Leita í fréttum mbl.is

Veiði og veðurblíða

Já góðann daginn allir sem einn, nú verða sagðar smá fréttir. Helsta er að það er greinilega komið sumar á okkar gjöfulu fiskimiðum.  Það hefur verið nóg að gera hja okkur núna síðustu daga í frystingu, byrjuðum á einu holi austur í smugu og var afraksturinn ekki einu sinni frásögufærandi.  En allt annað er uppi á teningnum núna og erum við komnir á hið fræga drekasvæði og hefur veiðin verið upp og niður en við höfum náð að fiska í frystinguna.   Einhverjir byrjunarörðuleikar settu mark sitt á leikinn í flökunarvélunum og þurftu allir að taka á honum stóra sínum við að koma þeim almennilega í gang, já ásamt bara öllu saman þar sem þetta hefur ekki verið hreyft síðan í nóvember.  Þetta er farið að rúlla vel núna og eru sennilega komnir niður ein 170 tonn í frost. 

Svo vil ég nota tækifærið og hvetja alla til að skella sér á hina frægu fiskidaga á Dalvík en þar verður Kristinn Snorrason aka Kiddi Mellon með stórskemmtilega sýningu fyrir gesti og gangandi við höllina sína.  

Afmælisbarn túrsins er enginn annar en kraftlyftingarjötuninn Þórarinn Traustason og óskum við honum til hamingju með það, en hann yngist bara og yngist með árunum.

látum þar við sitja 

Kv. Allinn

 


Síldveiðar/Makrílleit

Jæja þá er loksins komið að því, blogg frá Aðalsteini.  Það helsta er að við erum farnir út á sjó eftir stutt og afdrifaríkt stopp hjá flestum.   En við fórum út frá Eskifirði eftir miðnætti í gær eftir langann vinnudag,  þurftum að taka 2 troll um borð og 2 hlera, og svo hófst vinna við að strekkja á öðrum togvírnum sem tók sinn tíma en hafðist.   Veiðiskapurinn er eins og fyrr sagði silfur hafsins, og höfum við heyrt mjög góðar fréttir af veiðum.  En við byrjum á smá leit af okkar nýjasta fiskveiðistofni, makrílnum en lítið að sjá.

Og bjóðum við velkominn aftur Sjávarútvegs-Baldur.

 'Ahafnarmeðlimir gerðu gott úr fríinu og að sjálfsögðu fór formaður hjólhýsafélagsins Rulólfur 'Omar í útileigu og elti hann auðvitað sólina, en kannski heldur mikið þar sem hann varð bara rauðari og rauðari.   

 Tveir eldheitir Man Utd aðdáendur fóru á Old Trafford og gerðu þar frábæra ferð þar sem þeir sáu sína menn taka á móti bikarnum þótt leikurinn sjálfur hafi ekki verið upp á marga fiska.

Talið er að Kristján Örn hafi labbað hátt í 100 hringi á 8 dögum en sjaldan eða aldrei hefur hann litið betur út.

 

'Agætt þar til næst held ég.... 

 


what's going on in the kitchen?

Jæja drengir og stúlkur þá er best að lúðra inn einni færslu.

Helst er það í fréttum Manchester tók Nallana í kennslustund áðan, verst er að fótboltafíklarnir hér um borð misstu af leiknum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að finna rás á hnettinum og fær Aggi mikið hrós fyrir viðleitnina.

           Við erum sennilega í seinasta eða næst seinasta túr, það fer víst tvennum sögum um það en það kemur í ljós seinna.

með hækkandi sól er kominn fríhugur í mannskapinn og eru er 3 á leiðinni af landi brott á næstu dögum 2 til Englands og 1 Til Frakklands. 

Ómar er búinn að viðra hjólhýsið og hyggur á að keyra 3-4 hringi í kringum klakann á þessu hjólhýsatímabili.

Kokkurinn var með pizzu áðan og ekki nóg með það heldur var súkkulaðikaka í desert. Fær hann mikið credit fyrir það.

Læt þetta nægja í bili.

Hílsen 

 

Allinn,


Vísnasamkeppni

Jæja, þá er komið að því

Hin árlega Vísnasamkeppni Aðalsteins Jónssonar SU-11

Í fyrra var það enginn annar en Óli Foss sem bar sigur úr bítum með þessari stöku hér

Frá landi á alla höldum við

og við mun taka sjórinn

Þá höldum við upp fornum sið

og kneifum "Eðal bjórinn"

 

Öllum er frjálst að senda in vísu og mun dómnefnd velja úr bestu vísuna, sem við munum nota á Eðalbjórinn góða sem sérbruggaður verður fyrir áhöfnina fyrir sjómannadag.

Sigurvegarinn fær í verðlaun 1 kassa af eðalbjór (sé hann orðinn tvítugur) annars forráðamaður hanns.

Einning fær Sigurvegarinn forláta verðlauna skjal með titlinum Ljóðamaður Aðalsteins Jónssonar SU-11, 2009

 

Frestur til að skila inn í keppnina rennur út á miðnætti þann 4. maí.

 

Dómnefnt áskilur sér rétt til að hafna öllum vísum og skulu vísur sendast á ajvinnsla@sjopostur.is eða skrifast hér í athugasemdir.


einn

Jæja góðir lesendur og Mamma.
     Vegna gífurlegs fiskerís er ekki búinn að vera stund né staður til að setjast niður og henda saman nokkrum línum.

    Strákarnir koma vel undan páskum og erum við búnir að vera að moka kolmuna upp á gráa svæðinu suður af færeyjum.
    Heimleið er yfirvonandi og verðum við sennilega í landi fyrir laugardassýningu ríkissjónvarpsins.

Það er helsta úr hringiðu mannlífsins hér um borð er það að Kiddi Mellon er byrjaður að kenna nýja tegund af sérstöku jafnvægis jóga sem hann hefur hannað sjálfur. Þessu gjörningur hefur nú samt ekki haft erindi sem erfiði og er hann búinn að detta nokkrum sinnum í túrnum með tilþrifum. Engum er búið að vera meira skemmt en Runólfur Ómar sem hrundi næstum sjálfur í jörðina af hlátri.
  

      Kv. Allinn
 

komnir í land

já góðan daginn lesendur, strákarnir á Aðalsteini eru komnir í land loksing eftir nokkuð langdregin túr sem tók 10 daga.  Lítil veiði var allan túrinn en náðum við nú að koma niður 503 tonnum í frystinn og 250-300 tonnum í bræðsluna þannig að áhöfnin var bara nokkuð sátt með það.  En vegna fiskleysis þá hefur verið ákveðið að stoppa í viku eða þar til kolmunninn gerir aftur vart við sig, og það vonandi í færeyskum sjó!  Almennt held ég að það séu allir orðnir þreyttir á veðráttunni á Rockhall svæðinu.  

En áhöfnin á Aðalsteini Jónssyni óskar ykkur öllum gleðilegra páska og þeim sem eru að fara ferma til hamingju.

 

þar til næst... Allinn

 


Á leið í land...

Jæja

Þá er komið að því, við erum rétt að verða búnir að fylla og erum á leið til Írlands og eigum að landa þar frosnum kolmunnaafurðum.  Eru menn bara kampakátir með það, sérstaklega eru menn spennntir yfir því að fá loksins að smakka alvöru guinnes Öl.

Áætlað er að verða í landi í bæ sem heitir Kyllybegs og er á vesturströnd Írlands, komutími er seint annað kvöld.

Kveðja

Strákarnir á ALLANUM.

 

 


View Larger Map

Hvað er að frétta?

Kæru landsmenn virðulegi forseti og Kiddi Mellon. Ég biðst innilegrar afsökunar á blogg-skorti þennan túrinn en það vill of haldast i hendur að þegar að það er mikið að gera í vinnslunni þá vill það oft bitna á blogginu.

           Við erum á heimleið með næstum fullt skip. Við vorum ekki nema rétt rúma 5 sólarhringa á miðunum og er ekki mikið yfir því að kvarta. Skipið lullar núna á leið á fjörðinn fræga en það er haugabræla og er allt sem ekki er boltað niður farið af stað. Daníel yfirbryti var mjög ánægður þegar að hann leit í kælinn í morgunn og sá það að 1 lítra majones dolla var búin að dansa breikdans í kælinum með meðfylgjandi slettum. Þetta minnti óneitanlega dálítið á málverk eftir Jackson Pollock. Frekari slys á eignum eru það að bæði Heiðar og Þórhallur Freyr lentu í því að flakkarar þeirra fóru á flakk í bókstaflegri merkingu orðsins.

Halli Stóri er búinn að breyta nafni sínu og vill hann láta kalla sig núna Halla Austmann til heiðurs átrúnargoðinu sínu. Hann hyggur einnig á að fá sér strípur,vax og brúnkumeðferð til að FM hnakka sig aðeins upp. Spennandi tímar framundan.

Mig langar að setja upp fyrir ykkur smá leikþátt af samtali tveggja manna hér um borð.

Sögusviðið er kaffistofan í vinnslunni. Það er pása meðan að beðið er að frystitækin klári að frysta. Loftið er magnþrungin blanda af kolmunafýlu blandaðri við reykingalykt. Tveir menn menn eru í hrókasamræðum annar þeirra er eldri maður lágvaxinn með gleraugu sem sért lítið úr eftir slettur úr pökkun. Það sést að þar er hörkukall hokinn af reynslu sem hefur upplifað tímana tvenna. Hinn er í stærri kantinum með sár á hausnum sem að er eiginlega orðið að siggi vegna endurtekinna höfuð árekstra sökum stærðar hans. Á þessum tíma er mikið búið að vera að tala um ferðalög bæði innan og utanlands.

Stóri: ,,Hvað með þig Litli þarft þú ekkert að fara að skella þér í eina siglingu?"

Litli: ,,Ha á fragt?"

Stóri: ,,En þú verður nú allavega að fara að þrífa gleraugun þín"

Litli: ,, Það er fínt að hafa þau skítug þarf ég ekki að sjá framan í þig"

 

Fótboltinn er búinn að tröllríða öllu hér og eftir að Ferguson gerði sig sekan um mistök móti Liverpool er hálf áhöfnin tilbúin að taka við United enda eru allir komnir með nýja Manager leikinn í fartölvurnar og má Rafa þakka fyrir að vera búinn að skrifa undir nýjan samning. 

 

 Þá er komið að viðtali vikurnar en að þessu sinni er það sveitastrákurinn og gulldrengurinn Þór Sæbjörnsson.

Jæja Þór hvar eluru manninn? Eskifirði

Hefuru hugsað þér að fara í hundaræktun með Runólfi? NEI.

Hvaða síðu ferðu fyrst á netinu? mbl.is

Finnst þér orðið "smurapi" vera niðrandi fyrir starfstéttina? nei nei.

Hvort er betri vaktklefi í Aðalsteini eða Jóni Kjartans? Aðalsteini.

Með hverjum helduru í Enska? Chelsea

Hvaða bók lastu seinast? Véladagbókin

Ertu oft hjátrúarfullur? nei

En  blindfullur? sjaldan

Eitthvað að lokum? Ég vona að við komum heim óskaddaðir úr þessum túr.

Við þökkum Þór kærlega fyrir.

 

 ---------------

Að lokum vil ég hvetja fólk að ganga til liðs við grúbbuna "Halli Stóri á Facebook" þetta gengur ekki lengur hjá honum.

Tilvitnun dagsins: ,,London er það ekki í Bandaríkjunum?": Halli Fribb

 


Adalsteinnjonson.blog.is

Eins og ávalt þá byrja ég þetta á hinu hefðbundna jæja.

 

Jæja. Ég þykist vita að þið séuð búin að bíða með buxurnar á hælunum síðan seinasta færsla kom. Allavega Kiddi Mellon.

               Kolmunaævintýrið heldur áfram við strendur Írlands og erum við búnir að drösla uppúr hafinu einum 220 tonnum af þessum ljóta frænda þorsksins. Veðrið er búið að leika við okkur þessa dagana og gengur því vinnslan eins og Jóhanna Sig í prófkjöri.

     Það er búið að vera talsverður leiði yfir manskapnum þessa dagana og má rekja það við nýlegt tap Manchester fyrir Liverpool.  Sumir virtust taka þessum úrslitum verr en aðrir. Einnig fannst mér skrítið að það var sem að Liverpool aðdáendum hefði fjölgað tímabundið og voru menn sem alla jafna fylgjast jafn mikið með fótbolta og amma mín farnir að hrópa  níðingsóp í átt til okkar Mansaranna. Þykist ég nú vita að þessi gjörningur átti nú minna skylt við fótbolta en meira til að hrekkja Sölva Þeir ættu nú að vita betur en þeir sem þekkja til Söllarans vita það að hann er með mikið rólyndisskap og þarf nú meira en einn fótboltaleik til að koma honum úr jafnvægi. Hann er jafnan kallaður hinn hvíti Dalai Lama. 

  Fréttaskot: Sjoppustjórnin fallin? Sjoppustjórnin stendur nú á brauðfótum eftir að Sir Sleep-alot sagði sig nýverið úr stjórn félagsins. Heimildir adalssteinnjonson.blog.is herma að hann hafi ekki ráðið við álagið sem fylgdi þessari stöðu og hafi hann þess vegna sagt henn lausri. Ekki er vitað hvort að nýverið fjölmiðlagagnrýni hafi haft áhrif á ákvörðun "Sörins". Ekki náðist í hina 2 stjórnendur félagsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

     Segjum þetta gott í bili.

 

 

 

 

        


Er alveg orginal

Jæja kæru aðdáendur nær og fjær ég veit að þið eruð búin að bíða í öndvegi eftir því að ég komi með eitthvað ferkst á skjáinn. Dömur mínar og herrar biðin er á enda.

            Erum við nú lagðir á stað heim í Mekkuna. Fyrir þá sem ekki vita er það staður á Austurlandi sem að múslímar biðja í áttina til. Þar iðar allt af mannlífi og fagrar meyjar ganga um og sólin skín allan ársins hring. Pétri líkar svo vel við Eskifjörð að hann ákvað að fresta heimför sinni til að getað eytt helginni í sumarhúsunum við Mjóeyravita.

                            Pétur hefur sett sig í samband við adalsteinnjonson.blog.is og hefur hann verið ráðinn sem formaður greiningardeildar síðunnar og mun hann á næstu dögum koma með sérstakt kreppuhorn þar sem hann ráðleggur lesendum hvernig hægt er að gera mikið fyrir lítið.

Þar verður hinsvegar ekki stoppað lengi bara rétt til að landa 410 tonnum af frosnum kolmuna  og 850 af maukuðum kolmuna. Einnig er líklegt að Stefán hinn langi þurfi að líta yfir trollið.

                  Vonir drengjanna um gylltan Guiness og írskar íturvaxnar snótir fóru fyrir lítið þegar að kallið kom frá landi og stefnan sett á Ísland. Verst þykir manni nú að hafa mist af St. Patricks day sem að er einn mesti drykkjudagur Írlendinga. En sneiðin kennir naktri konu að stynja og er sennilega opið á Cosy á morgunn.

     Það helsta af stýrimanns vaktinni er það að drengirnir eru alveg dolfallnir yfir einstökum hæfileikum mínum í dósakörfubolta. Ég hef nú sett heimsmet í þessari íþróttagrein og er nú búinn að hitta 8 dósum í röð yfir vaskinn og ofan í ruslið ruslið.  Baldur reyndi meira að segja að komast í veg fyrir skotið en meira að segja hafði þessi genabreytti risi ekki roð þessi ógnarskot.

Úrslitin eru ekki enn ljós í tippakeppninni en Kiddi Melroy og Grétar pakkari hafa verið staðnir að svindli. Eru þeir grunaðir að hafa reynt að hagræða úrslitum sér í hag. Þeim hefur verið vikið úr keppni meðan að rannsókn  stendur yfir.

     Ekkert svar hefur enn komið frá neinum af þeim 3 sjoppubankastjórum um nammi ástandið hér um borð.adalsteinnjonson.blog.is hefur reynt að hafa samband við Þórhall starfandi stjórnarformann en án árangurs. Þórhallur Freyr kemur um borð í næsta túr og kannski að hann geti varpað einhverju ljósi á málið. en er á huldu hver þriðji starfsmaður stjórnar eðal group er en hans er ákaft leita kannski að hann hafi fengið sér blund.??? Meira um það síðar. 

       Fleiri eru að koma um borð en þar má meðal annars nefna gagnkynhneigða lífsförunaut Halla Fribb sjálfur Runólfur "Stálmús"  Jónsson. Haraldur hefur nú brosað allan hringinn því að hann fær mikil fráhvarfseinkenni ef hann er of lengi frá Runólfi.

Að persónulegum nótum er sjálfstraust mitt í molum eftir að mér var tilkynnt það að af Halla F. og Agga að ég kæmi ekki til greina sem tilvonandi tengdasonur. Ég sem var búinn að sjá þetta fyrir mér að ég myndi flytja inn til Agga þar sem að við myndum eyða kvöldunum yfir taflborðinu. Ég er núna byrjaður í herferð til að sanna ágæti mitt og hef ég á hyggju að færa Agnari ríflegan heimamund í landlegunni.

Þá er komið af hinni hliðinni og núna er komið að eina West-Ham aðdáenda suðu-múla sýslu. Haraldi Harðar eða Halla stóra eins og við þekkjum hann.

Við byrjum á byrjuninni og segðu mér Halli hvar ert þú fæddur?

" Reykjavík City. "

Er það satt að þú hafir einu sinni verið kallaður í yfirheyrslu vegna stórsmygls á pulsum þegar að þú varst nýkominn til Eskifjarðar?

" já það er rétt" var fundinn sekur og afplánaði minn dóm fyrir

" Hvað finnst þér um það að það er kominn annar maður hér um borð sem er yfir 2 metrar?"

 "Ég er ósáttur við það"fyn fyrir smá minnimátakennd

"Hvað möguleika á ég að verða tengdasonur Agga?"

"Ég myndi segja litla. fyrr frysi í helv....."

"Hvenær er von á næsta singstar partý og finnst þér að Davíð ætti að leggja sönginn fyrir sig að fullri alvöru?"

"Fyrr en seinna og Nei og þá kannski dúett með Árna Johnsen eða Danna orginal"

"Nú ert þú búinn að eiga marga Wolksvagen, hvað ertu búinn að eiga marga og hefuru hugsað þér að fá þér bjöllu?" 10 stykki á 10 árum. og já ég hef oft dreymt um að eignast bjöllu?"


"Hvaða áhafnarmeðilm myndirðu nota sem beitu ef þú þyrftir?"

" Lolla það er svo seigt og stint í honum"

"Eitthvað að lokum?"

"Lifi West-Ham! og söngurinn lengir lífið"

 

 

segjum þetta gott  bili við þökkum Halla fyrir þetta innlegg.

 

Hílsen Nær og fjær.

Yfir og út.

 

 


Það var mjög nálægt því!

Ég ætla að byrja á því orði sem að fer Þórhalli Freyr best. jæja. Jæja kæru aðdáendur þá er komið að uppgjöri vikunnar hér um borð. Ég veit fyrir víst að þessi síða á sér dyggan og góðan aðdáendahóp sem bíður í ofvæni eftirinnsýn inní daglegt líf...

Búálfar og bandalög

jæja hvað er að frétta? Ég skal sko segja þér hvað er að frétta. Eilífðarfolarnir á Aðalsteini eru komnir á kolmuna. Loðnuvertíðinni er lokið og þvílíka vertíðin, það voru tekin heil 6 köst alla vertíðina og það þykir það nú ekki mikið á þessum bænum. En...

.

Jæja drengir og stúlkur. Við erum búnir að taka 2 köst og vinnslan er komin á fullt skrið. Menn taka því fagnandi að fá að taka í nótina enda eru flestir orðnir nokkrum kílóum of þungir eftir flotrollið. Frysting gæti ekki gengið betur og erum við að...

Massar og minni menn

Komið þið sæl öll sömul. Þá er ég mættur í öllu mínu veldi og ætla að taka þetta blogg með trompi. Það er nefnilega komið í ljós að eina ástæðan fyrir því að ég var ráðinn hér um borð var til þess að sitja sveittur bakvið tölvuna og skrifa. Við byrjum á...

loðnuleit í gangi

Góða kvöldið lesendur, það helsta sem er að frétta er að við fórum út á sunnudag og var ferðinni heitið á hin auðugu gulldeplumið þar sem flotinn er búinn að vera gera það gott undanfarna daga. En það var ekki lengi að breytast heyrðist af stórri...

Heimstím

Á heim stím erum við lagðir af stað á ný eftir vel heppnaðan túr og er áætlaður komutími á Eskifjörð fyrir miðnætti. Áhafnameðlimir eru ýmisst að horfa á enska boltann, skoða textavarpið (Runólfur Ómar) eða snyrta lappirnar á sér til blóðs (Halli Fribb)...

Þrif

Heil og sæl. já það gleymdist nu að setja inn færslu í gær vegna þess hve uppteknir við vorum við ýmis störf. Við vorum ræstir út um hádegisbil í gær og var skipun dagsins sú að þrífa útskipið og voru menn snöggir af staf og það með bros á vör. Halli...

Blíða á Gulldeplu

Jæja þá er best að blogga pínu svo við fáum ekki alltaf þessar skammir um að við nennum ekki að setja inn nokkrar línur :) Það er buið að vera nóg að gera hjá strákunum í dag, eða flestum þeirra hehe. Mest var þó um að vera í lyftingarsalnum her um borð,...

Gulldepla

Jæja þá erum við komnir á miðin aftur eftir að hafa landað einhverjum tonnum af gulldeplu á Eskifirði. Við létum trollið fara um 6 leytið í morgun í ágætis veðri. Við erum komnir með nýjan afleysingarkokk í eldhúsið hjá okkur, en það er hann Kiddi Mellon...

Kreppukóð.

Já vegna slakra frétta af kolmuna miðum hefur eskja ákveðið að senda skip sín á gulldepluveiðar. verið er að gera skipin klár til veipa og er áætlað að fara út um leið og allt er klárt. Einungis 13-14 menn eru um borð í hverri veiðiferð og fer þessvegna...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband