Leita í fréttum mbl.is

Brakandi blíða

Góða kvöldið þá kemur smá fréttaskot af okkur.  Fórum út í gærkvöldi og stefnan sett á íslandsmið að leita af einhverri síld.  leituðum í alla nótt með litlum árangri en svo fór að glæðast aðeins úr þessu upp úr hádegi í dag og létum við það fara rétt eftir hádegi og erum að toga við færeysku línuna. 'Utlitið mætti vera aðeins betra sérstaklega þar sem veðrið er búið að leika við okkur, en erfitt virðist vera að fá nema úr þessu lóði og erum við með einn slíkan í augnablikinu.

Menn gera lítið annað en að sofa og borða góðan mat hjá þessum alveg prýðisgóða kokk sem leysir Daniel yfirbrita af, sem ákvað að skella sér í frí kallinn. 

Runólfur er gjörsamlega að drekkja mönnum í húsnæðis og fjárfestingaumræðum en hann er orðinn mjög fær í þeim málum, heyrst hefur að hann sé kominn með vinnu sem fasteignasali á Selfossi og býður hann sætaferðir þangað frá Eskifirði á 3 vikna fresti í allann vetur.

 Náttbuxurnar eru gjörsamlega að tröllríða öllu hér um borð eins og flestir vita  en fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér hvar þær séu til sölu þá er Trausti Reykdal með umboðið fyrir þær.

Frekari frétta má vænta síðar. þegar vinnslan er komin á fullswing. 

kv. Allinn 

  


'A landleið

Góða kvöldið landkrabbar og sjórottur, í þessum pikkuðu orðum erum við að skríða inn þennan fallega fjörð sem kendur er við Reyðar en held að flestir viti betur en það.  Veiðin í þessum túr hefur verið frekar dræm hjá okkur og erum við búnir að vera ansi víða þessa 10 daga. Síðasta hol var tekið tæpar 70 mílur út af Reyðarfirði og fengum við út úr því 160 tonn og fóru einhver 70 tonn yfir í Hákon.  Smá kaldaskítur er búinn að vera síðustu 2 daga en ekkert sem að hélt okkur frá veiðum. En það sem gerði útslagið var það að akkurat engin veiði var á þessum slóðum og hvergi í kringum okkur, en fréttir hafa borist  úr síldarsmugunni  þar sem færeyingar eru að mokfiska en þangað eru held ég rúmir 2 sólarhringar í stím. 'Akvörðun var því tekin að fara í land og tæma skipið.  'I frystinum eru komin 420 tonn í heildina og af því eru 90 tonn af heilfrystum makríl, í bræðsluna eru menn að gíska á að séu um 500 tonn.  Byrjað verður á grútarlöndum og verður hún búin einhverntímann í fyrramálið og taka þá tandrabergsmenn til hendinni frystinum kl 8,  brottför verður einhverntímann um kvöldmat annað kvöld.

Lítið markvert er búið að gerast síðustu daga nema þegar ákveðinn maður spurði hvort hann mætti ekki að æfa sig á línubyssuna og skjóta yfir í Hákon og fékk hann grænt ljós á það, svo þegar  kom að þessu þá kikknaði hann svona líka undan pressu og skalf hann eins og sjálfsfróunarmúffa á 3 stillingu.

En látum það vera lokaorðin að sinni, munum flytja ykkur fréttir úr smuginni í vikunni

 kv, Allinn 

 

 


'Island best í heimi.

Góða kvöldið, nú verða sagðar þær helstu fréttir sem dunið hafa á okkur síðasta 1 1/2 sólarhringinn. Síðasta hol skilaði nú ekki mjög miklu, vora þetta einhver 80 tonn og meiri hlutinn var makríll þannig að stöndum við nú í ströngu við að heilfrysta hann með ágætis árangri. Vélstjórarnir og baadermenn reyndu hvað þeir gátu að koma einni flökunarvélinni í það stand til þess að hausa makrílinn en ekki gekk það  eins og við vildum enda búnir að fá gott tilboð í aflann þannig. Erum búnir að hífa einu sinni og voru það um 200 tonn af makríl og síld 50 50, gerðist þetta akkurat þegar (Halli Stóri fyrrverandi landsliðsmarkvörður unglingalandsliðsins 78 í handbolta fór á vakt) íslendingar skutu sig inn í úrslitin á 'OL ,  sem er alveg magnað.  Gríðarleg stemmning setti svip sinn á setustofuna þar sem menn, sem ég hef ekki séð áður horfa á íþróttir settust niður og blikkuðu ekki auga og létu vel í sér heyra. Niður í lest eru komin í þessu töluðu orðum 245 tonn þar af 56 tonn af makríl.  En svo að við snúum okkur að brasinu þá slitnaði leiðarinn sem við notum að taka vænginn frá Hákon yfir til okkar, með mjög leiðinlegum afleiðingum fyrir þá þar sem trollið er ónothæft.  Við erum nú með okkar úti og látum við þá nú örugglega hafa þann afla sem við fáum.  en nóg um aflann og snúum okkur að allt öðru.

Að lífinu um borð þá, hefur Aggi vestmanneyingur gert lítið annað í frystistoppum en að úthúða jólasteikinni okkar 'Islendinga, og reynir hann nú hvað hann getur til þess að sannfæra menn um að lundinn sé betri en rjúpan! en held að maður myndi nú bara fá sér gott KEA hangikjöt..

En talandi um rjúpur þá var nú ekki beisin rjúpnavertíðin hjá reyðfirðingnum Halla Fribb í fyrra og hefur hann nú, þar sem að styttist í þetta gefið það út að hann muni ekki reyna við rjúpuna þetta árið heldur láta Jóhönnu labba meira.

Klósettrúllumálið svokallaða er ennþá óupplýst og engin ný sönnunargögn komið fram á sjónarsviðið. En klósettpappír er ekki það eina sem hverfur í greipar þessa fingralanga glæpamanns ef sá sami er,  heldur eru koddar með koddaveri og öllu saman rænt umsvifalaust og maður er kominn í vinnslugallann! 

 látum þetta næga að sinni

kv. stýrimannsvaktin


Allt að fara á stað

Já góðan daginn bloggáhugamenn nær og fjær, til sjávar og sveita. Þar sem að það hefur verið lítið um fisk að hafa síðustu daga hafa ekki verið margar fréttir að færa ykkur. byrjuðum túrinn á því að toga einir sem var ekki alveg að gera sig þannig að það voru prufaðar jaa all margar útgáfur af belgjum á  höfuðlínuna sem skilaði nú alveg ágætis árangri fyrir rest og komum við einhverjum 140 tonnum af flökum í frystinn. Svo er búin að vera all mikil leit í gangi og bíða eftir nýjum partner sem er Hákon  og mætti hann á svæðið í gærdag og tók fyrsta hol hefði mátt vera meira þar. Við byrjuðum svo að toga í nótt, erum búnir að toga í 10 tíma og vonum við að þessir 3 nemar að ég held skili okkur einhverju magni.

Þar sem að það er mjög erfitt að feta í fótspor þeirra gestabloggara sem hafa verið hér með okkur í sumar þá læt ég þetta duga.

En þar sem að vinnslan er að fara í gang þá hef ég á tilfinningunni að hlutirnir fari að gerast segjum frekari fréttir af því fljótlega.

kv, Allinn eins og hann leggur sig

 


Erum að skríða að bryggju.

Núna erum við rétt að koma að bryggju með mettúr í miljónum talið, og menn yfirsig ánægðir með það. En verð á afurðunum hjá okkur eru mjög góð þessa stundina, bæði í bræðslu og frost.

Áætlað er að búið verði að landa ekki seinna en í fyrramálið og skellum við okkur þá út aftur og að sjálfsögðu er ætluninin að bæta þennan túr en betur.

Stóra klósettrúllumálið er ennþá óupplýst og biðjum við alla sem einhverjar upplýsingar hafa um málið að gefa sig fram við lögregluna eða við Hr. Heiðar beint. En hann sást síðast niðri í frystivélarými, á leið upp í borðsal.

Skeggvaxtarkeppnin gengur ágætlega hjá sumum og verða birtar myndir af stöðu mála í næsta túr.

Þangað til næst.

kveðja

Áhöfnin á Allanum


Bikarbragur

Sælt veri fólkið.

       Ég lenti í því á vaktinni minni áðan að ég sat í makindum mínum með kaffibolla að njóta klukkustundar pásunar minnar í vaktklefanum á vinnsludekkinu, þá hringir Daði niður og spyr hversvegna það sé ekki komið neitt blogg. Þórhallur var ekki lengi að firra sig frá ábyrgð og sagði að Heiðar væri hérna í stólnum og ætti ekki það ekki að vera neitt mál. Þar með setti hann alla pressuna aftur yfir á mig...

      Ég hef því ákveðið að hefna mín og ætla að segja ykkur sögu af honum Þórhalli Frey.

Þannig er mál með vexti að ég og þórhallur vorum saman á Eiðum þegar að við vorum ungir peyjar og það er fátt sem ungum peyjum finnst skemmtilegra en að detta aðeins í það. Vandamálið við erndurtekna áfengisdrykkju er það að það eru ekki alltaf til seðlar til að framkvæma.

       Einn góðan virkan dag kemur Þórhallur inní herbergi og spyr mig: "Eigum við ekki að detta í það?" Ég svara þessu játandi en tjáði honum að ég hefði hreinlega ekki efni á því. Það er ekkert mál svaraði Þórhallur. Síðan útskýrði hann fyrir mér hvernig væri hægt að hrynja í það fyrir lágmarkskostnað.

      Þetta er mjög einfalt sagði hann. Þú færð þér bara bómul og setur rakspíra og treður honum svo á milli tána á þér. Þess vegna er það stundum kallað að fá sér í eina tána.

       Þetta hafði lítinn árangur þótt svo að við létum tærnar á okkur marinera í rakspíra, en það var engin táfýla í viku.

 

           Af öðrum fréttum um borð er það að það virðist einhver hafa farið inní klefann minn og rænt þar 3 klósettrúllum, enginn hefur gefið sig fram að svo stöddu en rannsókn er í gangi.

Einnig hefur sést til dularfullar rauðrar górillu hérna um gangana, ekki er vitað hvort að þessi 2 mál séu tengd.

Ég er einnig byrjaður að rata frá pökkun í kaffistofu án þess að fara inní dælurými en þess leið hefur ollið mér nokkrum vandræðum.

        Heyrst hefur að Vala Matt sé að fara að gera þátt um klefann hans Daða en hann kom ílla út úr  blaðinu "Hús og hýbíli" nýlega. En Daði hefur einnig sett sig í samband við "Hæðina" á Stöð 2 og stendur til að hvert par fái eina hæð í skipinu til að breyta. 

Eitthvað bras hefur verið á vinnsluni og því hefur ekki verið hægt að keyra hana eins og menn höfðu viljað.

       Haraldur Rumur hefur ekki enn tekið áskorun minni í PES og er ég farinn að halda að hann sé hræddur við mig sem er frekar furðulegt þar sem að ég er einum 80 kg léttari en hann.   

 Af miðum er það að frétta að við erum komnir út hinni marg rómuðu Matarkistu en eins og við kjósum að kalla hana rólegu lyfjakistuna.  En vegnar vyrðingar við Stefán stór vin okkar Kjartansson þá verðum við að leifa þessu nafni að standa Mararkistan.

Þess má get að Sölvi bjarnarbófi er búinn að hrinda af stað skegg kepni meðal mann hér. En þess má geta að þetta er væntanlega sú eina keppni sem sölvi er 250% á að vinna. Það væri ekki nema fyrir Pésa gór (illu) að hann gæti hugsanlega beðið í lægrihlut. En það er ekki alveg vitað hvernig vöxturinn er vegna þess að hann er yðulega með tísku rakstur.


Þynnka eftir versló?

Svo virðist sem að allir áhafnarmeðlimir hafi skilað sér nokkuð heilum eftir verslunarmannahelgina. Að einum utanskildum. Það er hann Ívar Sören sem varð eftir í Reykjavík.
        Það fer tvennum sögum um ástæður hans fyrir þessari framlengingu á fríinu sínu. það hefur víst sést til karlins leiðandi ungann mann á gay pride. Sá ungi fýr heitir Hákon og er frá Grenivík. Eitthvað segir mér nú það að hann komi nú aftur til Alla síns.

            Fyrst að við erum byrjaðir að tala um ástina þá er mikil ást í loftinu um borð í Aðalsteini. Þar fer fremstur í flokki ungur maður er nefndur er Sölvi ómarsson, en hann gengur víst á skýi og brosir hringinn alla daga.
Það virðist vera erfitt fyrir áhafnarmeðlimi að halda sínum ástarmálum leyndum því að skipstjórinn tekur menn í svo stífar yfirheyrslur að þeir sjá sér enga undankomu leið og opna sig eins grænlensk vændiskona þegar að Ammasat kemur í land.
    
       Þannig að ég komi mér frá ástarmálum og vindi mér í fiskimálin þá erum við búnir að slaka Jóni Kjartans út rétt við Reyðarfjarðadjúp og erum byrjaðir að toga. Við erum það nálægt landi að það er gsm samband. Unnur Birna þú ert með númerið mitt.

     Þannig að það má segja að þessi fyrsti túr minn lofi góðu. Þangað til annað kemur í ljós.
Kv. Hr. Heiðar 

p.s Ég er búinn að skora á Halla stóra í "pes", sem er fótboltaleikur í x-box og mun ég segja frá því hvernig sá leikur mun fara. Þess má geta að Halli gerir sitt besta þessa dagana til að líkjast Kobe Bryant. 


Heimferð

Ég fer í fríð, sipp og hoj, það gefur á bátinn við grænland og stolt siglir fleygið mitt stór sjónum á. þetta eru það sem hljómar í höfðinu á mér núna þegar við erum að leggja af stað heim eftir ljómandi flottann túr. Eins og fram hefur komið fékk Jón Kjartansson í sig í fjórum hollum sem er ótrúlegur árangur. Til að gera gott betra þá tókst nýja kokkinum hjá þeim að baka hinar dásamlegustu pizzur sem menn hafa smakkað, í ofni sem var engan veginn til þess fallinn að baka pizzur í ( þetta eru að vísu ekki fréttir frá fyrstu hendi en við óskum þeim enga síður til hamingju með það.)  Það er búið að ganga á ýmsu í þessum túr þótt hann hafi verið stuttur.  Vinnslan gekk til að byrja með eins og gamall traktor en eins og með alla gamla góða traktora þá láta þeir ekkert hökkt stoppa sig, og voru græjurnar farnar að mala eins kettlingar eftir skamman tíma.  Snemma í túrnum ákvað vinur okkar hann Pétur Grímseyingur að taka upp hnífinn sinn í fyrsta skipti í þessum túr og það fór ekki betur en svo að hann tók framan af fingrinum á sér en hann hætti svo að gráta þegar hann var búinn að fá strumpa plástur á meiddið. Þetta er víst ekki nýtt á nálinni því svo virðist vera að í hvert sinn sem Pétur tekur upp hníf þá nær hann að skera sig í hendurnar. Það hefur því verið tekið á það ráð að láta hann hafa gaffal eða skeið til að hafa í hulstrinu svo hann getir ekki slasað sig. Þess ber að geta að Pétur er ,fyrir utan vandræðagang í hnífamálum og ótímabær svitaköst, einn mesti öðlingurinn í flotanum og þótt víða væri leitað ( við vonum að hann taki þessum skrifum ekki illa.)Verslunarmannahelgin fór vel í mannskapinn og hefur enginn fengið áminningu fyrir ölvunarakstur, stimpingar, ólæti, ölæði, brálæði né bölv. Ekki hafa neinar kvartanir borist til skipstjóra vegna kynferðislegrar áreitni eða annara gæpa af því tagi, og því ber að fagna. En þess ber samt að geta að menn geta dregið það að tilkynna svoleiðis atburði, og getum við alveg eins átt von á því að það taki nokkra daga. Við verðum komnir í land um hádegisbil á morgun og þá hefst löndun og allt það.... Þar sem ég er í mínum síðasta túr verð ég að fá að segja að þessi tími hérna um borð í Aðalsteini hefur verið dásamlegur. Þetta er glæsilegt skip stútfullt af skemmtilegum og duglegum mönnum sem kalla ekki allt ömmu sína. Þetta hefur verið lærdómsríkt og spennandi og ekki skemmir það fyrir að buddan hefur þykknað talsvert við þetta. Ég þakka fyrir mig og gangi ykkur sem allra best, alltaf.

Þar til næst.

Kv. Hálfdan

 


Verslunarmannahelgarblogg

Nú er kominn tími á smá verslunarmannahelgarblogg

Okkur gengur allt í haginn eftir bras á frystitækjunum og flökunarvél fyrsta sólarhringinn.  Erum búnir að henda niður um 160 tonnum í frystilestina, setja einhver 500 tonn í grút

Lentum í því síðasta hol að rífa trollið hjá okkur og ekkert vara troll um borð.  En þessir yndislegu mannverur á Jóni Kjartanssyni buðust til að fiska ofan í okkur, þannig að ekki ætti að vanta afla. Og erum við mjög þakklátir með það.

Faðirinn hefur heldur betur verið að fiska fyrsta hol hjá honum var rétt um 1000 tonn og síðan  500 tonn í gær. Whistling

Núna í augnablikinu er verið að dæla úr pokanum hjá honum og halda fróðir menn að þetta muni vera hið ágætis hal.

Frést hefur að verð á flökunum hjá okkur sé alltaf að stíga og hefur það góð áhrif á móralinn, enda sumir heldur betur þungt haldnir að þjóðhátíðarveiki. Munum við á sunnudags kvöld halda brekkusöng fram á bakka og mun hinn eini sanni Daði Þorsteinsson sjá um hlutverk Árna Jónssen

 

 

Við vonum nú samt að landsmenn allir til sjávar og sveita skemmti sér konunglega, og muna að ganga hægt um gleðinnar dyr.


sjómannslíf.

Góðan og blessaðan daginn. Það er herra Vala Matt sem skrifar að þessu sinni fyrir hönd stýrimannsvaktarinnar en Kastljóskóngurinn er farinn í land með fulla buddu af aurum. Það kemur svo í ljós í næstu viku hvort það verður Logi Bergmann, Hemmi Gunn eða Sirry sem skrifar pistilinn fyrir hönd vaktarinnar.

Já sjómennska er ekki það sama og sjómennska! Frá því að  ég var 15 vetra hef ég fengið tækifæri á því að leika lítil gestahlutverk um borð í togurum og loðnubátum og kunna því  mjög vel. Hefur þetta alltaf farið fram í þokkalega snyrtilegum ryðkláfum og leiksviðið hefur ávalt verið reykmettaðar innréttingar, grútskítugar stakkageymslur og þröngir tveggja til þriggja manna klósettlausir klefar. Karakterarnir hafa oftast verið í formi úrillra, daunillra, kamel reykjandi, lopapeysu-beljaka sem vakna ekki fyrr en eftir þrjár rettur og tvo rótsterka kaffibolla. Þessir karakterar láta sér lítið skipta óþarfa hreinlæti eða hugulsemi heldur rjúka áfram af meira kappi en forsjá... topp menn! Þetta var það umhverfi sem ég kannaðist við og hafði tekið þátt í. Ég átti því ekki von á öðru en þessu þegar ég fékk hringingu frá Kaptein Daða og ég boðaður um borð í Aðalstein Jónsson. Þegar um borð í Aðalstein var komið tók við veröld sem ég þekkti ekki, ég vissi ekki hvort ég var lífs eða liðinn, hvort ég hafi verið numinn á brott af geimverum eða væri fórnarlamb í falinn myndavél.... ég var allt í einu staddur inn í klefa sem var á stærð við delux herbergi á flugleiða hótelinu. Það voru hrein sængurföt á leðurstól við kojuna mína, flísalagt baðherbergi með stórri sturtu og upphengdu klósetti. Ég fékk mér sæti á leður sófanum sem tilheyrði afslöppunar álmu klefans og dróg andann djúpt til að átta mig að aðstæðum. Þetta var of flott til að vera satt!! Þar sem ég var ennþá að reyna að átta mig á aðstæðum kíkti ég ofan í skúffuna undir kojunni en þar blasti við mér 380 bækur af Rauðu seríunni eða upplag allt frá árinu 1981. Mér stóð ekki alveg á sama og vissi ekki hvort ég var kominn út á sjó eða hvort væri búið að læsa mig inn á herbergi 312 í kvennafangelsinu í Kópavogi. Eftir að hafa gluggaða aðeins í bókina " bláu augun þín" úr Rauðu seríunni rölti ég mér upp í borðsal til að hitta mannskapinn og fá mér léttan snæðing. Þegar ég var rétt búinn að tylla mér niður í gyltasalnum og fá mér lambkjöt á diskinn vindur sér að mér maður, dökkur á hörund í hvítum kokkagalla og segir með sterkum hreim " má bjóda tér meiri rjómi"?? Þetta hljómaði eins og á ítölskum resturant. Enn og aftur stóð ég á gati. Þar sem ég sat þarna og úðaði í mig þessum guðdómlegu kræsingum byrjar áhöfnin að koma inn í boðsalinn. Þetta voru ekki neinir kamelreykjandi lopapeysu kallar heldur vel klæddir og stæltir herramenn. Fyrstur kom inn svampur sveinsson eða Pétur grímseyingur. Ég sá strax að það var ekki allt með feldu því hann svitnaði eins og veðhlaupahestur við það eitt að bjóða mér góðan daginn en hann var í sama hlutverki og ég, í sínum fyrsta túr. Þar sem ég er að telja svitaperlurnar á enninu á honum dregur fyrir sólu og inn labbar golíat.... mér er litið upp og ég horfi beint í klofið á tröllvöxtum manni. þarna er mættur hann Haraldur og vissi ég strax að þennan mann myndi ég aldrei vilja styggja því hann myndi rífa af mér alla útlimi og henda mér eins og kartöflupoka í sjóinn ef ég myndi sýna einhverjar snöggar hreyfingar. En sú var ekki raunin, golíat hefur hjarta úr gulli og myndi ekki gera flugu mein ( nema hugsanlega núna eftir að hann les þetta..) Vappandi á eftir honum kemur Sævar eða " sævar of the lambs " og við skiptumst á hugskeytum og vangaveltum og það algjörlega án orða og það færði mig aftur yfir í það að halda að ég hefði verið numinn á brott af geimverum. Kapteinn Daði kom þá niður og vildi sýna mér restina af skipinu. Þegar við gengum eftir fyrsta ganginum mætir mér til mikillar hræðslu, skelfirinn frá unglings árum mínum. Þetta var enginn annar en Kiddi stálhnefi maðurinn sem rotaði diskó kónginn og júróvisíon dansarann Draupni. Ég vissi að þessi maður var til alls líklegur og hafði mig ekkert í frammi á meðan Daði ræddi við hann. Seinna kom svo í ljós að Kiddi hefur verið hingað sendur frá annari vídd því hvílík innri ró og jafnvægi er vart að finna í þessum heimi. Gullsálin eins og ég kýs að kalla hann núna er líklegast með betri mönnum sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Á ganginum langa mættum við svo öðrum manni sem leit út fyrir að vera nokkuð normal nema fyrir utan að það lak úr nefinu á honum svartur taumur sem ég gat ekki útskýrt. Þar sem ég stari á þennan svarta taum skýst út úr honum tungan eins og á gaddeðlu og hrifsar tauminn úr nefinu á sér.. augun ranghvelfast svo eins og um fullnæginu væri að ræða. Þetta var Badda stýrimaður, topp maður þar á ferðinni. Það eru svo mun fleiri eðalmenn hér um borð og mun ég fara betur í saumana á því á næstu dögum. Annars erum við á leiðinni í land með nánast fullt skip og allir sáttir og sælir með það enda ekki annað hægt. Þetta er fátt eins gaman og að sigla á góðu og fallegu skipi með skemmtilegri áhöfn.

Þangað til næst.

kv. Dáni og strákarnir á Allanum.


Betra seint en seinna

Já góðan og blessaðan daginn til sjávar og sveita þá eru það allra allra helstu fréttir af okkur á allanum.þær eru þær að í þessum skrifuðu orðum er búið að frysta tæplega 200 tonn og því ekki nema rétt 100 tonn sem vantar í frystikistuna því að ákveðið...

Sól slær silfri á voga - sjáðu Hólmatind loga

Jú mikið rétt Aðalsteinn Jónsson er á leiðinni heim. Verðum í innfirði Reyðarfjarðar, Eskifirði, um klukkan níu í fyrramálið. Hífðum einhver 100 tonn í gærkvöld og höfum síðan bætt á frystilestina sem býr nú ekki yfir miklu olnbogarými fyrir Halla - enda...

Og hana nú - heimspeki fyrir lengra komna.

Eins og Jón Ársæll segir alltaf: "Komiði sæl og blessuð" Hífðum 300+ í dag og nú þegar talið hefur verið úr öllum kjördæmum eru rúmlega 16 þúsund kassar eða tæp 360 tonn komin í frystilestina. Jón Kjartansson togar nú og á ekki langt í að fylla sig,...

Stýrimannsvaktin tekur til máls.

Gott kvöld, stýrimannsvaktin hérna, við erum frekar feimnir við að tjá okkur þar sem að við búum ekki svo vel að hafa stjörnufréttamann í okkar röðum. Vel gengur að frysta makrílinn en það er að slá í 300 tonnin. ekkert hefur minkað í gúanólestunum og er...

Og aftur hér!

Allt fínt að frétta af miðunum eftir smá kaldaskít - eða brælu eftir því hvað menn eru sjóaðir. Eftir smá snap var látið fara seint í gær og híft rétt eftir miðnætti, ca 210 tonn. Nú eru 261 tonn komin í frystilest eða tæplega 12 þúsund kassar. Lítið...

Hér er ég, hér er ég. Góðan daginn, daginn, daginn!

Bátsmannsvaktin mun nú flytja fréttir í tilefni af upprisu sólar á nýjum degi. Sölvi Ómarsson les, tæknimaður er Kristján Örn Kristjánsson: Heyrst hefur af ágætis gengi í frystingunni á í það minnsta annarri vaktinni á Allanum þennan túrinn....

Góð makrílveiði.

Við á allanum erum búnier að frysta 180 tonn af makríl. Að auki eru komin einhver 700 tonn í grút. Við hífðum í nótt og voru það einhver rml 500 tonn af 90-100% makríl. jón er að toga núna og er að við best vitum að raða inn nemunum. kv.stýrimannsvaktin...

Fréttir.

Við erum búnir að taka tvær sköfur og er aflinn úr þeim einhver 400-500 tonn upp úr sjó. vel gengur að frysta eins og er en smá byrjunarörðuleikar voru að hrjá okkur í byrjun túrs. Núna eru komin niður 78 tonn af frystum afurðum og einhver 200-300 tonn...

Búnir að landa og byrjaðir í túr 2.

Jæja gott fólk, þá erum við byrjaðir að toga og ljúsastsaða segir 2 ljós. við fórum frá eskifyrði í morgun eftir að löndun og fundarhaldi með útgerðarstjóra lauk. Á þeim fundi kom í ljós að aflaverðmæti var ekki nema 63 miljónir en einhvers misskilnings...

Farið að síga á seinni hlutann.

Núna eru komin 360 tonn í frystilestina og 7-800 tonn í bræðslu. það er4 búið að seinka löndun fram á föstudaginn og eru menn nokkuð spenntir að sjá loka tölur úr þessum túr en þetta eru orðnar einhverjar rml.50 mills og vonumst við til að enda í 70...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband