Þriðjudagur, 7. september 2010
Gagalisious.
Jæjæ þá.
Við erum mættir aftur á síldarmiðin rétt frá landi og erum byrjaðir að frysta.
Sigurvegari úr golfmótinu var Heiðar Högni en honum var dæmdur sigur eftir að hinir keppendurnir létu ekki sjá sig. Þeir urðu hræddir á síðustu stundu og flúðu til Reykjarvíkur. Heiðar spilaði hringinn á 45 yfir pari en það dugði til sigurs.
Runólfur Ómar er kominn til baka eftir verðskuldað frí og er hann búinn að jafna sig á því áfalli sem hann varð fyrir þegar að slökkviliðsmenn héldu honum í heljargripum í verkfalli sínu um daginn. Hann ætlar ekki að láta þetta koma fyrir aftur og segist fara allar sínar ferðir á jörðu niðri eftir þetta.
Heimshornaflakkarinn Tóti er að gera sig líklegan að setja fótinn sinn á farald. Talið er líklegt að löppin á honum muni stíga létt salsaspor á suðrænni eyju við kyrrahaf.
Ný geisladiskur hefur verið settur í spilarann í vinnslunni og er það Ungfrú Gaga sem að hljómar núna öllum stundum en Sæli er að undarbúa sig fyrir atriði sitt í hæfileikakeppni AJ. Hann er líka búinn að breyta sloppnum og sjógallanum sínum til að "Gaga þetta aðeins upp".
Aggi Beider er að vinna í nýrri tölvu sem að hann er að setja saman en hún er tengd inná frystitækin og kæld með ammoníaki. Ammoníaksilmur sem kemur úr klefanum hans tengist hinsvegar ekki þessari vél heldur óhóflegrar drykkju á Mountain dew.
Höfum þetta í styttra lagi í dag og bendum við þeim sem vilja fylgjast með okkur í rauntíma á facebbokið okkar "Aðalsteinn Jónsson SU-11"
Ef þú ert ekki með feisið þá er það ekki beisið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. september 2010
Módel vantar
Einhver seinkun verður á næstu myndasögu en menn eru eitthvað feimnir hérna sem er reyndar alveg óskiljanlegt enda myndu flestir í áhöfninni sóma sér vel á forsíðu Playgirl.
Veiðin gengur frekar brösuglega en við erum komnir á síldarmiðin og erum búnir að fara um víðan völl. Erum komnir á Héraðsflóa og erum að gera ágætis hluti þar. Við erum að slefa eitthvað yfir 300 t.
Frímann Ómarson er komin til baka úr verðskulduðu fríi en það lítur út fyrir að hann sé strax sjósprunginn og er að fara strax aftur í frí.
Halíus er ennþá fórnalamb hrekkjalóma og er kannan hans búin að fara í gagngera yfirhalningu. Enginn hefur gengist ábyrgð en hann hefur nokkra smurapa grunaða.
Golfmót Aðalsteins verður haldið haldið í næstu landlegu ef veður og guðir leyfa. Ekki er enn búið að semja reglur fyrir þetta en mótshaldarinn Kristján Örn sagði nýverið í viðtali að einu reglurnar væru það að menn kæmu með sitt eigið sett og þyrftu að vera í tíglapeysu með v-hálsmáli. Kristján var einmitt að fjárfesta í nýju golfsetti og stendur ennþá við markmið sitt að komast á PGA mótaröðina 2015.
Okkur var að berast yfirlýsing frá einræðisherra verslunarinnar Baldri: "Allt væl um verðlag hér um borð læt ég sem vind um eyru þjóta og eru aðeins líklegri að hafa þveröfug áhrif."
Vélstjórunum hefur fundist afþreying hér um borð eittvað af skornum skammti og eru þeir þessvegna búnir að búa til skautasvell þar sem áður var frystilest. Fúsi er búinn að setja blöð undir klossana sína of segist geta farið í þrefaldan snúning. Þór er hinsvegar á einhverskonar ein-skíði sem að Binni sér um að draga með hendur fyrir aftan bak. Skautasvellið hefur ekki enn fengið nafn en við erum opnir fyrir uppástungum.
Af öðrum íþróttafréttum er það að frétta að bátsmannsvaktin hefur skorað á stýrimannsvaktina í körfubolta. Þeir hafa ekki svarað áskoruninni ennþá enda erum við með hinn íslenska Manute Bol.
Bátsmannsvaktin hefur í hyggju að koma af stað fyrirtæki sem mun sjá um að nýta allan afgangspappa sem verður eftir. Verksmiðjan verður í Boghlíð þar sem Sölvi var áður til húsa. Forstjóri er Kristinn Snorrason og hefur hann ráðið til sín ýmsa starfsmenn svo sem fjölmiðlafulltrúan Heiðar, sölumanninn Þórhall F, landeigandann Sölva og fyrirsætuna Kristján. Áætlað er starfsemi hefjist á næsta ári.
"Sjá þennan tappa. Hann hlýtur að nota Kidda pappa!"
Að lokum vil ég óska sjómönnum öllum til hamingju með nýtt kvótaár og Gissur Sigurðsson við viljum senda þér sérstakar kveðjur enda átt þú stóran aðdáendaklúbb hér um borð.
Kveðja Aðalsteinn Jónsson SU 11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. ágúst 2010
Kviss bamm búmm
Jæjæjæjæjæjaaaa.
Það er mánudagsmorgunn og við erum að koma nokkuð góðir eftir helgina og erum við búnir að skríða yfir 250 tonnin. Veiðin er búin að vera ekkert sérstakt en vinnslan helst saman.
Af öðrum fréttum er það að nokkrir frímenn eru komnir um borð hressir sem slátur og kátir sem fress.
Þar kemur ferskur frá sumrinu Daníel bátsmaður en hann er setti nýlega hlaupa,et á hringnum. En hringurinn er vegalengd frá kassavélinni yfir að tækjunum framhjá pökkun og aftur að kassavélinni en honum tókst að fara þessa vegalend á undir 10 sec. Fyrra metið átti Kristján Örn en það var 19 sec.
Verslunareigandinn og nýbúi Reyðarfjarðar Baldur M. E. var brosandi allan hringinn þegar hann kom um borð og sá það að sala á ísnum hafði fimmfaldast þegar að guttarnir voru hjá okkur í seinasta túr og hefur hann sett af stað átak sem á sér hliðstæðu í Bandaríkjunum en það kallast "bring your children to work day" en með þessu spili telur hann geta aukið íssöluna um allt að 500%. Þó svo að nammisalan sé uppúr öllu veldi vill hann ekki svara neinu um fyrirhugaða reisu hjá starfsmannafélaginu og bendir ávalt á Badda.
Sævar rauði er búinn að láta flúra Manchester United merki á kálfann á sér og er núna að stofna Man.Utd klúbb um borð og ætlar hann sér að flúra alla sem ganga í klúbbinn með eða án þeirra samþykkis.
Okkur hefur borist liðsstyrkur frá ellilífeyrirþegnabátnum Jóni Kjartans en þaðan er kominn enginn annar en stórjarðeigandinn af Músalæk(næst stærsta einkajörð á Íslandi) Guðni Þór Elísson. Hann og Hafsteinn eru núna sameinaðir eftir langa fjarveru og eru þeir búnir að nota tíman vel en eitt helsta áhugamál þeirra er að hrekkja Halla Friðbergs. Stutt er síðan einhver óprúttin aðili boraði lítið gat á könnuna hans.
Guðni vildi einmitt tileinka stóran hluta þessa pistils honum Haraldi en hann og Guðni hafa þekkst lengi vel og hefur hann náð að stúdera þetta skrýtna fyrirbæri sem gengur undir mörgum nöfnum. Hérna verða talin upp nokkur þeirra.
Halíus: Það er nafn á niðurfallstanknum um borð í Hólmaborginni en hann þurfti að lensa á 20 tíma fresti vegna óhóflegar vatnsnotkunar tengd gufubaði.
Lási Baujupungur: Þetta nafn er ættað að vestan og á hann einmitt frænda sem kallaður er Spotti Snurpurassgat.
Gamli Gráni: Haraldur var eitt sinn með biksvart hár en það hvarf á einni nóttu og í stað kom þetta fallega gráa sem fer honum mun betur. Talið er að slys í ljósabekk hafi valdið þessum hamskiptum.
Framnes Undrið: Þegar að Haraldur var aðeins 3 ára gat hann splæst saman augu og hanafætur og var talið að þarna væri einhverskonar undrabarn að ræða.
Silver Fox: Þetta nafn tók hann sér upp árið 2007 þegar að útrásin stóð sem hæst en þá var hann tíður gestur í Abu Dhabi og er búinn að stofna einskonar sértrúarsöfnuð þar. Í söfnuðinum telja á nokkur þúsund sem biðja daglega við fætur risavaxinnar styttu af Haraldi berum að ofan á skíðum.
Ferðafélagsdramað heldur áfram. Ef við förum yfir þetta á handahlaupum þá er þetta það sem er búið að gerast. Baddi var rekinn sem skemmtanastjóri vegna þess að hann seldi tjaldvagninn sinn. Þórhallur Freyr ráðinn í staðinn. Baddi mótmælir uppsögninni og stofnar annað félag.
Núna var að bætast nýtt tvist inní þetta því að Daníel formaður hefur núna sent yfirlýsingu frá sér.
------------------------------------------------------ Ágætu ferðafélagar, öllu heldu ferðavinir.
Ekki eru allir fullkomnir, þó svo að ég komist mjög nálægt því. Ég játa það að ég hef gert mistök með uppsögn þinni Sigurður Ágúst og biðla ég nú til þín að þú takir afsölunarbeiðni mína gilda og gangir aftur í lið með Spretti. Ég hef líka komist að því að ráðning Þórhalls voru einnig mistök og nota ég nú tækifærið og tilkynni þér Þórhallur að stöðu þinni sem skemmtanastóra hefur verið sagt lausri og þú þarft einnig að skila bjórnum. Baddi það er minn einlægur hugur að þú látir af áformum þínum að stofna önnur samtök undir nafninu Hvellur því það myndi valda klofningi í Sprettunum. Því sundrun er sár en sameinaðir staðfastir.
P.s. Á næsta ári verður ekki Spretts bjór heldur Spretts landi, er það vegna hækkandi áfengisverðs og er líka ætlaðar til að taka kvöldvökurnar á annað stig. ------------------------------------------------------
Ný myndasaga er í vinnslu og verður hún frumflutt fyrir helgi vonandi.
En við segjum þetta gott í bili og þar til næst.
Viva Allinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. ágúst 2010
Hvellur
Í þessum orðum er stýrimannsvaktin að klára föstudags partývaktina. Það er búið að vera dúndrandi tónar í eyrunum á mönnum og virðist vera því hærra sem tempóið er því hraðar vinna menn.
Allavega er búinn að vera mjög góður gangur á þessu hjá okkur núna og erum við með 272 tonn í augnablikinu og ættum við að vera komnir í land þriðjudag miðvikudag ef þetta helst á sama dampi og núna.
Það er dálítið af frímönnum í augnablikinu en við erum búnir að fá nokkra unga og ferska afleysingartitti til að filla í skarðið.
Eins og við sögðum frá fyrir nokkru þá hafði Badda okkar verið sagt upp úr ferðafélaginu Spretti vegna þess að hann var ekki lengur eigandi tjaldvagns og þess vegna ekki gjaldgengur í félagið.
Baddi hefur nú snúið vörn í sókn og ætlar að berjast fyrir sínum rétti með hörku.
Hérna er afrit af bréfi sem að hann sendi Danna formanni.
"komdu sæll Daníel. Ég hef látið lögfræðinga mína fara yfir uppsagnabréf mitt og hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að uppsögn þessi hafi verið ólögleg. Hvergi stendur í reglum félagsins að það sé skylda að eiga tjaldvagn/hjólhýsi til að vera gjaldgengur. Ég á hinsvegar mjög fínt 4 manna kúlutjald sem sómir sér vel í hvaða útileigu sem er. Ég veit það fyrir vissu að arftaki minn Þórhallur á hvorki tjald né svefnpoka. Ég hef ákveðið í ljósi aðstaðna að slítasamstarfi mínu við Sprett. Hef ég ákveðið að stofna mitt eigið ferðafélag sem mun bera nafnið Hvellur. Nýt ég mikils stuðnings stjórnar Spretts og mun bróðurhluti, allavega þeir sem eitthvað vit er í fylgja mér á vit ævintýra í þessu nýja og endurbætta ferðafélagi.
Gangi þér og Þórhalli hið allra besta.
-P.s. Varðandi bjórinn þá lít ég á það svo að fyrst að mér var sagt upp ólöglega þá skuldar þú mér einn bjórkassa sem borgast eigi síðar en Baldur heldur innflutningspartý.
P.p.s. Þá vil ég ekki "Spretts-bjór því hann var vondur"
Af öðrum málum þá lenti ég á þjóðhátíð um daginn og var staddur í hvítu tjaldi að gæða mér á lunda og bjíor í boði Agga stýrimanns. Ég sit þarna kjamsandi á lunda þegar að Aggi dregur alt í einu fram munnhörpu og byrjar að spila "whiskey in the jar" ég sá mig knúinn til að spýta úir mér hálfétnum lundanum og taka undir og saman leiddum við hálfa brekkuna í söng.
Ekki er eitt celebið stakt eins og máltaki'ð segir en eftir að Helgi Seljan fór frá borði hefur bæst nýtt celeb í hópinn en það er enginn annar en skoski leikarinn og sjarmörinn Sean Connery sem gerði garðin frægan sem Djeims Bond í den. Þessi útgáfa af Connerý er hinsvegar hárminni á bringunni en fyrirrennari sinn.
Hefur hann ásamt Stallone fengið margar fyrirspurnir um kvikmyndahlutverk en talið er líklegt að þeir muni leiða saman hesta sína í bardagamynd sem gerist í Tælandi. Hefur hún fengið vinnuheitið "Big trouble in Thailand."
Við erum núna með 2 farþega sem eru þeir alsem við höfum séð lengi. Þeir eru Elfar (12 ára) og Guðni (11 ára). Þeir berjast nú við feður sínu um að fá sem lengstan tíma í frystilestinni ena eru þeir á mjög góðum taxta. Þeir fá einn ís úr sjoppunni per 20 kassa. Undirritaður er núna 8 ísum og einu Pippi fátækari og túrinn er varla hálfnaður. Ingvar og Emil hafa svipaða sögu að segja og eru guttarnir að gera góða hluti hjá okkur.
Þá er komið að hinni hliðinni en núna er það enginn annar er skipstjórinn Daði Þorsteins sem að situr fyrir svörum.
Lið í Ensku: Tottenham Hottspurs
Er nýja hárgreiðslan ný tegund af combover: Já þetta er combover.
Fyrir utan sjálfan þig, hver er myndarlegasti skipstjórinn? Pabbi.
hvernig bíl átturu fyrst? Toyota Corollu sem ég keypti af Ragga Óla
Teluru lílklegt að Invar gæti komist klakklaust í gegnum geðranskókn? Ekki fræðilegur.
Hvað er uppáhalds maturinn þinn. Indverskur matur.
Helstu kostir. Ég er minn helsti kostur.
jennifer aniston, eða jolie. jennifer aniston.
hver er mesti folinn um borð. það myndi vera ég.
Eitthvað að lokum? Ég um mig frá mín til mín.
-Takk fyrir okkur í bili.
Þar til næst. KV. Allinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. júlí 2010
Lag með REO Speedwagon
It´s time to sail this ship on to the shore, throw away the oares forever - eða næstum því.
Erum á leið í land með fullfermi af Tígrissíld (sem leikmenn þekkja sem makríl)
Læsið dætur ykkar inni!
Helgi Beljan þakkar fyrir sig.
"Þetta með mölbrotnu höndina var grín. Sömuleiðis þegar ég kyssti á bágtið þegar ég stakk mig á beininu. Líka þarna þegar ég stakk mig í augað á kassahorninu þarna í lestinni þegar allt hrundi á mig. Grín. Sjáumst eftir frí. Bað um 36 túra."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. júlí 2010
Hocky Mellon part 2
Þá er komið að opinskáu viðtali við Kristinn Helga aka Hockí Mellon.
Fullt nafn: Kristinn Helgi Snorrason
Gælunafn: Mellon
Hvað varstu gamall þegar að þú varst fullur fyrst? 15 ára.
Hvað er besta meðalið við þynnku? Hef aldrei orðið þunnur!
Fyrir hvað stendur BDSM? Ég þekki ekki þessar hvatir.
Með hverjum helduru í enska? Liverpool
Ertu með einhverja leynda hæfileika? Ég er með ein, en ég fer ekki útí það.
Hvernig fer maður að því að gelda hross? Það þarf að deyfa hrossið, leggja það niður og rista upp, taka tólin af, setja tusku inní og sauma fyrir. Það þarf að vanda til verks.
Hvor er þykkari þú eða Davíð? Davíð það er alveg augljós, þetta er asnaleg spurning.
Ertu búinn að gera garðinn kláran fyrir mig á fiskidaga? Það mun ekki standa á því, hann verður tipp topp.
Eitthvað að lokum? Bara pass.
Þá þökkum við honum Kristni fyrir viðtalið.
En skipslebbið Helgi Seljan er búinn að gefa það út að hann sjái um næsta blogg..
Þar til næst.
Allinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. júlí 2010
Hockí Mellon
EIns og áður. Jæja.
Þá erum við mættir á makríl miðin, það er skítaveður og bræla hérna hjá okkur meðan þið landkrabbarnir baðið ykkur í sólskininu. Við erum komnir með 160 tonn í frystikistuna og er búið að vera smá bras á okkur sökum veðurs.
En við lögðum úr höfn á þriðjudagskvöld. Þegar að löndunarkallarnir voru að klára að landa seinustu kössunum vorum við með gest um borð. Það var fönguleg kona á þrítugsaldri íklædd svörtum dragtarjakka og svörtum buxum sem líktust reiðbuxum.
Kona þessi hún var að selja tryggingar og bjóða mönnum að skipta um lífeyrissparnað og þvílík ÁREITI hjá einni konu hef ég aldrei orðið vör við. Vopnuð kynþokkanum hljóp hún manna milli með penna í annarri og gloss í hinni, lofandi mönnum gull og græna skóga enda miklir tekjumöguleikar að hafa á sjómönnum þessa dagana.
Ágengnin var svo mikil að þegar að hún hafði lokið sér við nokkra menn hér um borð byrjaði hún að herja á mig og Sölva af þvílíkum krafti að ég hef sjaldan lent í öðru eins. Hún byrjaði með því að spjalla við okkur um daginn og veginn og þegar að það var ekki að ganga voru góð ráð dýr. Þá fór samtalið að byrja að vera grófara og grófara og á einum tímapunkti var hún byrjuð að tala um vaselín og kynlíf í sömu setningu. Þið getið svo lagt þetta saman og þá fáið þið grófa hugmynd um hvað umræðuefnið var.
En úr einu í annað þá átti okkar ástsæli Kristinn Helgiafmæli í gær og var ég búinn að lofa honum afmælisgjöf og hérna kemur hún.
Kiddi þér til heiðurs þá hef ég ákveðið að semja handa þér sonnettu. (Sonnetta er reyndar 14 línur en þú færð bara 4) Til hamingju með daginn Kiddi.
- Nú afmæli sykur sæta manni blíðum,
- á sjónum ber hann mikinn þokka
- og finnst það best að ekki kokka,
- í einu og öllu við styðjum og hlíðum.
Af öðrum fréttum er það að eilífðarverkefni mitt að reyna að bregða Baldri litla hefur enn ekki tekist þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en nýjasta útspil mitt með að liggja á jörðinni bakvið bretti bar ekki árangur þar sem að sjónlínan hans Baldurs er hærra upp en á flestum og sá hann þess vegna í hælana á mér. En ég er búinn að gefa þá yfirlýsinu að ég muni ná honum áður en að veiðiferð líkur.
AJ blogg hefur ekki enn fengið viðbrögð hjá Badda vegna uppsagnar hans sem skemmtanastjóra í ferðafélaginu Spretti en þykjumst við vita það að hann lesi þetta blogg reglulega þannig að ef þú ert að lesa þetta þá viljum við endilega fá að heyra þitt álit á uppsögninni og viðbrögð þín við því að Þórhallur Freyr sé búinn að taka þína réttmætu stöðu í félaginu.
Það styttist í verslunarmannahelgi og það eru bara tveir menn hérna sem ætla að gera eitthvað af viti og það eru Heiðar Guðnason og Sölvi Ómarsson en þeir ætla ásamt hópi fagra meyja beint til EYJA.
Látum þetta ver gott í bili.
Þar til næst kveðja Allinn.
P.s ef að þú ert blaðamaður frá DV og vantar einhvern dirt á Helga Seljan þá bendum við á Runólf Ómar fjölmiðlafulltrúa siðunar en hann tekur við fyrirspurnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 12. júlí 2010
Sumarið er tíminn.
Sumarið er komið. Þá vilja menn flestir vera utandyra hvort sem að það er að taka golf hring eða bakka hjólhýsum í stæði.
Það minnir mig á það að undirritaður á að kenna Kristjáni Erni golf á Eskifirði kl 7 í fyrramálið. En Stjáni stefnir á það að vera með kylfu í hönd alla vegna helminginn af þeim dýrmæta landtíma sem við fáum meðan á löndun stendur. Svo er spurning hvort að Þórhallur Freyr láti sjá sig á teig en líklegt þykir að hann verði að hlaða bjór í fellihýsið. En hann hefur gert ráðstafanir að fá lánaðan stærri bíl hjá Jóa Lalla tengdapabba sínum til að geta sett meiri mjöð í skottið.
Af öðrum frímönnum má nefna að Ingi og Danni ná sér ekki lengur niður eftir vaktir sökum landspennings og eyða þeir öllum stundum bakvið tölvuna að skoða ellingssen.is og aðrar útileigusíður milli þess sem að þeir senda hvpr öðrum athugasemdir á facebook. Ingi er núna búinn að spila "Ég fer í fríð" eftir Þorgeir Ástvalds 100 sinnum á Vinnsluradíó FM við litlar undirtektir annarra áhafnameðlima.
Gáta dagsins: Hvað þarf marga vélstjóra til að skipta um ljósaperu?
Ég lenti fyrir því óláni að ljósið fyrir ofan kojuna mína var farið. Í klefanum mínum er algert myrkur þegar að öll ljós eru slökkt og var ég búinn að lenda oft í kröppum dansi þegar að við vorum ræstir á vakt. Var meðal annars búinn að stíga á heyrnatólin mín. Það jafnast fátt á við það að meiða sig þegar að maður er nývaknaður. Var það greinilegt að mikið hættuástand hafði skapast í klefanum. Samkvæmt slysavarnanámskeiði sem ég var á um daginn flokkaðist þetta undir " viðvörunarstig 2". Það eru ekki nema þeir allra hörðustu sem geta verið án kojuljóss í langan tíma.
Ég kynnti áhyggjur mínar fyrir Hafsteini en honum fannst lítið um áhyggjur mína koma. Honum fannst þetta verk reyndar vera eitthvað fyrir neðan virðingu sína sem yfirvélstjóri og sagðist ætla að ráða undirverktaka í málið. Það myndi vera ný-þýskarinn Ómar. Eitthvað hefur klikkað í samskiptaboðum þeirra tveggja enda var myrkur í 2 daga og 2 nætur.
Þá voru góð ráð dýr og ég var farinn að örvænta að ég myndi híma í myrkrinu og á þessum tímapunkti var ég byrjaður að vera myrkfælin og kominn með skammdegisþunglyndi á háu stigi. Það var ekki fyrr en að ég hitti frelsarann hann Þór að eitthvað fór að gerast. Ég tjáði honum frá raunum mínum og viti menn. Þór sagði verði ljós og það varð ljós.
Hvað er þá svarið við gátunni?
Af öðrum fréttum úr vélarúminu er það að vélstjóragengið ætlar að taka túrbínuna í gegn í landlegunni og búast þeir við því að vera u.þ.b sólarhring að því.
Við erum á leiðinni í land og er búist við okkur eitthvað eftir hádegi á mánudag. Með smekkfullar lestir af brakandi ferskum makríl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11. júlí 2010
HM í fótboltakanónan
Aðalsteinn Jónsson SU 11
kynnir með stolti
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2010
Klikkaðu 4 sinnum á myndina til að sjá hana í fullri stærð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. júlí 2010
Makar krókinn á makríl.
Eins og svo oft áður þá er komið að jæjanu.
Við erum byrjaðir á gulli hafsins þ.e.a.s makrílum. Það er ekkert ýkja langt síðan að þessi fallegi og tignarlegi fiskur byrjaði að láta sjá sig við strendur Íslands.
Talandi um eitthvað fallegt og tignarlegt þá virðist sem að Kongó Ingi hafi tekist að opna ormaholu hér um borð.
Nú eru kannski margir sem að klóra sér í hausnum og spyrja sig hvað í er ormahola.
Bíðið við, ég skal útskýra það. Ormahola er fræðilegt hugtak í eðlisfræði sem gæti útskýrst sem hjáleið í gegnum tíma og rúm. Ef að við ímyndum okkur að tími og rúm sé bein lína td. A4 blað og síðan brjótum við það saman þá ættum við að geta stytt okkur leið í gegnum tíma og rúm. sjá
Þetta afrekaði Ingi því að á miðnætti setti hann bylgjuna á og fannst það alveg furðulegt að hádegisfréttirnar væru ekki enn byrjaðar. talið er að upptök ormaholunar séu inná klósetti hjá Halla Stóra en það hefur ekki enn fengið staðfest.
Svo virðist sem að klofningur sé komin í Ferðafélagið Sprett en eftir að Sigurður Ágúst aka Baddi seldi hjólhýsið sitt þá hefur honum verið sagt upp með skömm. Hér fyrir neðan er afrit af uppsagnarbréfi badda sem kom frá stjórn Spretts.
Hér með tilkynnist þér Sigurður Ágúst Jónsson að stöðu þinni sem Skemmtannastjóri í ferðafélaginu Spretti hefur
nú verið sagt lausri vegna vanrækslu í starfi. Þér hafa verið gefnar ótal munnlegar viðvaranir en núna er mælirinn fullur.
Ekki hefur enn verið ráðið í stöðuna en viðtöl standa yf...ir.
Eins og þú veist manna best Sigurður þá hefur þú verið tjaldvagnslaus síðan í apríl og er þetta ástand óviðunnadi.
Þú hefur núna 7 daga til að koma þínum málum á hreint og festa eitthvað aftaní kúluna ellegar verður þessi uppsögn
varanleg.
Kær Kveðja Stjórn Spretts.
P.s Þú þarft líka að skila bjórnum.
Talandi um ferðalög þá er kominn mikill útileigu fílingur í mannskapinn með Runólf Ómar í broddi fylkingar og eru menn að pússa hjólkoppana til að vera klárir í slagin þegar að þeir renna úr hlaðinu. Þeir Þórhallur, Ingi og Danni verða allir á faraldsfæti á næstu dögum enda allir á leiðinn í frí.
Ný myndasaga er á leiðinni og er stefnan sett á að frumflytja hana sunnudaginn 11. júlí ef að allt gengur upp.
Núna eru fleiri sem að taka í vörina heldur en reykja hér um um borð og er ekkert nema gott um það að segja. Þorgrímur Þráinns hefur sent okkur viðurkenningarskjal sem að hengt hefur í borðsalnum enda hefur Þorgrímur verið mikill aðdándi píku-púðursins í langan tíma og finnst fátt betra en að troða í trantinn á sér.
Mikil fótboltaæði hefur gripið um sig útaf HM í fótbolta og vorum við með tippkeppni hér um borð þar sem að sigurvegarinn hlaut 70.000 krónur í sigurlaun. Sigurvegarinn var Ingvar Skæró og óskum við honum til hamingju með sigurinn. Ágóðan notaði hann til að fara til Tælands þar sem að hann er í legkökunuddi vegna meiðsla sem hann hlaut á læri. Honum tókst að stinga sjálfan sig í fótinn á dekkinu. Upp hafa sprottið ýmsar samsæriskenningar vegna þessara meiðsla og telja sumir að hann hafi gert þetta viljandi þegar að hann frétti að neyðarlögunum í Tælandi hafi verið aflétt.
Samlokugrillið á kaffistofunni hefur aldeilis fengið að finna fyrir því og er það núna hálf laskað sökum ofnotkunar.Samlokugrillið hefur reyndar aðeins bitið frá sér líka og hefur Þórhallur Freyr núna hlotið nokkur 2. stigs brunasár á sínum löngu fingrum eftir að hann gerði sig líklegan til að fjarlægja samlokur úr grillinu.
Talandi um samlokur þá hefur Aubbi kokkur sett ný miðvið með sínum frægu skínkeróni samlokum sem að menn virðast ekki getað fengið nóg af. Skínkeróní samlokan er í rauninni 2 samlokur. Ein er með skinku og hin er með pepperóní. Séu þessar tvær lokur sameinaðar í eina er útkoman hans víðfrægu skínkeróní. Uppskriftina má sjá hér fyrir neðan.
Skínkeróní samloka:
Innihald:
4 krónubrauðsneiðar.
2 sneiðar pepperóni
1 skinkusneið.
lítið af osti.
blandið saman og setjið í ónýtt samlokugrill.
Borðið.
Borðið svo aftur.
og aftur.........
Fleiri uppskrifir má nálgast á www.skínkerónisamlokuraubbaslökkviliðlöggumálarakokks.is
Að veiðifréttum er það að frétta að við erum skriðnir yfir 250 tonnin af þessum fína makríl.
þar til næst...
Hílsen....
Allinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. júní 2010
Kiddi ég elska þig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. júní 2010
Tíminn og vatnið - Baldur vs God
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. júní 2010
1. Túr eftir sjómannadag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. júní 2010
Stóra hljómsveitarkanónan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. maí 2010
Kosningavision
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 17. maí 2010
Fiskifréttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 17. maí 2010
Byltingin er hafin!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. maí 2010
Afmælispartý.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF