Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 12. júní 2010
Kiddi ég elska þig.
Jæja sælir nú.
Þegar að þessi orð eru skrifuð er við komnir með 418 tonn í ísskápinn. Veiðin mjög góð þessa stundina og er talið að blóðfórn Badda á Djúpavogi spili þar stórt inní.
LEIÐRÉTTING:
--------
Núna verð ég að játa á mig mistök. Það gerist nú ekki oft að ég hafi rangt fyrir mér en þegar að það gerist játa ég það um leið og vil ég þess vegna koma þessari formlegri afsökunarbeiðni á framfæri til náfrænda míns honum Kristni Snorrasyni. Fyrir nokkrum dögum lét ég þau orð falla að það hefði verið Kidda að kenna að við töpuðum í róðrakeppninni fyrir gráskeggjunum á Jóni K.
Þetta er alfarið rangt og dæmi ég nú að fyrri orð mín verði dæmd dauð og ómerk. Kristinn ég vona að þú takir þessa afsökunarbeiðni gilda enda var mér ekki kunnugt allar staðreyndir málsins og í fávisku minni lét ég orð falla sem að ég sé eftir.
--------
Við nánari rannsókn hefur það komið í ljós að það var ekki Kristni að kenna heldur er það búðardalsbúðareigandinn Baldur. Baldur hefur hinsvegar reynt að láta lítið fyrir sér fara á síðustu dögum og reynt að koma sökinni á hinn heiðvirða Kristinn. Ekki náðist í Baldur að svo stöddu en hann hefur fengið bréf þar sem að hann er beðin að skýra sín mál.
Eins og alþjóð veit er HM í fullum gangi og tökum við þátt í gleðinni eins og allir hinir. Við erum komnir með pott þar sem að getspámenn geta unnir fúlgur fjár. Þetta er reyndar bara formsatriði þar sem að undirritaður mun sennilega taka þetta.
Eftir fyrsta leikdag eru það vöðvavinirnir Tóti og Sæli sem að leiða keppnina. Þetta mun allt breytast þar sem að Norður-Kórea á eftir að koma sterkt inn á lokasprettinum.
Vinnslan gengur vel undir handabendi Davíð Helgasonar aka Dídí. En han hefur sett nýtt viðmið með því að fara ekki undir 38 tonnum per vakt.
Það er föstudagskvöld og það þýðir bara eitt. það er sett partýtónlist á fóninn og menn dansa og dilla sér undir leiðsögn breikmeistarans Sæsa rauða. Sæsi hefur verið að fullkomna nýtt dansspor í 22 ár og er hann búinn að sækja um í "So you think you can dance" umsókn hans hefur verið neitað. Telur hann þetta vera mannréttindabrot að hann fái ekki að taka þátt sökum rauðs hárlits.
Íþróttaandinn er ekki aðeins bundinn við HM heldur eru miklar keppnir í hinum ýmsu íþróttagreinum og hafa Heiða, Ingi, Davíð og Baldur keppt undanfarin kvöld í hinum ýmsu frjálsum íþróttum í bíósalnum.Staðan er þannig að Heiðar er með 4 vinninga en hinir ekki neina.*
Vegna tæknilegra örðuleika verður ekki hægt að bjóða uppá myndasögu þennan túrinn en við reynum að henda inn einni fljótlega.
Bardagi Baldurs við vatnið hefur tekið á sig nýja stefnu og virðist hann vera sá fyrsti til að stjórna þessu náttúruafli síðan að Móses klauf rauða hafið. Hefur hann núna fyrirhugað að rukka fyrir vaatnið um borð og þora menn varla að sturta niður klósettinu að ótta við að hann taki gjald fyrir.
þar til næst.
Allinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. júní 2010
Tíminn og vatnið - Baldur vs God
Gestablogg í boði Vals Reyðarfirði.
Nú eru 200 tonn komin í lestarnar af brakandi frosinni síld. Fínn gangur, sé tekið tillit til þess að önnur vaktin tekur þátt í fíflaátaki Jóns Bjarnasonar og hefur af þeim sökum tekið um borð sársveltan ríkisstarfsmann með innfallin maga og gulu í augunum.
Héðan er það helst að frétta að Baddi okkar, Sigurður Ágúst Jónsson, stýrimannsmenntaði Djúpavogsbúinn tók sitt fyrsta hal undir morgun. Skemmst er frá því að segja að Baddi fékk tíu fyrir stíl og stjórn. Djúpavogi eru færðar þakkir fyrir afnotin af Badda sem nú dansar stríðsdans undir dynjandi tónum Black eyed peas. Indíanin í þeirri sveit ku vera náfrændi Badda úr Álftafirðinum.
En að öðru:
Kaupfélagsstjórinn um borð: Baldur Marteinn Einarsson Þórólfur Gíslason svífst einskis í harðri samkeppni við vott og þurrf um borð. Nú hefur þessi framvörður samvinnuhreyfingarinnar hafið samkeppni við sjálft blávatnið um borð. Þannig auglýsir Baldur nú hvað mest hann má allt að 70% tilboð á vökvum sjopunnar til að sporna við "þessu helvítis vatnsþambi um borð sem er ekkert annað en aðför að sameiginlegum sjóðum áhafnarinnar," svo hans eigin orð séu notuð.
Mun Baldur jafnvel vera að íhuga að leita réttar síns vegna uppreiknaðs taps sem samvinnusjóðurinn hefur orðið af vegna ójafnrar samkeppni við blávatnið.
"Ég stefni vélstjórunum en Guði almáttugum til vara," segir Baldur sem er af "langri" ætt samvinnumanna. "Hvernig haldið þið að Pepsi-international myndi ganga ef Coke tæki upp á því að gefa gos hvar sem Pepsi reyndi fer sér á nýjum mörkuðum. Nei þetta læt ég, eða við meina ég, ekki bjóða okkur. Ég stefni vélstjórunum enda hef ég ekki orðið var við að aðrir í áhöfninni dæli hér um borð fríum svaladrykkjum. Ég þykist hins vegar vita hvaðan þetta vatn kemur og því stefni ég almættinu, þeim auma auðhring," sagði Baldur og var óvenjumikið niðri fyrir.
Inntir eftir viðbrögðum við þessari væntanlegu málsókn sögðu vélstjórarnir eitthvað illskiljanlegt enda viðtalið tekið niður í vél og þar heyrist ekki mannsins mál.
Hið nýja markaðsátak Baldurs kaupfélagz hefur mælst ágætlega fyrir þó sala á sykruðum gosdrykkjum hafi dregist saman.
Þar til næst......Pa gensyn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. júní 2010
1. Túr eftir sjómannadag.
Jæja. Þá höldum við af stað í fyrsta túr eftir sjómannadag þunnir, þreyttir en vel þrifalegir.
Við erum búnir að bleyta í trollinu og gott betur en það og hífðum upp 120 tonn af fallegri og stórri síld.
Við rérum ekki feitum hesti í bókstaflegri merkingu í róðrakeppninni við áhöfnina á Jóni K. En ellilífeyrisþegarnir tóku okkur þetta árið. Okkar ósigur skrifast algerlega á einn mann og er það hann Kristinn Mellon. En hann missti árina uppúr og við misstum af sigrinum. Kristinn hefur nú þegar beðist afsökunar á þessu og er hann strax byrjaður í líkamsrækt til að koma sér í form fyrir næstu keppni.
Þetta voru hinsvegar ekki bara ósigrar þessa helgina og Stóðu Danni og Heiðar sig með prýði er sjómenn kepptu gegn sjómannadagsráði. Sjómannadagsráð áttu eiginlega aldrei möguleika. Bestu tilþrifin átti hinsvegar Jens Garðar Helgason í svokölluðum blindum fílafótbolta.
Mikil mæting var í hópsiglinguna og var nammið og gosið fljótt að klárast sem og aðrar veigar. Haraldur fribb stóð vaktina á dekkinu og sá til þess að allt færi friðsamlega fram. Mjög skemmtilegt móment var þegar að hópur ungra kvenna ætlaði sér uppá brú en þá sá Halli að góð ráð væru dýr og vippaði sér úr að ofan fyrir framan stigann og öskraði "None shall pass" líkt og Gandálfur gerði í Miðgarði.
Ballið var mjög gott en mikil biðröð myndaðist á barnum og fengu mér sér stærri glös fremur en að fara aftur. Þórhallur Hjaltason sýndi mikla danstakta á einni hækju og fann uppá nýju moonwalki á hækjum.
***Stórfrétt*** Þórarinn Trausta er orðinn afi og viljum við strákarnir hérna óska honum innilega til hamingju með nýjustu viðbótina á heimilið sem að samanstendur af 4 manneskjum 3 köttum 1 hundi og svo snáknum honum Skapta (gæti verið Skafti líka.)
Baddi, Daði, Ingi ásamt markmanninum geðþekka honum Benedikt sáust nýlega á hraðferð um hraðbrautir Evrópu og eru þeir eftirlýstir af Interpol fyrir hraðakstur í 4 löndum.
Við erum komnir með bátscelebið um borð og er víst að DV mun fylgjast vel með skrifum okkar næstu daga enda eru þeir vanir að apa einhverja vitleysu eftir okkar án þess að hafa eitthvað fyrir sér. Pressað verður á hann að gerast gestabloggari enda er alveg kominn tími að einhver annar fari að veita mér einhverja mótspyrnu enda er ég konungur hafsins á netheimum.
Höfum þetta ekki lengra að sinni við reynum að vera duglegir.
híslen Allinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. júní 2010
Stóra hljómsveitarkanónan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. maí 2010
Kosningavision
Við skulum byrja á byrjuninni og það er jæja. Í dag er Kosningavision um borð í tilefni dagsins í dag. Leikreglur eru einfaldar:
Allir hásetar fá einn atkvæðisrétt nema Ingvar því að hann er með skráð lögheimili í Tælandi. Vélstjórar fá eitt atkvæði í heildina og mega kjósa sín á milli hver verður fyrir valinu. Þessi skerti kosningaréttur vélstjóranna er sökum lélegs tónseyra orsökuðum af yfirgnæfandi vélarhljóði. Stýrimenn og skipstjóri fá eitt atkvæði hver sem og allir í vinnslunni. Aðeins kokkurinn fær tvö atkvæði þar sem að hann er með atkvæðisrétt bæði á Íslandi og Póllandi.
Búið er að setja upp Singstar í Playstation í bíósalnum. Fyrsti keppandi kvöldsins heitir Ársæll og mun hann syngja lagið Hermaur eftir Todmobile. Hann hefur gert smávægilegar breytingar á textanum og heitir lagið nú ekki lengur Hermaur heldur Hersteinn.
Fljótlega eftir það stígur á stokk eilífðarrokkarinn Hafsteinn Bjarnason. Hann mun ekki notast við eitthvað Playstation rusl eins og hann orðar það. Vopnaður engu öðru en kassagítarnum mun hann taka lag sem The Doors gerðu ódauðlegt á sínum tíma. HB kveikir í liðinu með Light my fire.
Síðast en alls ekki síst Sölvi skötubani Ómarsson. Hann mun taka stuðmannalagið frægur og er þar að skírskota í lífreynslu sína þegar að hann lenti í swingers partý með Helga Seljan og öllu liðinu úr Kastljósi.
Úrslitin verða komin í ljós annað kvöld.
Skoðanakönnun.
Hver vinnur Kosningavision?
KJÓSTU NÚNA!!(Hægt er að kjósa hér vinstra meginn á síðunni)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 17. maí 2010
Fiskifréttir
Við erum komnir með 132,5 tonn og erum að veiða kolmuna vestur af Færeyjum.
Fyrir þá sem vilja fylgjast með aflatölum í rauntíma bendum við á Facebook síðuna okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 17. maí 2010
Byltingin er hafin!
Nokkur bréf fundust samankrumpuð í ruslinu niður í vinnslu. Við ákváðum að birta efni þeirra hér.
Leynibréf miðhæðarinnar 1. Hluti
íbúar á miðhæðinni sameinumst! Of lengi höfum við verið fangar hér um borð. Of lengi hafa verið kæfð neyðaróp okkar, of lengi höfum við verið haldnir fangar,fjarri frá ástvinum og fjölskyldu. Núna er tíminn til að standa saman. Uppreisnin er hafin!.
Í hádeginu á morgun verður farið í ránsferð, við munum ræna netkubbnum á efstu hæð og setja hann á miðhæðina.
Kveðja Sæsi og Danni Byltingarleiðtogar
-Lengi lifi byltingin
p.s Miðhæðin rúlls.
Leynibréf miðhæðarinnar 3. Hluti
Stóri dagurinn er í dag. Alea iacta est. Eins og Sesar reið yfir Riminu munum við ekki bregðast.
Planið er komið á hreint. Sæli mun vera varðmaður. Hans hlutverk er að beina fjöldanum í rétta átt og láta vita með leyniflautinu. *Þið sem ekki fenguð blaðið um leyniflautið (2. Hluti) þá er það hátíðnihljóð ekkert ósvipað Tomma þegar að hann er á háa C-ið.
Heiðar mun sjá um það að beina athyglinni frá hurðinni inní borðsalinn. Þegar að leikar standa sem hæst mun Agnar hinn fimi læðast upp stigann ræna pungnum (líka þekkt sem netsta) og koma honum haganlega fyrir á miðhæðinni.
-Lengi lifi byltingin.
Heill sé Sæsa!
Leynibréf miðhæðarinnar. Síðasti hluti
Hver maður fyrir sig sjálfan! Ég veit ekki með ykkur en ég legg til að það við förum í björgunarbátana. Ég sjóset léttabátinn og ætla að reyna að komast yfir í Huginn hann er ekki nema 5 sjómílum frá. Kokkurinn kemur með lambalæri og 3 kjamma úr eldhúsinu. Flotgallar og GPS eru komin um borð.
Því miður mistókst þessi uppreisn.
Ég vil enda þetta á lokaorðum Elísabetar 1. Englandsdrottningu d. 1603: "All my possessions for a moment of time."
P.s miðhæðin rúlls.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. maí 2010
Afmælispartý.
Í dag fagnar kynþokkafulli Baadermaðurinn Ingi Ragnarsson 26 ára afmælisdeginum sínum. Í tilefni af þessum merkisdegi er þjóðfána Kongó flaggað uppá mastri. AJ Blogg vill að sjálfsögðu óska honum til hamingju með daginn og eru gjafir og blóm afþakkaðar en hann tekur við frjálsu fjárframlagi á reiking 911 í Landsbankanum á Eskifirði.
Af bleyðuni er það að frétta að við erum ennþá að eltast við svartkjaftinn (kolmuna) sunnan við Færeyjar. Í frystikistuna eru komin circa 470 tonn og gengur þokkalega.
AJ Blogg skorar núna á Daða að koma með næstu færslu og láta ljós sitt skína. Greiningadeild Seðla Péturs setur stuðulinn 1/7 að hann taki þessari áskorun.
AJ Blogg skorar einnig á bátsmannsvaktina gefur Seðla Pétur þeim stuðulinn 1/16
Eðalgroup(starfsmannafélagið) hyggur á útrás um jólin og hafa nokkrar erlendar stórborgir verið nefndar á nafn. Þar má nefna Lundur í Svíþjóð sem að er æskuheimili Badda. Þar er hægt að fá úrvals gistingu og útsýni ókeypis gegn 12 tíma vinnuframlagi á degi hverjum. Einnig hefur Pattya í Tælandi verið nefnt til sögunar og þar má spara Eðalgroup háar fjárhæðir með því að meina mökum að koma með í fyrirhugaða ferð. Þar er einnig hægt að ódýra gistingu og "roomserviceið" er víst óviðjafnanlegt.
Höfum þetta í styttra lagi í dag.
AJ Blogg kveður að sinni með nokkrum myndum sem teknar voru í dag.
Þar til næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 3.6.2014 Olíufurstinn
- 16.7.2013 Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.
- 20.11.2012 Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...
- 29.7.2012 M fyrir Makríl
- 29.7.2012 Orðið á göngunum
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Apríl 2007
Tenglar
Önnur Skip
Heimasíður annarra skipa í flotanum.
- Jón Kjartansson SU Faðirinn
- Hákon EA
- Margrét EA
- Christian í Grótinum
- Snorri Sturluson VE
- Málmey SK
- Kleifaberg ÓF
- Guðmundur í Nesi RE
- Börkur NK
- Jón Kjartansson SU
- Hoffell SU
- Nordborg
- Beitir NK
- Bjarni Ólafsson AK
- Álsey VE
- Guðmundur VE
- Huginn VE
- Grétar skipsjóri á jóni kjartans
- faxi
- Krossey
- Brimnes
- Nýja Guðmundar síðan
- Ásgrímur Haldórsson SF