að fara á sjó strax eftir áramót
Áhafnameðlimir Aðalsteins Jónssonar óska lesendum síðunnar svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Slippur
nú erum við farnir í smá frí þar sem að skipið er farið í slipp, og treystum við því að norðanmenn reddi því sem þarf að gera, annars verða nu vélstjórarnir þarna þannig að þetta á eftir að ganga vel. 'Aætlaður tími er 2-3 vikur en það gertur breyst.. eftir það þá verða vonandi einhver verkefni sem bíða skipsins svo hægt verði að bæta á árið sem er búið að vera það allra besta hingað til á skipunu.
þangað til næst
Allinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 7. nóvember 2008
fljótt skipast veður í lofti
margblessuð og sæl öll sömul, þá er komið því heitasta. fyrsta holið okkar var nú ekki til að hrópa húrra fyrir en það var togað stutt og lítið sem ekkert í en keyrðum af stað í fréttir af alvöru frændum okkar færeyingum þar sem þeir voru að mokfiska. þegar við komum á bleyðuna létum við það fara fljótlega en við neyddumst til að hífa það fljótlega líka þar sem að veðrið er ekki lengi að rífa sig upp hér í myrkrinu og kom út úr því einhver 140 tonn sem við vorum ekki lengi að sturta niður í lest en úr þessu rættist og höfum við verið að fiska vel. höfum ekki þurft að toga mikið lengur en 2 tíma í senn og fengið út úr því öll ljós rauð, og segir Daði að hann hafi ekki séð jafn stórar torfur í sinni skipstjóra tíð síðan síldarævintýrið mikla hófst hér í "den". niður í lest eru komnir tæpir 9000 kassar and counting.
nú er það komið á hreint að þetta er okkar síðast túr hér í norskum sjó á þessu ári og eru menn nokkuð ánægðir með það almennt held ég, þó svo leiðin liggi aftur heim á kreppu-klakann. löndunar dagur er ennþá óljós, svo er skipið er á leiðinni í slipp til akureyrar þar sem það verður málað og viðhaldi sinnt.
facebookið er að gera öllum gott hér um borð eða þó sérstaklega þeim sem að sjá um efrihluta vinnslunnar, látum þau orð nægja...
kv. the red devil
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
'Uti er vonandi ævintýri.
Góða kvöldið lesendur. Þar sem að fréttaflutningur hefur verið með því allara minnsta sem sést hefur þá hef ég ákveðið að taka lyklaborðið í mínar hendur þennan túrinn og vera með það allra heitasta sem er að gerast hér um borð.
Við fórum frá Bodo kl 10 á sunnudagskvöld eftir að vera búnir að vera í löndum síðan á föstudag, alltaf jafn skjót vinnubrögð sem að þeir sýna þarna í noregi. Ekki nóg með það þá erum við farnir að þurfa að landa sjálfir grútnum þegar það er að verða búið vegna þess að þeir eru alltof góðir með sig að þeir geta ekki farið niður í lest og klárað. Ekki eru nú allir jafn sáttir með þetta eins og gefur að skilja þar sem að löndunarfríið er ennþá í kjarasamningunum, eða var það allavega fyrir kreppu!
En erum núna staddir í Noregslögsugu og búnir að láta það fara og í leiðinni þurftum við að lengja grandarana. Ljósa-status eftir 2. tíma tog er auminginn og lítið að sjá en það er blíða.
Ekki er ennþá á hreinu hvort eigi að flaka restina af kvótanum og gera einn túr eða heilfrysta og fara 2 en ég vona að það fari að skýrast því menn eru orðnir ansi þreyttir á þessu ævintýri hérna norður frá...
segjum ekki meir í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. október 2008
bræla og fiskileysi
Sælt veri fólk til sjávar og sveita.Við fórum út á mánudag frá bodö, og vorum komnir á miðin um sólarhring seinna (smuguna), erum búnir að vera að leita og létum fara í fyrradag á einhverja smá peðru og uppskárum heil 30 tonn af síld, sem við heilfrystum með harðri stjórn hins nýja vinnslustjóra Runólfs Ómars,Uppskárum við úr þessum afla um 1100 kassa þannig að ekki eru eftir nema rétt rúmlega 20.000 kassar
Erum að leita núna í skítabrælu og útlitið ekki gott fyrir næstu daga,
Faðirinn (Jón Kjartansson) fór út í fyrradag og er á leiðinni til okkar, þannig að við verðum ekki aleinir hér lengst úti á ballarhafi.
Biðjum að heilsa að sinni og vonumst nú að verða komnir heim fyrir jól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 20. október 2008
Rúmir 1000 kassar eftir
Núna er þetta allt að hafast hjá okkur, en við erum rétt fyrir utan Bodö og eigum eftir að massa niður um 1200 kössum, þeir ættu að vera komnir niðri í lest um 10 í fyrramálið.
Stefnan er svo að landa i Bodö silderojlfabrikk seinnipartinn í dag og síðan frostinu í fyrramálið, þannig að áætluð brottför er á laugardagskvöld
Síðan er ein mynd af afmælisbarninu í túrnum en hann Haraldur Friðbergsson Framnestaðarundrið varð 54 þann 10 þessa mánaðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 10. október 2008
Góðan daaaagiiiiinnnnn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 30. september 2008
Vinnslan farin að mala gull.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 29. september 2008
Farnir í nýjan túr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. september 2008
"Ég blanda mér ekkert í þetta blogg" ; R. Ómar Jónsson 2008
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 22. september 2008
Ber hver að baki nema bróður eigi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10. september 2008
'A landleið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 9. september 2008
Hin hliðin á Allanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 6. september 2008
10. dagur and counting..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 3. september 2008
Jæja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Halli blokkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF