Mánudagur, 10. maí 2010
Hleyp sennilega ekki nakinn.
Klukkan er 16:20 á sunnudegi. Staðan er 2-0 fyrir Chelsea og lítur það ekki vel út fyrir United menn. Heiðar var búinn að strengja þess heit að hlaupa nakinn um ganga og dekk skipsins ef að United myndi ná að stela titlinum í seinustu umferðinni. Ef að hið ólíklega gerist munu við að sjálfsögðu gera því góð skil í máli og myndum.
***Leiðrétting staðan er núna 5-0
Við erum komnir með nákvæmlega 252.500 kg í frystinn.
Einn áhafnameðlimina er núna staddur útí Dublin þar sem að hann á víst að vera á Kiss tónleikum. Samkvæmt heimildum AJ blogg eru Kiss hvergi sjáanlegir á Írlandi og er talið að hann hafi farið á Johnny Logan í staðin en ekki þorað að segja neinum frá.
***********Leiðrétting staðan er núna 8-0
Ég gefst upp........ Skrifa ekki meira......
Bullandi fótboltaþunglyndi....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. maí 2010
Settu inn titil.
Best að byrja á jæjanu. Jæja er hægt að nota á marga vegu. Við notum það til að byrja. Hvort sem það er að láta menn vita að núna séu frystistoppin séu búin eða sem opnunarlínu þessa mjög svo margrómaða bloggs.
Við erum búnir að bleyta í trollinu og liggur pokinn og kolmuninn í honum circa 1800 metra fyrir aftan okkur og um það bil 500 metra fyrir neðan okkur.
Það tekur okkur circa 80 min frá því að skipstjórinn hringir og byrjað er að dæla. *Ath þessi tími er einungis viðmiðunartími og fer eftir veðri og vindum ásamt fleiri áhættuþáttum:*
Miðað við þessa útreikninga ferðast trollið 0.4 m/s. (√(1800²+500²)/1.33)/3.6
Búið er að panta lyftara sem mun taka á móti okkur á sjómannadaginn því að áhöfnin var að panta sér sérmerktan kalda fyrir sjómannadaginn.
Talandi um sjómannadag þá styttist í "Aflraunakeppni Aðalsteins Jónssonar" sem verður haldin með pomp og prakt. Formaður keppnirnar Sölvi Ómarsson sagði í viðtali við AJ-Blogg að undirbúningur væri vel af stað kominn. Búið er að setja veðbanka upp og eru eftirtaldir taldir sigurstranglegastir.
Halli stóri1/7
Heiðar Guðna 1/7
Tóti Trausta 1/9
Baldur 1/9
Sölvi 1/9
Það er greinilegt að samkvæmt greiningardeild Péturs að þeir Heiðar og Haraldur eiga sennilega eftir að vera í toppbaráttunni en of snemmt er að afskrifa hina.
Það er allavegna augljóst mál að menn þurfa að vera duglegir í fjósinu ef að þeir ætla að eiga raunhæfan möguleika á sigri í mótinu.
Í kvöld sem önnur kvöld þá er bíósýning í kvöld. Það er grænt þema þessa dagana og hver er grænni en Steingrímur J?
Þekkiru þennan? Ef þú þykist vita hver þetta er í gerfi Hulks sendum við þér kassa af frosnum kolmuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 6. maí 2010
4 sæti (staðfest)
Hey hó hey hó hey hó hey.
Allt er hey í harðindum nema heybabbalúula City lendir ekki í fjórða.
Áhöfnin vill í ljósi fyrirlyggjandi úrslita í ensku úrvalsdeildinni óska Baldri til hamingju með það að hafa mistekist að kaupa sér fjórða sætið. Einnig viljum við óska öllum þeim Liverpool mönnum um borð einnig til hamingju með frábæran árangur á tímabilinu.
Við erum á leið aftur á miðin í seinasta svartkjaftstúrinn.
Núna er kvöldvaka þar sem sýndar verða eftirfarandi myndir:
Indiana Jones: Þetta er reyndar einhver pólsk sjóræningjaútgáfa. Svo er hún dubbuð líka. Seinni sýning kvöldsins er Captein Frankenstein en þetta er gömul mynd frá árinu 1973 sem segir frá skipstjóra sem heldur úr höfn nýklipptur en kemur til baka sem ófreskja.
Kapteinn Frankenstein er einnig að æfa sig á gítar fyrir sjómannadag en þá ætlar að hann frumflytja nýtt lag.
Þá er þetta orðið ágætt hjá okkur.
Hílsen Allinn.
Áhafnalistinn er svo hljóðandi:
--
Cabo á fyrsta bandi.
C F C F C F G
C F C F
Við erum að fara í kvöld á gráa svæðið
C F G F
Á staðnum verður 100 metra Alli ríki
C F C F
Þar mæta kannski menn, sem allir kannast við
C F G
En kannski mætir enginn nema heimamennirnir
F C
En Hafsteinn bjarna verður þar
G C
og kannski líka Þór Sæbjörns
F C
Baddi Jóns kíkir við
G C
og byrjar strax að borða svið
F C
Sölvi Ómars uppvið barinn,
G C
Sæsi Sægó verður farinn
F C
Runólfur Ómar mætir ekki
G C
og nánast enginn sem ég þekki
F C
Nema kokkurinn hann Daníel
G Am
og einhver annar Daníel
F G C
C F C F
Við erum að hífa í kvöld, í Rósagarði
C F G F
Á staðnum verður hundrað metra Alli Ríki
C F C F
Þar mæta kannski menn, sem allir kannast við
C F G
En kannski mætir enginn nema hásetarnir
F C
Og eflaust mætir Seðla Pétur
G C
verður nettur í vetur.
F C
Fúsi G og Haffi Bjarna
G C
verða örugglega þarna.
F C
Kiddi Mellon , Aggi og Eyfi,
G C
Sæli Hersteinn ef hann fær leyfi.
F C
Og úr brúnni mætir Daði
G C
heldur að hann sé svaka spaði.
F C
Tommi Valda er á lista
G Am
og reynir strax að byrjað frysta.
F G C
G
Þetta er Alli Ríki
G
Þetta er Alli Ríki
G
Þetta er Alli Ríki
G
Þetta er Alli Ríki
F C
Tóti Trausta er á honum
G C
ásamt tíu blökku konum.
F C
Maggi Sigurðs, Ómar Ingva,
G C
Kiddi Snorra og Ingvar Gylfa.
F C
Halli Stóri, Pabbakútur,
G C
Binni Sigmunds niðurlútur
F C
Lolli Hjalta verður þar
G C
en bara ef að hann fær far.
F C
Ég held að Davíð Helga mæti
G C
en þá verða líka læti
G C
og ég lendi í öðru sæti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 30. apríl 2010
Viljum benda áhugafólki um okkur á Aðalsteini á facebook grúppuna okkar sem er í gangi líka, þar verða aflatölur birtar ásamt minni fréttum. En hérna verða ennþá skemmtilegar greinar frá lífinu um borð, alls ekki halda að við höfum lagt pennann á hilluna. Hér fyir neðan sjáiði slóðina á grúppuna ásamt kveðju frá þremur höfðingjum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 25. apríl 2010
Do a little dance make a little love. Get down tonight!
Góðan daginn, kvöldið eða hvað sem er.
Við erum mættir aftur á kolmunamiðin eða svartkjaftssvæðið eins og frændur okkar Færeyingar kalla þetta. Talandi um Færeyinga þá erum við mjög nálægt þessum blessuðu eyjum.
Við erum nýbúnir að bleyta í trollinu og búumst við við því að það verði híft fljótlega og með reglulegu millibili það sem eftir er að túrnum ef vel gengur.
Gamli golfsalurinn er núna orðin að frystigeymslu og tók dallurinn 617 tonn í frost seinast og stefnum við að því að slá það met í þessum túr.
Það eru ljósir og dökkir punktar við þessa framkvæmd. Sá dökki er það að þetta mun sennilega hafa neikvæð áhrif á forgjöfina hjá Stjána Woods. Ljósi punkturinn er sá að hann mun núna hafa efni á því að kaupa fleiri golfkúlur þannig að þetta mun sennilega jafnast út.
Eilífðarfolinn Tóti T er nýsloppin frá Jamaica og hefur aldrei verið sólbrúnni. Þessi yfirburða sólbrúnka er hinsvegar að fara ílla í Harald Friðbergsson þar sem að hann hefur verið einvaldur brúnkukeisari alveg síðan á dögum Hólmaborgarinnar.
Talandi um Fribbarann þá hefur hann enn og aftur neitað AJ-Blogginu um viðtal. Talið er að hann vilji ekki gefa neitt upp um sína hagi vegna komandi skáldsögu sem að hefur fengið vinnuheitið. Menn og Stálmýs. Saga þessi líkist mikið verki John Steinbecks "Of mice and men". Þar fer Haraldur með hlutverk einfeldningsins Lenny Smalls og Runólfur Ómar leikur félaga hans og verndara George Milton.
Daðinn er kominn aftur um borð og skartar hann glænýrri hárgreiðslu og hef ég frá mönnum sem standa honum næst að hann sé núna skemmtilega líkur Olla úr Steina og Olla.
**Stórfréttir af piparsveinafélaginu en félagið missti einn dyggasta og reyndasta meðlim félagssins í dag. Hans seinustu orð voru ***** ****** is in a relationship. Hvíl í frið gamli vinur.
Þá er komið að föstum lið eins og venjulega. En það er hin hliðin og að þessu sinni er það tilvondi Reyðfirðingurinn smávaxni. Baldur Marteinn Einarsson.
Hvernig er það með þig þér virðist vera ómögulegt að vinna fótboltaveðmál, hvað telur þú vera ástæðuna fyrir því. Ofurtrú á eigin félagi.
Nú hafa menn löngum deilt um lengd þína 23 cm getur það staðist? Nei.
Hvað er það versta sem þú færð í matinn? Skata klárlega.
Hvaða mynd sástu seinast? The Blind side.
Þá að máli málana, hvað er að frétta af innflutningspartýinu? Ódagsett en mjög líklega í júní.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 20. apríl 2010
bloggedíblogg
Þá er komið að smá fréttum.
Við erum á fullu við að frysta kolmunna í færeysku landhelginni. Erum kommnir með rúm 300 tonn. sem við áætlum að sé ca helmingur af lestarplássi. Já við höldum það því í þessum túr tökum við í notkun nýtt frystipláss sem kallaður er lausfrystir.
Málið er að um borð í skipinu var eitt sinn lausfrystir sem virkaði víst illa eða ekki neitt. Hafa hinir miklu snillingar sem við erum með sem baadermenn og vélstjóra verið að vinna í því síðustu misseri að hreinsa hann og koma honum í stand til þess að nota sem frystigeymslu.
Og þess má geta að þessi lausfrystir hefur einning verið nýttur undir golfaðstöðu fyrir útvalda skipverja.
Eftir áraðanlegum útreikningum lærðra manna þá er áætlað að komist rúm 60 tonn í hann og munar um minna. Þá ættum við að fara yfir 600 tonn í heildarfrystirými.
Gælt er við að við verðum í landi á fimmtudagskvöld en það á eftir að koma í ljós.
Stjáni að máta fyrsta kassan.
Davíð og Stjáni að berja úrsláttarvélina áfram.
Ánægðir með gott verk. (þess má geta að það sá ekki á álkallinum)
Tveir einum of góðir félagar.
Baadermaðurinn ógurlegi.
Sæli stendur sig vel í pökkuninni...
... en þarf svo að hvíla sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 21. mars 2010
Fótbolti í algleymingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 11. mars 2010
8 túrum seinna.
Komið þið sæl og berrössuð lesendur góðir. Sökum tæknilegra örðuleika höfum við ekki verið nógu duglegir að láta ykkur vita af ævintýrum okkar á Atlandshafi.
Til að einfalda þetta þá skulum við byrja á veiðifréttum en þar er helst að frétta að við erum hættir á loðnu og búnir að færa okkur yfir í kolmunann. Þegar að þessi orð eru skrifuð eru komin í dallinn 171.7 tonn af frosinni afurð. Veður er gott.
Við fengum heimsókn í dag frá The Roayal Navy of the United kingdom. Þar komu 2 pappakassar og ein hugguleg dama. Menn veðruðust allir upp og flugu giftingarhringirnir af höndum margra þegar að rauðhærða yngismeyjan steig um borð. Undirritaður var hinsvegar hvergi nálægt enda er það næsta víst að hún hafi legið kylliflöt þegar að hún hafi séð þessa dýrindis hormottu sem að ég skarta þessa dagana.
Það er búið að stofna kór um borð. Þetta er að vísu bara eins manns kór en skráningar standa yfir og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband við Davíð.
Sæli og Þórarinn eru byrjaðir að tvöfalda próteinskammtinn sinn eftir að Sölvi tók sig til og smánaði þá í bekkpressu í fjósinu um daginn.
Fúsi fyrrum smurapi og núna Baadermaður sagði í viðtali við síðuna að honum hafi aldrei liðið betur eftir að hann hafi sloppið undan járnkrumlu þeirra Hafsteins og Þórs.
Þetta er síðasti túrinn hans Tóta fyrir Jamaica ferð sína sem að hann er búinn að skipuleggja síðustu mánuði. Hann hlustar núna eingöngu á Bob Marley og verður forvitnilegt að taka skýrslu af honum við heimkomuna. Ef að henni verður.
Að lokum viljum við óska Liverpool mönnunum þeim Daníel kokk, Danna, Tóta, Sæla og Þórhall Frey til hamingju með góðan árangur.
P.s. Lille þýðir lítill á dönsku.
þangað til næst.
Allinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 8. janúar 2010
1 túr
Erum byrjaðir aftur á veiðum eftir jólafríið. Við erum núna á höttunum eftir þessum ljóta frænda þorsksins er ber heitið kolmuni. Við erum núna á landleið og er vinnslan búinn að vera í hvínandi botni allan túrinn og höfum við ekki farið undir 40 tonnum á vakt. Áætlaður komutími er aðra nótt.
Kv Allinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. desember 2009
Seinasti túrinn á árinu.
Ok ok ok við byrjum þetta á jæjinu.
Jæja við erum núna staddir við strendur norður Noregs í seinasta túrnum á árinu. Við erum það norðarlega að við erum núna nær Rússlandi en Íslandi. Veiðin hefur gengið ágætlega og erum við komnir með 350 tonn í frystinn.
***Áhöfnin vill senda kæra kveðju til Daða og Söru og óskum við þeim til hamingju með nýjustu viðbótina í fjölskylduna. ***
En þá er komið að slúðrinu. Uppgjafar Kongóbúinn Ingi Ragnarson hefur verið lækkaður í tign og er hann núna orðinn óbreyttur háseti. Það hefur samt ekki áhrif á launin hans þar sem að hann er núna með næst hæsta hlutinn hér um borð og líkar það vel.
Í tilefni af því þá hefur hann ákveðið að kaupa sér myndavél af dýrustu sort. Er hann núna búinn að slá Pétri við og telst hann núna yfirljósmyndari Allans. Næstu fyrirhuguðu myndatökur hans er erótískt dagatal með áhafnameðlimum.
Upp hafa komið nokkrar hugmyndi af myndum og má þá helst nefna að Sölva allsberan á hestbaki og Daníel kokk löðrandi í sósu.
Haraldur Friðbergsson er búinn að setja nýjar umgengisreglur í lestinni og tók hann Gáttaþef (Aka Sigurjón) í nýliðafræðslu og lét hann vita að það væri ekki æskilegt að menn væru að traðka á myndinni af skipinu.
Miklar deilur hafa sprottið upp nýlega vegna holdafars tveggja áhafnarmeðlima. Það fer nefnilega tvennum sögum um hvor sé með hærri fituprósentu.
Áhöfninni hefur borist liðstyrkur frá Keflavík og er það enginn annar en liðhlaupi úr frönsku útlendingahersveitinni skæruliðinn Ingvar. Túrinn byrjaði ekki vel hjá honum en hann fékk tannrótarbólgu og er hann núna glettilega líkur Harold úr nágrönnum.
Talandi um Keflavík þá sást nýlega til hóp myndalegra manna á flugvellinum með fullar töskur en tóm veski. Er talið að þeir hafi sett Íslands og norðurlandamet í pokaburði enda búnir að vera duglegir í fjósinu fyrir ferðina. (nema Halli stóri hann þurfti ekkert á því að halda.)
Svo virðist sem að Sölvi og Jóhann Ben séu algerlega hættir að hugsa um útlitið á sér og eru þeir orðnir það skeggjaðir að þeir myndu sóma sér vel í gengi með Osama Bin Laden og félögum.
Þetta verður ekki lengra að sinni en núna bíða menn milli vonar og ótta að við komumst í land áður en að fyrirhugað jólahlaðborð fer fram.
Ef að þetta verður okkar síðasta færsla viljum við óska ykkur lesendum góðum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Bestu kveðjur strákarnir á Allanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 23. nóvember 2009
Jólahlaðborð aka Árshátíð alla ríka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. nóvember 2009
úr noregslandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. október 2009
dramb er falli næst.
Bloggar | Breytt 14.11.2009 kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. október 2009
Ég fer í fríið.
Bloggar | Breytt 7.6.2016 kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. september 2009
hoho
Bloggar | Breytt 16.9.2009 kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 17. ágúst 2009
Frost á fróni
Bloggar | Breytt 18.8.2009 kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. júlí 2009
út á sjó á ný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13. júlí 2009
Sjipp og hoj.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 5. júlí 2009
Allt að hafast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. júní 2009
1. túr eftir sjómannadag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF